Grunnskólar

Fréttamynd

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Innlent
Fréttamynd

Níu smitaðir á Vopna­firði og skólum lokað

Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Árbæjarskóli vann Skrekk

Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sitt, Annað viðhorf.

Menning
Fréttamynd

Segist hafa horft á starfs­mann skólans snúa dóttur sína niður

Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Gerða­skóla grunaður um að hafa beitt barn of­beldi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Skólar á Akra­nesi opna á morgun

Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraness verði með starfsemi á morgun, en vegna fjölgunar smitaðra í sveitarfélaginu fyrir helgi var brugðið á það ráð að fella skólastaf niður.

Innlent
Fréttamynd

Það vantar tvo kílómetra á menntaveginn

Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett.

Skoðun
Fréttamynd

Starf­semi Myllu­bakka­skóla flutt á fjóra staði

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag að leggja nítján milljónir króna í að flytja starfsemi Myllubakkaskóla á fjóra staði í bænum tímabundið á meðan unnið er á úttekt á húsnæði hans. Myglu varð fyrst vart í skólanum árið 2019 og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana síðan. Þær aðgerðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri, því enn greindist mygla í skólanum í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Seljaskóli og Hagaskóli áfram í úrslit Skrekks

Hagaskóli og Seljaskóli voru hlutskarpastir á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík í kvöld. Tvö hundruð og tuttugu ungmenni frá átta grunnskólum tóku þátt í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Fella­skóli og Lauga­lækjar­skóli komust í úr­slit Skrekks

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit.

Innlent
Fréttamynd

Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál

Ég fór í Borgarleikhúsið að sjá sýninguna 9 líf á dögunum og var upprifin. Í verkinu er rakin saga okkar ástsæla Bubba Morthens, þjóðareign að gefnu tilefni. Það er hvert mannsbarn hér á landi með tengingu við hann og þá sérstaklega tónlistina hans, hvort sem við erum aðdáendur eða ekki. En svo er líka önnur tenging sem stór hópur á við söguna hans Bubba, sú tenging er kannski heldur falin. Eða jafnvel týnd?

Skoðun