Fjármál heimilisins

Fréttamynd

Rétt gögn en röng ályktun

Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Saka stjórnvöld um að láta vaxtabótakerfið „gufa upp“

Hagsmunasamtök heimilanna hafa skilað inn umsögn um bandorm með fjárlagafrumvarpinu 2023, þar sem þau gagnrýna þá fyrirætlan stjórnvalda að ætla að láta vaxtabótakerfið halda áfram að „gufa upp“ í verðbólgunni, eins og það er orðað, „hraðar en nokkru sinni fyrr“.

Innlent
Fréttamynd

Arion banki hækkar vexti

Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig. Sama hækkun er herð á breytilegum vöxtum verðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána verða óbreyttir en fastir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,30 prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu

Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“

Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum

Innlent
Fréttamynd

„Mögulega erum við búin að gera nóg“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað ef spáin okkar rætist?

Það er enginn hægðarleikur að skyggnast inn í framtíðina þessa dagana. Framvinda innrásarinnar í Úkraínu, erfiðleikar í viðskiptalöndunum okkar og kjarasamningalotan framundan er meðal þess sem getur haft umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hérlendis næsta kastið.

Skoðun
Fréttamynd

Vextir, verð­bólga og öskrandi verkk­víði

Afborganir af húsnæðislánunum hækka og matarkarfan hækkar. Þessi staða hefur ekki farið fram hjá heimilum landsins. Afborganir hafa í mörgum tilvikum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Almennt mætti fólk búast við því að ríkisstjórnin ynni þá það verkefni sem henni er falið: Að verja kjör heimila og fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagn­rýni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar það mig að nota peningana mína?

Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækkana

Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er raun­veru­leg kaup­geta lág­tekju­fólks?

Það virðist ríkja almenn sátt um það hér á landi að standa þurfi sérstakan vörð um kjör þeirra verst settu í samfélaginu. Iðulega þegar stjórnmálamenn tjá sig um efnahagsmál, og þá sérstaklega á þeim verðbólgutímum sem núna ríkja, nefna þeir sérstaklega að hlúa þurfi að þeim tekjulægstu vegna þess að verðbólgan bitnar verst á þeim.

Skoðun