Ítalski boltinn

Fréttamynd

Juventus heldur á­fram að gera jafn­tefli

Juventus gerði sitt þriðja jafntefli í fimm leikjum er liðið sótti Fiorentina heim í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur í dag 1-1 sem þýðir að Juventus hefur ekki enn tapað leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Derby della Madonnina | Aldagamall rígur og þrír eftirminnilegustu leikirnir

Maður myndi halda að Mílanóslagurinn – leikurinn á milli tveggja stórliða borgarinnar, AC Milan og Internazionale, væri kenndur við frægasta kennileyti borgarinnar. La Scala óperuhúsið, málverkið Síðasta kvöldmáltíðin sem hangir í klaustri Maríu Meyjar, nú eða sjálfa dómkirkjuna. En þess í stað er slagurinn kenndur við litlu gylltu styttuna af Maríu mey sem trónir á toppi dómkirkjunnar. La Madonnina. Í Mílanó eru smáatriðin í aðalhlutverki.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég sé ekki eftir neinu“

Alexandra Jóhannsdóttir er klár í krefjandi og afar mikilvæga leiki í lokaumferðum undankeppni HM í fótbolta. Hún er glöð eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina á Ítalíu en segist hafa lært afar mikið af dvöl sinni í Þýskalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sassuolo tók stig af ítölsku meisturunum

Sassuolo gerði sér lítið fyrir og tók stig gegn Ítalíumeisturum AC Milan er liðin mættust á Stadio Mapei í Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 0-0 í heldur bragðdaufum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry orðinn hlut­hafi í liðinu hans Fàbregas

Þó það séu nokkrir Íslendingar sem leiki í Serie B á Ítalíu þá verður að segjast að forvitnilegasta félag deildarinnar um þessar mundir sé Como. Spænski miðjumaðurinn Cesc Fàbregas gekk nýverið í raðir félagsins. Nú hefur Thierry Henry, fyrrum samherji Fàbregas hjá Arsenal, keypt hlut í félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Með varnar­leik skal landið byggja

Þau voru ekki ýkja mörg, mörkin í ítölsku A deildinnu um liðna helgi. Eftir fjöruga upphafsumferð þar sem 34 mörk litu dagsins ljós var önnur umferðin afturhvarf til níunda áratugarins hvað varðar markaskorun. 13 urðu mörkin alls. 

Fótbolti
Fréttamynd

Alexandra komin til Fiorentina

Ítalska knattspyrnufélagið Fiorentina staðfesti í dag komu landsliðskonunnar Alexöndru Jóhannsdóttur sem mun spila með liðinu í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Smalling tryggði Róm­verjum sigur

Roma heldur áfram góðri byrjun sinni á Ítalíu en liðið vann sinn annan sigur í jafn mörgum leikjum þegar Roma vann 1-0 sigur á Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Atalanta tók stig af Ítalíumeisturunum

Ítalíumeistarar AC Milan björguðu stigi er liðið heimsótti sterkt lið Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 eftir að heimamenn í Atalanta höfðu tekið forystuna í fyrri hálfleik.

Fótbolti