Meistaradeildin Rijkaard: Það er gott að vera alvitur Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, brást hinn versti við þegar hann heyrði að Rafa Benitez kollegi sinn hjá Liverpool væri þegar búinn að spá því hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliði Barcelona í leik þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 6.3.2007 14:27 Benitez: Barcelona mun sækja stíft Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segist vera tilbúinn undir stórsókn Barcelona í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. Fótbolti 6.3.2007 14:22 McCarthy tippar á Chelsea Framherjinn Benni McCarthy hjá Blackburn segist eiga von á því að Chelsea vinni sigur í Meistaradeildinni í vor. McCarthy var í liði Porto sem vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho árið 2004. Fótbolti 6.3.2007 14:17 Rooney verður með Wayne Rooney er búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut á laugardag í leik Manchester United og Liverpool. Rooney haltraði af velli í seinni hálfleik eftir samstuð við Jamie Carragher varnarmann Liverpool. Knattspyrnustjóri Manchesterliðsins, Sir Alex Ferguson segir Rooney tilbúinn í slaginn annað kvöld en þá keppir United við franska liðið Lille. Wayne Rooney hefur ekki verið á skotskónum í meistaradeildinni frá því hann þreytti frumraun sína í keppninni. Hann skoraði þrennu í leik gegn Fenerbache í september 2004. Fótbolti 6.3.2007 09:00 Spenna í Meistaradeildinni í kvöld Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Fótbolti 6.3.2007 08:46 Gerrard: Erfiðasti leikur okkar til þessa Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að síðari leikurinn við Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld verði erfiðasta verkefni liðsins til þessa í keppninni. Hann segir að leikurinn verði erfiðari en úrslitaleikurinn gegn Milan í Istanbul fyrir tveimur árum. Fótbolti 5.3.2007 16:45 Beguiristain: Hentar okkur vel að sækja Txiki Beguiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir það liðinu í hag að þurfa að sækja gegn Liverpool á Anfield annað kvöld. Hann segir heldur ekkert benda til þess að Barcelona eigi ekki að geta unnið á Anfield. Fótbolti 5.3.2007 16:08 Iniesta: Þetta verður stríð Miðjumaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona blæs í herlúðra fyrir leikinn gegn Liverpool á Anfield annað kvöld þar sem Börsunga bíður erfitt verkefni eftir 2-1 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 5.3.2007 15:15 Helmingslíkur á að Henry verði með Arsene Wenger segir helmingslíkur á því að Thierry Henry komi við sögu í síðari leik Arsenal og PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið. Henry á við erfið meiðsli að stríða og gerði þáttaka hans í fyrri leiknum lítið til að laga þau. Fótbolti 5.3.2007 16:32 Barcelona þarf að brjóta 40 ára hefð Evrópumeistarar Barcelona eiga erfitt verkefni fyrir höndum annað kvöld þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Fótbolti 5.3.2007 14:57 Xavi: Við mætum grimmir til leiks Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segir sína menn ætla að mæta grimma til leiks og sækja til sigurs annað kvöld þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann frækinn 2-1 sigur í fyrri leiknum á Spáni. Fótbolti 5.3.2007 14:52 Beckham og Reyes missa af leiknum við Bayern David Beckham og Jose Antonio Reyes verða ekki í leikmannahópi Real Madrid í síðari leik liðsins gegn Bayern Munchen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag. Báðir meiddust þeir á hné í deildarleik gegn Getafe í gær og þá verður framherjinn Gonzalo Higuain tæplega með heldur eftir að hann meiddist í sama leik. Real hefur nauma 3-2 forystu fyrir leikinn á miðvikudag, sem fram fer í Munchen. Fótbolti 5.3.2007 14:31 Hitzfeld: Vörn Real er eins og gatasigti Ottmar Hitzfeld segist vera mjög vongóður um að hans menn í Bayern Munchen slái Real Madrid út úr Meistaradeildinni þegar liðin mætast