„Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 21:54 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að algjör sjálftaka ríki á leigumarkaðnum hér á landi. Vísir/Vilhelm Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. „Það er bara akkúrat ekkert sem réttlætir það, ekki nokkur einasti hlutur,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, um leiguverðið í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðmundur segir að ekki sé hægt að kenna auknum kostnaði leigusala um þetta verð. „Þó það væri þannig þá er það bara einfaldlega þannig að leigjendur eru ekki þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusalans,“ segir hann. Leigusalar geti ekki komið skuldbindingum sínum yfir á leigjendur: „Hverjar sem þær eru og hverjir sem lánakostirnir sem kaupendurnir á fasteignunum búa við. Að það sé hægt að framselja þeim á einhverja leigjendur, það er bara algjörlega ótækt.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt Guðmundi er leiguverð eins og það sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á ekki einsdæmi. „Þetta eru verð sem við sjáum á markaðnum,“ segir hann. Samtök leigjenda hafa undanfarin mánuð verið með verðlagseftirlit á leigumarkaðnum. Ástæðan fyrir því er sú að verðsjá húsaleigu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) heldur úti, tekur ekki mið af þeim leigusamningum sem ekki eru þinglýstir. „Þinglýstir samningar eru einungis um það bil 48 prósent af leigumarkaðnum. Að stærstum hluta til eru það þeir samningar sem eru í lægri kantinum. Af því þegar leiguverð er orðið svona hátt eins og í þessu tilviki, 375 þúsund, þá þarf fólk einfaldlega að vera með það háar tekjur að það fær ekki húsaleigubætur. Það sér þá engan hag í að þinglýsa samningum.“ Guðmundur segir að því séu 52 prósent leigusamninga ekki undir verðsjánni hjá HMS. Þessir samningar séu hærri en þeir sem eru þinglýstir. „Við höfum safnað saman upplýsingum um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar til leigu á undanförnum þremur til fjórum vikum, þær staðfesta þetta sem Ragnar er að halda fram. Þetta er ekkert einsdæmi. Þetta er orðið, ég vill nú ekki segja að þetta sé meðalverðið í dæmi Ragnars, en þetta er orðið þannig að verðlagning á húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega, er mun hærri heldur en verðsjáin segir til um, og hefur okkur þótt nóg um það verð sem hún sýnir.“ 130 sóttu um sömu íbúðina Að sögn Guðmundar er eftirspurnin miklu meiri en framboðið. „Ég talaði við einn leigusala í dag sem auglýsti íbúð fyrir um 10 dögum síðan. Viðkomandi fékk 130 umsóknir um þá íbúð,“ segir hann. „Það ríkir algjör sjálftaka á þessum markaði, það eru engar hömlur.“ Guðmundur bendir þá á að þessi leiguverð eru síðan tengd við vísitölu. Húsaleigan sem Ragnar tekur sem dæmi eigi eftir að hækka í hverjum einasta mánuði frá og með undirskrift samningsins. „Það er líka eitt sem við höfum verið að benda á, að framkvæmd við vísitölutengingu húsaleigusamninga á Íslandi er hugsanlega bara kolólögleg. Það er engin stoð fyrir þessu í lögunum, það er ekki minnst á vísitölutengingu húsaleigusamninga í einum einasta lagabálk. Ekki nóg með það, hún er framkvæmd einu sinni í mánuði hérna á Íslandi en ekki einu sinni á ári eins og alls staðar annars staðar í Evrópu. Bara sú framkvæmd, að leggja hana á einu sinni í mánuði, hún eykur krónutöluna sem leigjendur borga í vísitöluuppfærslu um 200 prósent. Þannig það er allt óeðlilegt við þetta.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
„Það er bara akkúrat ekkert sem réttlætir það, ekki nokkur einasti hlutur,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, um leiguverðið í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðmundur segir að ekki sé hægt að kenna auknum kostnaði leigusala um þetta verð. „Þó það væri þannig þá er það bara einfaldlega þannig að leigjendur eru ekki þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusalans,“ segir hann. Leigusalar geti ekki komið skuldbindingum sínum yfir á leigjendur: „Hverjar sem þær eru og hverjir sem lánakostirnir sem kaupendurnir á fasteignunum búa við. Að það sé hægt að framselja þeim á einhverja leigjendur, það er bara algjörlega ótækt.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt Guðmundi er leiguverð eins og það sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á ekki einsdæmi. „Þetta eru verð sem við sjáum á markaðnum,“ segir hann. Samtök leigjenda hafa undanfarin mánuð verið með verðlagseftirlit á leigumarkaðnum. Ástæðan fyrir því er sú að verðsjá húsaleigu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) heldur úti, tekur ekki mið af þeim leigusamningum sem ekki eru þinglýstir. „Þinglýstir samningar eru einungis um það bil 48 prósent af leigumarkaðnum. Að stærstum hluta til eru það þeir samningar sem eru í lægri kantinum. Af því þegar leiguverð er orðið svona hátt eins og í þessu tilviki, 375 þúsund, þá þarf fólk einfaldlega að vera með það háar tekjur að það fær ekki húsaleigubætur. Það sér þá engan hag í að þinglýsa samningum.“ Guðmundur segir að því séu 52 prósent leigusamninga ekki undir verðsjánni hjá HMS. Þessir samningar séu hærri en þeir sem eru þinglýstir. „Við höfum safnað saman upplýsingum um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar til leigu á undanförnum þremur til fjórum vikum, þær staðfesta þetta sem Ragnar er að halda fram. Þetta er ekkert einsdæmi. Þetta er orðið, ég vill nú ekki segja að þetta sé meðalverðið í dæmi Ragnars, en þetta er orðið þannig að verðlagning á húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega, er mun hærri heldur en verðsjáin segir til um, og hefur okkur þótt nóg um það verð sem hún sýnir.“ 130 sóttu um sömu íbúðina Að sögn Guðmundar er eftirspurnin miklu meiri en framboðið. „Ég talaði við einn leigusala í dag sem auglýsti íbúð fyrir um 10 dögum síðan. Viðkomandi fékk 130 umsóknir um þá íbúð,“ segir hann. „Það ríkir algjör sjálftaka á þessum markaði, það eru engar hömlur.“ Guðmundur bendir þá á að þessi leiguverð eru síðan tengd við vísitölu. Húsaleigan sem Ragnar tekur sem dæmi eigi eftir að hækka í hverjum einasta mánuði frá og með undirskrift samningsins. „Það er líka eitt sem við höfum verið að benda á, að framkvæmd við vísitölutengingu húsaleigusamninga á Íslandi er hugsanlega bara kolólögleg. Það er engin stoð fyrir þessu í lögunum, það er ekki minnst á vísitölutengingu húsaleigusamninga í einum einasta lagabálk. Ekki nóg með það, hún er framkvæmd einu sinni í mánuði hérna á Íslandi en ekki einu sinni á ári eins og alls staðar annars staðar í Evrópu. Bara sú framkvæmd, að leggja hana á einu sinni í mánuði, hún eykur krónutöluna sem leigjendur borga í vísitöluuppfærslu um 200 prósent. Þannig það er allt óeðlilegt við þetta.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent