Liverpool lá heima 3. október 2007 20:37 Valbuena fagnar glæsilegu sigurmarki sínu á Anfield NordicPhotos/GettyImages Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira