Fjártækni

Fréttamynd

Forstjóri Kviku: „Við erum rétt að byrja“

„Kvika hefur stækkað úr litlu félagi upp í eitt af stærstu félögum landsins. Þrátt fyrir það er markaðshlutdeild okkar lítil víða. Félagið er fjárhagslega sterkt og tækifærin til þess að auka samkeppni eru víða. Við erum rétt að byrja,“ segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku.

Innherji
Fréttamynd

Sænskur banki semur við Meniga

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vara við svika­póstum sem sendir hafa verið í nafni DHL og Póstsins

Valitor varar við svikahröppum sem reynt hafa að blekkja korthafa til að staðfesta kort í Apple Pay-snjallsímalausninni eða gefa upp SMS-öryggiskóða. Þannig hafa „sviksamlegir tölvupóstar“ til að mynda verið sendir út í nafni þekktra fyrirtækja á borð við DHL og Póstinn að því er fram kemur í tilkynningu frá Valitor.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfesting sonarins þrefaldaðist

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjölskyldur og samstarfsfólk sem tengjast stjórnmálum „áhættusamir“ viðskiptavinir

„Undanfarin ár hafa þannig verið gerðar talsvert auknar kröfur til fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þessar kröfur eiga ekki síður við ýmis lítil og meðalstór fyrirtæki, en margir átta sig ekki á til hversu víðtækra starfsemi kröfurnar ná til,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Nátthrafns.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Risaeðlur að deyja út: Bankarnir 2030

Bill Gates sagði fyrir mörgum árum að bankarnir væru risaeðlur að deyja út. Davíð Stefán Guðmundsson segir sérfræðinga Deloitte ekki vilja taka svo djúpt í árina en segir innrás fjártæknifyrirtækja hraða.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Áskorendabankar hin nýja tegund fjártæknibanka

Áskorendabankar eru ný tegund banka sem eru að skapa sér miklar vinsældir erlendis á stuttum tíma. Google og Apple á hraðleið inn í bankageirann og framtíðin er björt í fjártæknigeiranum segir Eva Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður Meniga og formaður Samtaka fjártæknifyrirtækja á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bankarnir: Hvað verður um störfin?

Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bankarnir verða óþekkjanlegir

Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bankar á krossgötum

Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Two Birds kaupir Aurbjörgu

Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem hefur sérhæft sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði, hefur fest kaup á Aurbjörgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.

Viðskipti innlent