Formúla 1

Fréttamynd

Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi

Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur.

Formúla 1
Fréttamynd

Myndavélin á hjálmi Schumacher gerði mestan skaða

Nýjustu fréttirnar af formúlugoðsögninni Michael Schumacher eru þær að hinn 45 ára gamli Þjóðverji sé enn að vakna úr dáinu því að það ferli er allt mjög hægt. Þetta er haft eftir fimmtán ára syni hans Mick. Það er einnig komið í ljós að það var myndavélin á hjálmi hans sem orsakaði mesta skaðann.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton á ráspól

Lewis Hamilton, Mercedes, verður í ráspól í rússneska kappakstrinum eftir harða baráttu við félaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg.

Formúla 1
Fréttamynd

Enn reynir á Schumacher-fjölskylduna

Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin.

Formúla 1
Fréttamynd

Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka

Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka.

Formúla 1
Fréttamynd

Lewis Hamilton vinnur í Japan

Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Sebastian Vettel til Ferrari

Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Max Verstappen sá yngsti frá upphafi

Max Verstappen mun taka þátt í æfingu á föstudaginn fyrir japanska kappaksturinn. Hann verður þar með yngsti ökumaður sem hefur tekið þátt í keppnishelgi. En hann verður 17 ára í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Prodromou kominn aftur til McLaren

Peter Prodromou hefur snúið aftur til starfa hjá McLaren eftir átta ár í herbúðum Red Bull. Þar starfaði hann við hlið hönnunargúrúsins Adrian Newey.

Formúla 1