Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Máni Snær Þorláksson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. febrúar 2023 19:52 Ragnar Þór og Ásthildur Lóa í Iðnó. Vísir/Sigurjón Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“ Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir nauðsynlegt að fólk stígi fram og segi: „Hingað og ekki lengra.“ Þá segir hún greiðslubyrði heimilanna hafa aukist mikið að undanförnu. „Greiðslubyrði þeirra hefur aukist um hundrað til tvö hundruð þúsund á hverjum einasta mánuði. Það er ekkert út af verðbólgunni, það er fyrst og fremst út af vaxtahækkunum,“ segir hún. „Þetta þarf að stöðva, það þarf að setja heimilin í fyrsta sæti. Ég vona að sem flestir komi og styðji okkur hér í kvöld, sýni fram á að þau láti ekki bjóða sér þetta lengur.“ Hvað geta heimilin í landinu gert? „Heimilin í landinu geta því miður ekki mjög mikið gert nema hugsanlega með samstöðu, með því að sýna stjórnmálamönnum og Seðlabankanum fram á að þau séu ekki tilbúin til þess að vera fóður fyrir bankana.“ Svikin loforð Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður á pallborði á fundinum í kvöld. Hann segir að staðan sé slæm, stjórnvöld og atvinnulíf hafi svikið loforð sín við fólkið í landinu. „Staðan er bara hrikaleg, hún er miklu verri en við reiknum með. Það er ljóst að loforð stjórnvalda og atvinnulífsins um að standa með fólkinu í landinu og heimilum landsins hafa verið svikin og það eiginlega strax á fyrstu mánuðum. Þannig staðan lítur ekki vel út.“ Ragnar segir að verkalýðshreyfingin þurfi að semja um 170 þúsund króna launahækkun bara til að standa undir hækkun á húsnæðiskostnaði. „Þá er allt annað eftir. Það hljóta allir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp til lengdar,“ segir hann. „Ég vonast til að öll þessi hagsmunasamtök sem hafa staðið sig mjög vel í þessari baráttu fari að snúa saman bökum með verkalýðshreyfingunni og við förum að kalla eftir raunverulegum aðgerðum, sem við höfum verið að kalla eftir síðustu ár.“ Aðspurður um hvaða aðgerðir það eru sem kallað hefur verið eftir segir Ragnar: „Við höfum kallað eftir leiguþaki, við höfum kallað eftir hvalrekaskatti á bankana til þess að styðja betur við fólk sem er að fá á sig stökkbreyttar afborganir á húsnæðislánum og fleiri aðgerðir en það er bara ekkert hlustað.“
Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira