ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 13:59 Frá æfingu rússneska landsliðsins í krullu fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra. Getty/Alexander Demianchuk Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, er einn af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna. Þar eru árásir Rússa á Úkraínu harðlega fordæmdar og mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í Peking en að allt verði reynt til að gera Úkraínumönnum kleift að taka þátt. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem ásamt fylgdarliði heldur af stað til Kína á morgun og keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum: Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, er einn af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna. Þar eru árásir Rússa á Úkraínu harðlega fordæmdar og mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í Peking en að allt verði reynt til að gera Úkraínumönnum kleift að taka þátt. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem ásamt fylgdarliði heldur af stað til Kína á morgun og keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum: Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum
Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira