Skóli fyrir alla? Jóhanna Pálsdóttir skrifar 11. mars 2022 19:00 Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Innflytjendamál Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun