Meistaradeildin

Fréttamynd

Roma leitar hefnda

Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram í næstu viku þar sem nokkrir stórleikir verða á dagskrá. Einn af athygliverðari leikjunum verður án efa slagur Manchester United og Roma, en þar eiga Rómverjar sannarlega harma að hefna eftir útreiðina á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Cesar: Mancini var reiður

Markvörðurinn Julio Cesar var besti maður Inter Milan í kvöld þegar liðið tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir tyrkneska liðinu Fenerbahce á útivelli í Meistaradeildinni. Það sem kom meira á óvart í leiknum voru yfirburðir heimamanna, sem gerðu harða atlögu að ítölsku meisturunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin er erfiðari

Juande Ramos, þjálfari Sevilla, sagði tap sinna manna gegn Arsenal á Emirates í kvöld vera talandi dæmi um það hvað Meistaradeild Evrópu sé erfið deild. Hann vill þó ekki meina að hans menn hafi verið lélegir í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Þetta var ágæt sýning

Lionel Messi átti góðan leik í kvöld þegar Barcelona lagði Lyon 3-0 í E-riðli Meistaradeildinni. Hann var ánægður með leik sinna manna og sagði þá hafa gert allt sem lögðu upp með fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Persie: Við erum að spila ótrúlega

Robin van Persie sagði Arsenal vera að spila hágæða knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Sevilla örugglega 3-0 á Emirates. Félagi hans Cesc Fabregas segir Arsenal vera lið framtíðarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Blendnar tilfinningar fyrir Ronaldo

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United upplifði blendnar tilfinningar í kvöld þegar hann tryggði enska liðinu sigur á fyrrum félögum sínum í Sporting í Lissabon.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson: Mikilvægt að byrja á sigri

Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Sporting í Lissabon í kvöld. Hann var ánægður með frammistöðu Wayne Rooney sem sneri aftur úr meiðslum og á von á að hann verði klár á ný gegn Chelsea á sunnudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger vill meiri stöðugleika

Arsene Wenger var nokkuð sáttur við sína menn eftir 3-0 sigurinn á Sevilla í kvöld en vill þó meina að hans menn eigi mikið inni. Hann leitar fyrst og fremst eftir stöðugleika hjá sínum mönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Arsenal

Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal leiðir í hálfleik

Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Sevilla þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Meistaradeildinni. Barcelona hefur yfir 1-0 gegn Lyon og markalaust er hjá Sporting og Manchester United í Portúgal.

Fótbolti
Fréttamynd

Crawford kominn með starfsleyfi á ný

NBA-dómarinn Joey Crawford hefur fengið grænt ljós á að byrja að dæma í deildinni á ný í haust, en hann var settur í bann á síðasta tímabili eftir að hafa farið gróflega yfir strikið í leik San Antonio og Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Mourinho: Við nýttum ekki færin

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum allt annað en sáttur við úrslit kvöldsins. Enska liðið náði aðeins stigi á heimavelli gegn Rosenborg í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti í skýjunum

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, er hæstánægður með sína menn eftir 2-1 sigur á Benfica í Meistaradeildinni í kvöld. Hann hrósaði Andrea Pirlo sérstaklega fyrir hans spilamennsku.

Fótbolti
Fréttamynd

Rosenborg náði jafntefli gegn Chelsea

Jafntefli var niðurstaðan í leikjum Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Norsku meistararnir í Rosenborg náðu óvæntum úrslitum á Stamford Bridge. Þeir tóku forystuna en Shevchenko jafnaði snemma í seinni hálfleik og úrslitin 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Gattuso: Góður mórall er lykilatriði

Gennaro Ivan Gattuso, miðjumaður AC Milan, segir að ef liðið ætli sér langt í Evrópukeppninni þurfi mórallinn í búningsklefanum að vera fyrsta flokks. AC Milan er ríkjandi Evrópumeistari en liðið mætir Benfica annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool án þriggja manna til Portúgal

John Arne Riise, Mohamed Sissoko og Harry Kewell munu allir verða eftir á Englandi þegar Liverpool ferðast til Portúgal þar sem liðið mætir Porto í A-riðli Meistaradeildarinnar á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Schuster: AC Milan sigurstranglegast

Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, segir að ítalska liðið AC Milan sé sigurstranglegast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. „Ég sá þá vinna Sevilla og tel þá sigurstranglegasta," sagði Schuster.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur Sevilla

Spænska liðið Sevilla er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á AEK Aþenu í kvöld. Sevilla réði lögum og lofum í leiknum eins og úrslitin bera með sér en þetta var síðari leikur þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sevilla vann samtals úr báðum leikjum 6-1.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan meistarar meistaranna

AC Milan sigraði í kvöld Sevilla í viðureign Evrópumeistara meistaraliða og Evrópumeistara félagsliða með þremur mörkum gegn einu. Þetta er í fimmta sinn sem að AC Milan vinnur þennan titil.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona dróst í riðil með Lyon og Stuttgart

Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í Frakklandi í dag. Dregið var í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta markvörðinn, varnarmanninn, miðjumanninn og sóknarmanninn sem að þjálfarar liðanna völdu. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi.is.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal í riðlakeppnina - Ajax dottið út

Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu kláraðist í kvöld ef að frá er talinn leikur AEK Aþenu og Sevilla sem var frestað vegna andláts Antonio Puerta, leikmanns Sevilla. Arsenal komst auðveldlega áfram eftir öruggan sigur á Sparta Prag en athygli vekur að Ajax datt út á móti Slavia Prag.

Fótbolti
Fréttamynd

Rafmagnslaust í Þrándheimi

Leikur Rosenborg og Tampere í forkeppni meistaradeildarinnar er ekki hafinn í Þrándheimi. Ástæðan er sú að rafmagnslaust er í stórum hluta Þrándheims. Svo gæti farið að leiknum verði frestað til morguns. Rosenborg vann fyrri leikinn 3-0 í Finnlandi og því nær öruggt með að komast í meistaradeildina.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool sigraði Toulouse

Þrír leikir fóru fram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool sigraði Toulouse örugglega með fjórum mörkum gegn engu og er því komið í riðlakeppnina. Lazio og Rangers tryggðu sér einnig þátttökurétt í riðlakeppninni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Platini vill að bikarmeistarar komist í Meistaradeildina

Forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, Michel Platini, ætlar að leggja fram tillögu þess efnis að í stað þess að fjögur efstu lið stærstu deilda Evrópu komist í Meistardeildina muni þrjú efstu liðin fara áfram auk sigurvegarana í FA bikarnum. Platini ætlar að leggja fram tillöguna í næstu viku áður en dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinar.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal sigraði örugglega í Tékklandi

Arsenal sigraði Sparta Prag örugglega í Tékklandi í kvöld með tveimur mörkum gegn engu í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Markalaust var í hálfleik en Cesc Fabregas og Alexander Hleb skoruðu í seinni hálfleik og tryggðu Arsenal dýrmætan útisigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Sýnd veiði en ekki gefin

Andstæðingar ensku liðanna Liverpool og Arsenal í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru með þeim erfiðari sem hægt var að dragast á móti. Sigurvegarnir úr einvígi FH og FC Bate mætir Zaglabie Lubin eða Staua Búkarest.

Fótbolti