öðru sinni í 16-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Real marði 3-2 sigur í síðustu viku og segir Hitzfeld að ekki einu sinni Fabio Capello geti stoppað upp í lélegan varnarleik spænska liðsins. Fótbolti 4.3.2007 14:53 Terry verður ekki með gegn Porto Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti í gær að fyrirliðinn John Terry verði ekki í leikmannahópi liðsins í síðari viðureigninni gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. "Ekki fræðilegur möguleiki," sagði Mourinho þegar hann var spurður en sagðist frekar búast við honum fyrir leikinn gegn Tottenham í bikarnum um næstu helgi. Fótbolti 3.3.2007 19:55 Laporta: Tapið gegn Liverpool var slys Joan Laporta, forseti Barcelona, kveðst ekki í neinum vafa um að lærisveinar Frank Rijkaard geti farið með öruggan sigur af hólmi þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Laporta hefur fulla trú á leikmannahóp liðsins og segir tapið á Nou Camp hafa verið “slys”. Fótbolti 23.2.2007 16:38 Græddu vel á golftilþrifum Bellamy Það er sannarlega ekkert nýtt undir sólinni þegar kemur að veðbönkum í Bretlandi og nokkrir stuðningsmanna Liverpool högnuðust vel í gærkvöldi þegar þeir veðjuðu á leik Barcelona og Liverpool í Meistaradeildinni. Enski boltinn 22.2.2007 19:12 Falsaðir miðar ollu troðningi Forráðamenn franska liðsins Lille halda því fram að troðningurinn sem varð í áhorfendastæði liðsins í leiknum við Manchester United hafi orðið vegna þess að stuðningsmenn enska liðsins hafi falsað aðgöngumiða og því verið of margir í stæðinu. Fótbolti 22.2.2007 17:59 Riise: Þetta voru örlög okkar John Arne Riise segir að örlögin hafi gripið í taumana á Nou Camp í kvöld þegar hann og liðsfélagi hans Craig Bellamy skoruðu mörk Liverpool gegn Barcelona. Riise og Bellamy komust í heimsfréttirnar fyrir slagsmál í æfingabúðum liðsins fyrir nokkrum dögum, en eru nú hetjur enska liðsins. Bellamy tileinkaði syni sínum sigurinn á 10 ára afmælisdegi hans. Sport 21.2.2007 23:42 Rijkaard: Þetta verður mjög erfitt Frank Rijkaard viðurkenndi í kvöld að hans menn ættu mjög erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum við Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að spænska liðið tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli í kvöld. Fótbolti 21.2.2007 23:34 Benitez ánægður fyrir hönd Bellamy og Riise "Við eigum fína möguleika á að komast áfram en það er mikið eftir af þessu einvígi enn. Barcelona er með frábæra sóknarmenn og við verðum að eiga frábæran leik á Anfield til að klára dæmið, "sagði Rafa Benitez stjóri Liverpool eftir sigurinn á Barcelona í kvöld. Fótbolti 21.2.2007 23:30 Mourinho: Meiðslin riðluðu öllu skipulagi Jose Mourinho sagði að meiðsli sinna manna hefðu gert þeim gríðarlega erfitt fyrir í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. John Terry meiddist á ökkla í byrjun leiks og þá þurfti Arjen Robben að fara meiddur af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður. Mourinho sagðist ekki geta verið annað en sáttur við jafnteflið þegar tekið væri mið af þessu. Fótbolti 21.2.2007 22:34 Kylfusveinarnir tryggðu Liverpool frábæran sigur Craig Bellamy og John Arne Riise hjá Liverpool komust í heimsfréttirnar á kolröngum forsendum í vikunni en í kvöld voru þeir hetjur liðsins þegar það bar sigurorð af Evrópumeisturum Barcelona á útivelli 2-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21.2.2007 21:33 Riise kemur Liverpool yfir Norðmaðurinn John Arne Riise hefur komið Liverpool yfir 2-1 gegn Barcelona og Nou Camp í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar hafa alls ekki náð sér á strik í leiknum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður hjá liðinu þegar um 10 mínútur voru eftir. Fótbolti 21.2.2007 21:23 Bellamy skoraði og fagnaði með golfsveiflu Staðan í stórleik Barcelona og Liverpool er 1-1 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum fjórum í Meistaradeildinni. Deco kom spænska liðinu yfir eftir aðeins 14 mínútur en Craig Bellamy jafnaði fyrir baráttuglaða gestina og fagnaði marki sínu með golflátbragði að hætti hússins. Fótbolti 21.2.2007 20:32 Liverpool og Chelsea undir Liverpool og Chelsea er bæði komin marki undir eftir aðeins 15 mínútna leik í Meistaradeildinni. Deco hefur komið Barcelona yfir 1-0 gegn Liverpool með marki á 14. mínútu og Raul Meireles kom Porto í 1-0 gegn Chelsea þegar skot hans breytti um stefnu af Frank Lampard og í netið. Það byrjar því ekki glæsilega hjá ensku liðunum á útivelli í kvöld. Fótbolti 21.2.2007 20:00 Eiður Smári á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í stórleik kvöldsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn, en auk þessa leiks eru stöðvar sýnar með beina útsendingu frá viðureignum Porto - Chelsea og Inter - Valencia. Fótbolti 21.2.2007 19:06 Ferguson: Leikmenn Lille voru til skammar Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson. Fótbolti 20.2.2007 22:40 Wenger: Við verðum að bæta okkur Arsene Wenger var ekki kátur með frammistöðu sinna manna í Eindhoven í kvöld þegar lið hans Arsenal tapaði 1-0 fyrir PSV þar sem sannkölluð kjötkveðjuhátíðarstemming ríkti á pöllunum. Fótbolti 20.2.2007 22:35 Jafnt hjá Celtic og Milan Glasgow Celtic og AC Milan skildu jöfn í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Skotlandi í kvöld. Bæði lið fengu fín færi til að tryggja sér sigurinn en nú er ítalska liðið í fínni stöðu fyrir síðari leikinn í Mílanó eftir hálfan mánuð. Fótbolti 20.2.2007 22:22 Súrt tap hjá Arsenal í Eindhoven Arsenal varð í kvöld að bíta í það súra epli að tapa 1-0 í fyrri leik sínum gegn PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Ekvadormaðurinn Edison Mendes sem skoraði sigurmark hollenska liðsins, en gestirnir frá Englandi voru sterkari aðilinn í leiknum. Arsenal á síðari leikinn til góða í Lundúnum eftir hálfan mánuð. Fótbolti 20.2.2007 22:05 « ‹ 247 248 249 250 251 252 253 254 255 … 274 ›
Rijkaard: Það er gott að vera alvitur Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, brást hinn versti við þegar hann heyrði að Rafa Benitez kollegi sinn hjá Liverpool væri þegar búinn að spá því hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliði Barcelona í leik þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 6.3.2007 14:27
Benitez: Barcelona mun sækja stíft Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segist vera tilbúinn undir stórsókn Barcelona í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. Fótbolti 6.3.2007 14:22
McCarthy tippar á Chelsea Framherjinn Benni McCarthy hjá Blackburn segist eiga von á því að Chelsea vinni sigur í Meistaradeildinni í vor. McCarthy var í liði Porto sem vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho árið 2004. Fótbolti 6.3.2007 14:17
Rooney verður með Wayne Rooney er búinn að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut á laugardag í leik Manchester United og Liverpool. Rooney haltraði af velli í seinni hálfleik eftir samstuð við Jamie Carragher varnarmann Liverpool. Knattspyrnustjóri Manchesterliðsins, Sir Alex Ferguson segir Rooney tilbúinn í slaginn annað kvöld en þá keppir United við franska liðið Lille. Wayne Rooney hefur ekki verið á skotskónum í meistaradeildinni frá því hann þreytti frumraun sína í keppninni. Hann skoraði þrennu í leik gegn Fenerbache í september 2004. Fótbolti 6.3.2007 09:00
Spenna í Meistaradeildinni í kvöld Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Fótbolti 6.3.2007 08:46
Gerrard: Erfiðasti leikur okkar til þessa Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að síðari leikurinn við Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld verði erfiðasta verkefni liðsins til þessa í keppninni. Hann segir að leikurinn verði erfiðari en úrslitaleikurinn gegn Milan í Istanbul fyrir tveimur árum. Fótbolti 5.3.2007 16:45
Beguiristain: Hentar okkur vel að sækja Txiki Beguiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir það liðinu í hag að þurfa að sækja gegn Liverpool á Anfield annað kvöld. Hann segir heldur ekkert benda til þess að Barcelona eigi ekki að geta unnið á Anfield. Fótbolti 5.3.2007 16:08
Iniesta: Þetta verður stríð Miðjumaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona blæs í herlúðra fyrir leikinn gegn Liverpool á Anfield annað kvöld þar sem Börsunga bíður erfitt verkefni eftir 2-1 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 5.3.2007 15:15
Helmingslíkur á að Henry verði með Arsene Wenger segir helmingslíkur á því að Thierry Henry komi við sögu í síðari leik Arsenal og PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið. Henry á við erfið meiðsli að stríða og gerði þáttaka hans í fyrri leiknum lítið til að laga þau. Fótbolti 5.3.2007 16:32
Barcelona þarf að brjóta 40 ára hefð Evrópumeistarar Barcelona eiga erfitt verkefni fyrir höndum annað kvöld þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Fótbolti 5.3.2007 14:57
Xavi: Við mætum grimmir til leiks Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segir sína menn ætla að mæta grimma til leiks og sækja til sigurs annað kvöld þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann frækinn 2-1 sigur í fyrri leiknum á Spáni. Fótbolti 5.3.2007 14:52
Beckham og Reyes missa af leiknum við Bayern David Beckham og Jose Antonio Reyes verða ekki í leikmannahópi Real Madrid í síðari leik liðsins gegn Bayern Munchen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag. Báðir meiddust þeir á hné í deildarleik gegn Getafe í gær og þá verður framherjinn Gonzalo Higuain tæplega með heldur eftir að hann meiddist í sama leik. Real hefur nauma 3-2 forystu fyrir leikinn á miðvikudag, sem fram fer í Munchen. Fótbolti 5.3.2007 14:31
Hitzfeld: Vörn Real er eins og gatasigti Ottmar Hitzfeld segist vera mjög vongóður um að hans menn í Bayern Munchen slái Real Madrid út úr Meistaradeildinni þegar liðin mætast öðru sinni í 16-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Real marði 3-2 sigur í síðustu viku og segir Hitzfeld að ekki einu sinni Fabio Capello geti stoppað upp í lélegan varnarleik spænska liðsins. Fótbolti 4.3.2007 14:53
Terry verður ekki með gegn Porto Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti í gær að fyrirliðinn John Terry verði ekki í leikmannahópi liðsins í síðari viðureigninni gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. "Ekki fræðilegur möguleiki," sagði Mourinho þegar hann var spurður en sagðist frekar búast við honum fyrir leikinn gegn Tottenham í bikarnum um næstu helgi. Fótbolti 3.3.2007 19:55
Laporta: Tapið gegn Liverpool var slys Joan Laporta, forseti Barcelona, kveðst ekki í neinum vafa um að lærisveinar Frank Rijkaard geti farið með öruggan sigur af hólmi þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Laporta hefur fulla trú á leikmannahóp liðsins og segir tapið á Nou Camp hafa verið “slys”. Fótbolti 23.2.2007 16:38
Græddu vel á golftilþrifum Bellamy Það er sannarlega ekkert nýtt undir sólinni þegar kemur að veðbönkum í Bretlandi og nokkrir stuðningsmanna Liverpool högnuðust vel í gærkvöldi þegar þeir veðjuðu á leik Barcelona og Liverpool í Meistaradeildinni. Enski boltinn 22.2.2007 19:12
Falsaðir miðar ollu troðningi Forráðamenn franska liðsins Lille halda því fram að troðningurinn sem varð í áhorfendastæði liðsins í leiknum við Manchester United hafi orðið vegna þess að stuðningsmenn enska liðsins hafi falsað aðgöngumiða og því verið of margir í stæðinu. Fótbolti 22.2.2007 17:59
Riise: Þetta voru örlög okkar John Arne Riise segir að örlögin hafi gripið í taumana á Nou Camp í kvöld þegar hann og liðsfélagi hans Craig Bellamy skoruðu mörk Liverpool gegn Barcelona. Riise og Bellamy komust í heimsfréttirnar fyrir slagsmál í æfingabúðum liðsins fyrir nokkrum dögum, en eru nú hetjur enska liðsins. Bellamy tileinkaði syni sínum sigurinn á 10 ára afmælisdegi hans. Sport 21.2.2007 23:42
