Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með

KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslenskir dómarar á tveimur völlum

Það eru ekki bara KR og Breiðablik sem verða fulltrúar Íslands í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Það verða íslensk dómarateymi á tveimur völlum.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsla­hrjáð hetja Róm­verja

Hinn 22 ára gamli Nicolò Zaniolo reyndist hetja Roma er liðið vann Feyenoord 1-0 í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Zaniolo hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einkar óheppinn með meiðsli og til að mynda tvívegis slitið krossband í hné.

Fótbolti
Fréttamynd

Tárvotur Mourinho skrifar söguna í Rómarborg

Ítalska liðið Roma vann í gærkvöld sinn fyrsta titil í 14 ár eftir 1-0 sigur á Feyenoord frá Hollandi í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. José Mourinho, stjóri Roma, gat vart haldið aftur af tárunum í leikslok og kveðst vera afar stoltur.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho bætir enn einum Evrópubikar í safn sitt

AS Roma vann Feyenoord 1-0 í fyrsta úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Bikarinn er fimmti Evrópubikar Jose Mourinho á ferlinum og er hann um leið sá fyrsti til að vinna alla Evrópubikarana sem í boði eru.

Fótbolti
Fréttamynd

Magnaður Mourin­ho þegar kemur að Evrópu­keppnum

José Mourinho er vissulega „sá sérstaki.“ Lærisveinar hans í Roma eru komnir í úrslit Sambandsdeildar Evrópu sem þýðir að José er eini þjálfari sögunnar til að koma fjórum mismunandi félögum í úrslitaleik Evrópukeppna.

Fótbolti
Fréttamynd

Tammy skaut Roma í úrslit

Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alfons endurnýjar kynnin við Mourinho

Alfons Sampsted og félagar í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt drógust gegn lærisveinum Jose Mourinho í ítalska liðinu Roma, í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar UEFA í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfons Sampsted hetja Bodø/Glimt í framlengingu

Alfons Sampsted reyndist hetja norska liðsins Bodø/Glimt í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Hann tryggði liðinu 2-2 jafntefli gegn AZ Alkmaar í framlengingu, en Alfons og félagar unnu fyrri leikinn 2-1.

Fótbolti