Harry og Meghan

Fréttamynd

Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry

Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry.

Lífið
Fréttamynd

„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“

„Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare.

Erlent
Fréttamynd

Gefa lítið fyrir af­sökunina

Hjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle gefa lítið fyrir afsökun the Sun vegna pistils Jeremy Clarkson þar sem hann sagðist hata Markle.

Lífið
Fréttamynd

The Sun biðst afsökunar á pistli Clarkson

Dagblaðið The Sun hefur beðist afsökunar á pistli þáttastjórnandans Jeremy Clarkson um hertogaynjuna Meghan Markle. Í pistlinum sagðist hann hata Markle „óstjórnlega mikið“ en hann hefur beðist afsökunar á orðunum. 

Lífið
Fréttamynd

Ævi­saga „vara­skeifunnar“ kemur út 10. janúar

Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Lífið
Fréttamynd

Tímaritið Variety frestar forsíðu Meghan Markle

Variety hefur frestað forsíðu hertogaynjunnar Meghan Markle vegna andláts Elísabetar II drottningar. Meghan var valin ein þeirra kvenna sem skartar miklum kvennakrafti (e. Power of Women). Í kjölfarið átti hún að birtast á forsíðu tímaritsins líkt og hinar konurnar sem voru valdar.

Lífið
Fréttamynd

Myndband: Fox News gagnrýnir „bensínhák“ Harry prins

Fox News hefur í gegnum tíðina fjallað ítrekað um að loftslagsbreytingar séu farsi, búinn til af fjölmiðlum. Eða þá að þær eru komnar til af náttúrulegum ástæðum en ekki af mannavöldum. Fox News gagnrýndi á dögunum Harry bretaprins fyrir að láta bensínhák sinn ganga í lausagangi í lengri tíma. Bíllinn sem um ræðir er Audi e-Tron, rafbíll.

Bílar
Fréttamynd

Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify

Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. 

Lífið
Fréttamynd

Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna

Her­togaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril.

Lífið
Fréttamynd

Harry prins vann meið­yrða­mál

Harry Bretaprins lagði útgefanda Daily Mail í meiðyrðamáli sem hann höfðaði eftir að grein í The Mail on Sunday um meinta yfirhylmingu prinsins á deilum hans við krúnuna var birt.

Erlent
Fréttamynd

Harry stefnir út­gefanda Daily Mail

Harry Bretaprins hefur höfðað meiðyrðamál gegn útgefanda breska dagblaðsins Daily Mail vegna greinar sem Mail On Sunday birti á sunnudag um öryggismál Harry og fjölskyldu.

Erlent
Fréttamynd

Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience.

Tónlist
Fréttamynd

Meg­han Mark­le í falinni mynda­vél

Meg­han Mark­le, leik­konan og her­toga­ynjan af Sus­sex, fór á kostum í falinni mynda­vél í spjall­þætti hjá banda­rísku sjón­varps­konunni Ellen DeGeneres í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna

Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar.

Erlent
Fréttamynd

Meg­han sögð hafa boðið Katrínu sam­starf

Samband þeirra Meghan Markle og Katrínar hertogaynju af Cambridge er talið hafa batnað til muna og á Meghan að hafa boðið Katrínu að vinna með sér að nýju sjónvarpsefni. Þetta þykir til tíðinda þar sem lengi hefur verið talið afar stirt á milli þeirra.

Lífið