Rijkaard: Þetta verður mjög erfitt Frank Rijkaard viðurkenndi í kvöld að hans menn ættu mjög erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum við Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að spænska liðið tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli í kvöld. Fótbolti 21.2.2007 23:34
Benitez ánægður fyrir hönd Bellamy og Riise "Við eigum fína möguleika á að komast áfram en það er mikið eftir af þessu einvígi enn. Barcelona er með frábæra sóknarmenn og við verðum að eiga frábæran leik á Anfield til að klára dæmið, "sagði Rafa Benitez stjóri Liverpool eftir sigurinn á Barcelona í kvöld. Fótbolti 21.2.2007 23:30
Mourinho: Meiðslin riðluðu öllu skipulagi Jose Mourinho sagði að meiðsli sinna manna hefðu gert þeim gríðarlega erfitt fyrir í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. John Terry meiddist á ökkla í byrjun leiks og þá þurfti Arjen Robben að fara meiddur af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður. Mourinho sagðist ekki geta verið annað en sáttur við jafnteflið þegar tekið væri mið af þessu. Fótbolti 21.2.2007 22:34
Kylfusveinarnir tryggðu Liverpool frábæran sigur Craig Bellamy og John Arne Riise hjá Liverpool komust í heimsfréttirnar á kolröngum forsendum í vikunni en í kvöld voru þeir hetjur liðsins þegar það bar sigurorð af Evrópumeisturum Barcelona á útivelli 2-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21.2.2007 21:33
Riise kemur Liverpool yfir Norðmaðurinn John Arne Riise hefur komið Liverpool yfir 2-1 gegn Barcelona og Nou Camp í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar hafa alls ekki náð sér á strik í leiknum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður hjá liðinu þegar um 10 mínútur voru eftir. Fótbolti 21.2.2007 21:23
Bellamy skoraði og fagnaði með golfsveiflu Staðan í stórleik Barcelona og Liverpool er 1-1 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum fjórum í Meistaradeildinni. Deco kom spænska liðinu yfir eftir aðeins 14 mínútur en Craig Bellamy jafnaði fyrir baráttuglaða gestina og fagnaði marki sínu með golflátbragði að hætti hússins. Fótbolti 21.2.2007 20:32
Liverpool og Chelsea undir Liverpool og Chelsea er bæði komin marki undir eftir aðeins 15 mínútna leik í Meistaradeildinni. Deco hefur komið Barcelona yfir 1-0 gegn Liverpool með marki á 14. mínútu og Raul Meireles kom Porto í 1-0 gegn Chelsea þegar skot hans breytti um stefnu af Frank Lampard og í netið. Það byrjar því ekki glæsilega hjá ensku liðunum á útivelli í kvöld. Fótbolti 21.2.2007 20:00
Eiður Smári á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í stórleik kvöldsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn, en auk þessa leiks eru stöðvar sýnar með beina útsendingu frá viðureignum Porto - Chelsea og Inter - Valencia. Fótbolti 21.2.2007 19:06
Ferguson: Leikmenn Lille voru til skammar Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson. Fótbolti 20.2.2007 22:40
Wenger: Við verðum að bæta okkur Arsene Wenger var ekki kátur með frammistöðu sinna manna í Eindhoven í kvöld þegar lið hans Arsenal tapaði 1-0 fyrir PSV þar sem sannkölluð kjötkveðjuhátíðarstemming ríkti á pöllunum. Fótbolti 20.2.2007 22:35
Jafnt hjá Celtic og Milan Glasgow Celtic og AC Milan skildu jöfn í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Skotlandi í kvöld. Bæði lið fengu fín færi til að tryggja sér sigurinn en nú er ítalska liðið í fínni stöðu fyrir síðari leikinn í Mílanó eftir hálfan mánuð. Fótbolti 20.2.2007 22:22
Súrt tap hjá Arsenal í Eindhoven Arsenal varð í kvöld að bíta í það súra epli að tapa 1-0 í fyrri leik sínum gegn PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Ekvadormaðurinn Edison Mendes sem skoraði sigurmark hollenska liðsins, en gestirnir frá Englandi voru sterkari aðilinn í leiknum. Arsenal á síðari leikinn til góða í Lundúnum eftir hálfan mánuð. Fótbolti 20.2.2007 22:05