Þýski boltinn

Fréttamynd

Guardiola spyrst fyrir um Bayern

Það er mikið rætt og ritað um hvað fyrrum þjálfari Barcelona, Pep Guardiola, ætlar að taka sér fyrir hendur. Hann hefur verið í fríi síðan hann hætti með Barcelona eftir síðasta tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Þýsku landsliðsmennirnir fá þrjár milljónir fyrir hvern leik

Leikmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu spila fyrir meira en þjóðarstoltið þegar þeir keppast við að tryggja þýska landsliðinu sæti á HM 2014 í Brasilíu. Þýska knattspyrnusambandið gaf það út í dag að hver leikmaður muni fá 20 þúsund evrur fyrir hvern leik í undankeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Van der Vaart lagði upp tvö þegar HSV vann meistara Dortmund

Hollendingurinn Rafael van der Vaart lagði upp tvö mörk fyrir Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-2 heimasigur á meisturum Borussia Dortmund. Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min skoraði tvö mörk fyrir HSV í leiknum. Bayern München komst aftur í toppsætið eftir 2-0 útisigur á Schalke 04.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýliðar Eintracht Frankfurt slá í gegn í þýsku deildinni

Eintracht Frankfurt er með þriggja stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Nurnberg í gærkvöldi en liðið er búið að vinna fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Frankfurt er með þremur stigum meira en Bayern München sem spilar sinn leik í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben: Ég þarf að vera eigingjarnari

Hollendingurinn Arjen Robben, leikmaður Bayern München, viðurkennir að hafa ekki verið upp á sitt besta á síðustu leiktíð. Hann telur sig þurfa að vera eigingjarnari til að ná sér aftur á strik.

Fótbolti
Fréttamynd

Sammer: Robben er eigingjarn leikmaður

Stjórnarmenn hjá Bayern München eru ekkert mikið fyrir að sleikja sína leikmenn upp og nú hefur einn þeirra, Matthias Sammer, lýst því yfir að Arjen Robben sé eigingjarn og ekkert leiðtogaefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mario Götze tryggði Dortmund sigurinn

Mario Götze var hetja Þýskalandsmeistara Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Werder Bremen í fyrsta leik þýsku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Götze kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Krísufundur hjá Þjóðverjum

Það er skjálfti innan herbúða þýska landsliðsins í knattspyrnu eftir tvö töp í röð. Landsliðsþjálfarinn, Joachim Löw, ætlar að halda krísufund fyrir næstu verkefni í undankeppni HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben og Ribery orðnir vinir á ný

Arjen Robben og Franck Ribery leika á sitthvorum vængnum hjá þýska stórliðinu Bayern München og eru báðir taldir vera í hópi bestu fótboltamanna heims. Það hafði því mikil áhrif á liðið þegar allt fór upp í háaloft á milli þeirra í hálfleik á undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Elia valdi Werder Bremen

Hollendingurinn Eljero Elia er kominn aftur til Þýskalands eftir stutta dvöl hjá Juventus á Ítalíu. Werder Bremen keypti hann af Juve.

Fótbolti
Fréttamynd

Breno fékk þungan fangelsisdóm

Varnarmaðurinn Breno, fyrrum leikmaður Bayern München, var í dag dæmdur til fangelsisvistar í þrjú ár og níu mánuði eftir að hann var fundinn sekur um íkveikju.

Fótbolti
Fréttamynd

Mandzukic fer til Bayern München

Bayern München hefur gengið frá kaupum á króatíska framherjanum Mario Mandzukic en Bayern mun borga VfL Wolsfburg um tólf milljónir evra fyrir leikmanninn. Mandzukic sló í gegn á EM en hann skoraði 3 mörk í 3 leikjum með Króötum í keppninni.

Fótbolti