Keisararnir í Róm eru krýndir á hlaupabrautinni á Ólympíuleikvangnum Björn Már Ólafsson skrifar 4. nóvember 2022 17:01 Stúkan á Ólympíuleikvanginum í Róm er oft fagurlega skreytt. getty/Carlo Hermann Það er í tísku í dag að hatast við hlaupabrautir á fótboltavöllum. Vellir í dag eiga helst að vera með þak, góða fjölmiðlastúku, IPA bjór á krana í 0,3 l glösum á fæti og blöðrur sem eru í laginu eins og dýr fyrir yngstu kynslóðina. Ólympíuleikvangurinn í Róm er ekki af þessari kynslóð valla. Völlurinn, sem rúmar bæði Roma og Lazio, hefur ekki upp á neitt annað að bjóða en græna grasmottu, heljarinnar hlaupabraut og svo auðvitað stórkostlegan hljómburð. Hlaupabrautin hefur mikilvægu hlutverki að gegna því í áratugi hefur hún verið staðurinn þar sem rómverskar hetjur fæðast. Keisarar í Róm eru krýndir á hlaupabrautinni á Ólympíuleikvangnum. Eins og rauður dregill fyrir bestu knattspyrnumenn borgarinnar sem fagna mörkum með því að stökkva yfir auglýsingaskiltin og hlaupa upp að stúkunni þar sem áhorfendur öskra í geðshræringu. Vegna hlaupabrautarinnar er völlurinn og stúkan ekki kassalaga heldur sporöskjulaga, rétt eins og hinn risastóri íþróttaleikvangurinn í Róm, Colosseum. Í Colosseum var heldur ekki seldur IPA bjór á krana í 0,3 l glösum á fæti. Hljómburðurinn er líka einstakur. Hver einasti andardráttur í stúkunni. Hver einasta andköf þegar Francesco Totti fékk boltann í fæturnar. Hvert einasta andvarp þegar hann klúðraði færinu. Hvert einasta hvatningaróp þegar Stephan Lichtsteiner stökk af stað með boltann upp kantinn, og hvert einasta blótsyrði þegar fyrirgjöfin sigldi yfir markið. Allt heyrist. Lúseradeild og leikbann Ólympíuleikvangurinn sendir áhorfendur heim með eyrnasuð eftir blóðheitan nágrannaslag og nú á sunnudaginn er einmitt komið að blóðheitum nágrannaslag þegar Roma og Lazio mætast í deildinni. Tammy Abraham skoraði tvívegis í 3-0 sigri Roma á Lazio á síðasta tímabili.getty/Matteo Ciambelli Nágrannaslagurinn í Róm lifir sínu eigin lífi og sögulega séð er það oftast liðið sem er neðar í töflunni sem vinnur leikinn. Líklegast er það vegna þess að liðið sem er neðar í töflunni hefur engu að tapa, og að engu að keppa. En sigur í nágrannaslagnum getur friðþægt stuðningsmennina og gert lélegt tímabil að sæmilegu tímabili. Í þetta sinn eru bæði lið í nokkuð góðum málum í deildinni. Roma situr í 4. sæti og Lazio í því fimmta. Lazio fór best af stað í deildinni og þar til fyrir viku síðan var liðið á húrrandi siglingu. Lærisveinar Maurizio Sarris spiluðu frábæran léttleikandi fótbolta og voru í 2. sæti deildarinnar, aðeins á eftir Napoli. En þá tók við martraðarvika fyrir hina bláklæddu. Fyrst tapaði liðið 3-1 á heimavelli gegn Salernitana. Sigurmark Salernitana skoraði Federico Fazio fyrrum leikmaður Roma sem fannst gríðarlega skemmtilegt að ná sér niður á sínum gömlu fjendum. Sergej Milinkovic-Savic svekktur eftir að hafa fengið gult spjald gegn Salernitana. Hann verður því í banni í Rómarslagnum.getty/Giuseppe Maffia Sarri ætlaði að hvíla fyrirliðann Sergej Milinkovic-Savic í leiknum af hræðslu við að hann myndi fá gult spjald og missa þannig af nágrannaslagnum. Þegar liðið lenti undir neyddist hann til að skipta honum inná. Það gat ekki farið öðruvísi en að hann sótti sér ódýrt gult spjald og missir því af leiknum á sunnudaginn. Ástandið hjá Lazio átti eftir að versna. Í miðri viku datt liðið út úr Evrópudeildinni eftir 0-1 tap gegn Feyenoord. Liðið var svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi keppni í Evrópudeildinni og Igli Tare, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, sagði í viðtali að Sambandsdeildin væri „lúseradeild“. Viku síðar lenti þessi bjúgverpill í hnakkanum á Tare því eftir tapið gegn Feyenoord var ljóst að Lazio þarf að leika í „lúseradeildinni“ eftir áramót. Lazio mætir því til leiks í nágrannaslagnum eins og sært dýr. Við vitum öll að særð dýr ber að varast og engan skildi undra þótt særði örninn myndi bera sigur úr býtum gegn rómversku úlfunum á sunnudaginn. Ánægja er með störf José Mourinho hjá Roma.getty/Carlo Hermann Jose Mourinho, þjálfari Roma, var ekki lengi að nýta sér ummælin um „lúseradeildina“ í sálfræðistríðinu fyrir leikinn í viðtali í vikunni. Lærisveinar hans hafa átt aðeins betra gengi að fagna undanfarnar vikur og sigurleikirnir eru nú orðnir þrír í röð. Rætt er um það í ítölskum fjölmiðlum að verið sé að undirbúa nýjan samning fyrir þennan fyrrum þjálfara Chelsea og Real Madrid. Um síðustu helgi vann Roma sigur á Hellas Verona þar sem ungstirnið Christian Volpato skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Í vikunni komst liðið svo áfram í Evrópudeildinni eftir seiglusigur á Ludogorets þar sem Nicolo Zaniolo sýndi hvers hann er megnugur. Zaniolo hefur leikið vel á tímabilinu ef frá er talin markaskorunin, og ef hún er núna hrokkin í gang er vandséð að hann verði stöðvaður. Derby d‘Italia stendur varla undir nafni Helgin á Ítalíu býður ekki bara upp á baráttu um Rómarborg því einnig fer fram leikur Juventus og Inter á Allianz vellinum í Tórínó. Hér áður fyrr voru þessir leikir gjarnan kallaðir Derby d‘Italia, enda nokkuð ljóst að sigurvegarinn í þessum leik yrði ítalskur meistari. Staða þessara liða er hins vegar ekki þannig í dag og við látum okkur nægja að kalla þennan leik Derby del Nord. Juventus liðið hefur lokið keppni í Evrópu þetta árið eftir vægast sagt ömurlega frammistöðu. Í deildinni heima fyrir hefur liðið verið litlu skárri en stuðningsmenn geta gleymt möguleikanum á deildartitli. Federico Chiesa kemur inn á í sínum fyrsta leik í um ár.getty/Chris Ricco Það er huggun harmi gegn hjá svarthvíta liðinu frá Tórínó, að Federico Chiesa er mættur aftur eftir krossbandsslit. Hans hefur verið sárlega saknað í sóknarleik liðsins og mun koma eins og vítamínsprauta inn í liðið. Inter hóf tímabilið illa en er nú eitt heitasta lið landsins og flestir spá því blásvörtum sigri í einvíginu. Nicolo Barella á miðjunni hjá Inter hefur verið fremstur meðal jafningja og reynst afar drjúgur með markaskorun sinni. Aðra sögu er að segja af Romelo Lukaku sem heldur áfram að meiðast og virðist ekki komast í neitt leikform. Með sigri getur Inter haldið í við toppliðiðn, en með tapi eru stigin upp til Napoli á toppnum orðin ansi mörg. Bestu varnarliðin mætast í toppslag Sjálfur toppslagurinn um helgina fer þó hvorki fram í Tórínó né Rómarborg, heldur við rætur Alpanna í Bergamo. Þar taka heimamenn í Atalanta á móti Napoli. Fyrsta sætið gegn öðru sætinu. Fimm stig skilja liðin að, og með sigri getur Napoli búið sér til þægilegt átta stiga forskot áður en HM hléið hefst síðar í mánuðinum. Napoli hefur heillað alla Evrópu með spilamennsku sinni og skemmtilegum sóknarleik og þótt liðið hafi lent á Liverpool veggnum í síðasta leiknum í riðlakeppni Evrópu, þá eru þeir talsvert sigurstranglegri. Victor Osimhen skoraði þrennu í 4-0 sigri Napoli á Sassuolo um síðustu helgi.getty/Cesare Purini Þá hafa þeir endurheimt mikilvæga menn úr meiðslum, á borð við Andre Zambo Anguissa og Victor Osimhen. Eina spurningamerkið er Leo Östigard sem þarf að leysa miðvarðarstöðuna í fjarveru Amirs Rrahmanis en Norðmaðurinn hefur ekki verið sérlega sannfærandi í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Atalanta er liðið sem hefur heillað Evrópu undanfarin ár með sóknarbolta og hárri pressu en liðið í ár er af allt annarri tegund. Liðið skorar fá mörk en fær á sig ennþá færri. Þetta eru tvö af þremur bestu varnarliðum deildarinnar sem mætast á laugardaginn. B-deildin er áfram Íslendingadeildin Mínútuuppskeran hjá Íslendingum í A deildinni var aftur dræm um síðustu helgi. Mikael Egill Ellertsson sat sem fastast á bekknum í 1-2 tapi Spezia gegn Fiorentina. Þá kom Þórir Jóhann Helgason heldur ekki við sögu hjá Lecce sem átti erfiðan heimaleik fyrir höndum gegn Juventus. Gamla daman hafði að lokum betur 0-1 með marki frá hinum unga Nicolo Fagioli. B-deildin er hins vegar okkar deild. Albert Guðmundsson kom inná síðustu tíu mínúturnar með Genoa í 1-1 jafntefli gegn Brescia. Hjörtur Hermannsson er orðinn byrjunarliðsmaður hjá Pisa og lokaði vörninni í 0-0 jafntefli Pisa gegn Benevento. Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa mæta Reggina í næsta leik sínum.getty/Matteo Ciambelli Þjálfari Íslendingaliðsins Venezia var svo látinn taka poka sinn eftir 0-2 tap gegn Ascoli. Sá þjálfari var lítið fyrir að spila okkar mönnum og vonandi tekur við stjórnartaumunum einhver sem er hrifnari af íslensku leikmönnunum. Sérstaklega Hilmir Rafn Mikaelsson ætti skilið fleiri mínútur eftir flotta frammistöðu með aðalliðinu í bikarnum og helling af mörkum í unglingaliðinu. Bjarki Steinn Bjarkason, sem nú er staddur með íslenska landsliðinu í Abu Dhabi hefur lítinn spiltíma fengið á tímabilinu og hefur verið orðaður í burtu frá félaginu. En við þjálfaraskiptin gæti opnast tækifæri fyrir hann að vinna sig inn í liðið. Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Ólympíuleikvangurinn í Róm er ekki af þessari kynslóð valla. Völlurinn, sem rúmar bæði Roma og Lazio, hefur ekki upp á neitt annað að bjóða en græna grasmottu, heljarinnar hlaupabraut og svo auðvitað stórkostlegan hljómburð. Hlaupabrautin hefur mikilvægu hlutverki að gegna því í áratugi hefur hún verið staðurinn þar sem rómverskar hetjur fæðast. Keisarar í Róm eru krýndir á hlaupabrautinni á Ólympíuleikvangnum. Eins og rauður dregill fyrir bestu knattspyrnumenn borgarinnar sem fagna mörkum með því að stökkva yfir auglýsingaskiltin og hlaupa upp að stúkunni þar sem áhorfendur öskra í geðshræringu. Vegna hlaupabrautarinnar er völlurinn og stúkan ekki kassalaga heldur sporöskjulaga, rétt eins og hinn risastóri íþróttaleikvangurinn í Róm, Colosseum. Í Colosseum var heldur ekki seldur IPA bjór á krana í 0,3 l glösum á fæti. Hljómburðurinn er líka einstakur. Hver einasti andardráttur í stúkunni. Hver einasta andköf þegar Francesco Totti fékk boltann í fæturnar. Hvert einasta andvarp þegar hann klúðraði færinu. Hvert einasta hvatningaróp þegar Stephan Lichtsteiner stökk af stað með boltann upp kantinn, og hvert einasta blótsyrði þegar fyrirgjöfin sigldi yfir markið. Allt heyrist. Lúseradeild og leikbann Ólympíuleikvangurinn sendir áhorfendur heim með eyrnasuð eftir blóðheitan nágrannaslag og nú á sunnudaginn er einmitt komið að blóðheitum nágrannaslag þegar Roma og Lazio mætast í deildinni. Tammy Abraham skoraði tvívegis í 3-0 sigri Roma á Lazio á síðasta tímabili.getty/Matteo Ciambelli Nágrannaslagurinn í Róm lifir sínu eigin lífi og sögulega séð er það oftast liðið sem er neðar í töflunni sem vinnur leikinn. Líklegast er það vegna þess að liðið sem er neðar í töflunni hefur engu að tapa, og að engu að keppa. En sigur í nágrannaslagnum getur friðþægt stuðningsmennina og gert lélegt tímabil að sæmilegu tímabili. Í þetta sinn eru bæði lið í nokkuð góðum málum í deildinni. Roma situr í 4. sæti og Lazio í því fimmta. Lazio fór best af stað í deildinni og þar til fyrir viku síðan var liðið á húrrandi siglingu. Lærisveinar Maurizio Sarris spiluðu frábæran léttleikandi fótbolta og voru í 2. sæti deildarinnar, aðeins á eftir Napoli. En þá tók við martraðarvika fyrir hina bláklæddu. Fyrst tapaði liðið 3-1 á heimavelli gegn Salernitana. Sigurmark Salernitana skoraði Federico Fazio fyrrum leikmaður Roma sem fannst gríðarlega skemmtilegt að ná sér niður á sínum gömlu fjendum. Sergej Milinkovic-Savic svekktur eftir að hafa fengið gult spjald gegn Salernitana. Hann verður því í banni í Rómarslagnum.getty/Giuseppe Maffia Sarri ætlaði að hvíla fyrirliðann Sergej Milinkovic-Savic í leiknum af hræðslu við að hann myndi fá gult spjald og missa þannig af nágrannaslagnum. Þegar liðið lenti undir neyddist hann til að skipta honum inná. Það gat ekki farið öðruvísi en að hann sótti sér ódýrt gult spjald og missir því af leiknum á sunnudaginn. Ástandið hjá Lazio átti eftir að versna. Í miðri viku datt liðið út úr Evrópudeildinni eftir 0-1 tap gegn Feyenoord. Liðið var svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi keppni í Evrópudeildinni og Igli Tare, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, sagði í viðtali að Sambandsdeildin væri „lúseradeild“. Viku síðar lenti þessi bjúgverpill í hnakkanum á Tare því eftir tapið gegn Feyenoord var ljóst að Lazio þarf að leika í „lúseradeildinni“ eftir áramót. Lazio mætir því til leiks í nágrannaslagnum eins og sært dýr. Við vitum öll að særð dýr ber að varast og engan skildi undra þótt særði örninn myndi bera sigur úr býtum gegn rómversku úlfunum á sunnudaginn. Ánægja er með störf José Mourinho hjá Roma.getty/Carlo Hermann Jose Mourinho, þjálfari Roma, var ekki lengi að nýta sér ummælin um „lúseradeildina“ í sálfræðistríðinu fyrir leikinn í viðtali í vikunni. Lærisveinar hans hafa átt aðeins betra gengi að fagna undanfarnar vikur og sigurleikirnir eru nú orðnir þrír í röð. Rætt er um það í ítölskum fjölmiðlum að verið sé að undirbúa nýjan samning fyrir þennan fyrrum þjálfara Chelsea og Real Madrid. Um síðustu helgi vann Roma sigur á Hellas Verona þar sem ungstirnið Christian Volpato skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Í vikunni komst liðið svo áfram í Evrópudeildinni eftir seiglusigur á Ludogorets þar sem Nicolo Zaniolo sýndi hvers hann er megnugur. Zaniolo hefur leikið vel á tímabilinu ef frá er talin markaskorunin, og ef hún er núna hrokkin í gang er vandséð að hann verði stöðvaður. Derby d‘Italia stendur varla undir nafni Helgin á Ítalíu býður ekki bara upp á baráttu um Rómarborg því einnig fer fram leikur Juventus og Inter á Allianz vellinum í Tórínó. Hér áður fyrr voru þessir leikir gjarnan kallaðir Derby d‘Italia, enda nokkuð ljóst að sigurvegarinn í þessum leik yrði ítalskur meistari. Staða þessara liða er hins vegar ekki þannig í dag og við látum okkur nægja að kalla þennan leik Derby del Nord. Juventus liðið hefur lokið keppni í Evrópu þetta árið eftir vægast sagt ömurlega frammistöðu. Í deildinni heima fyrir hefur liðið verið litlu skárri en stuðningsmenn geta gleymt möguleikanum á deildartitli. Federico Chiesa kemur inn á í sínum fyrsta leik í um ár.getty/Chris Ricco Það er huggun harmi gegn hjá svarthvíta liðinu frá Tórínó, að Federico Chiesa er mættur aftur eftir krossbandsslit. Hans hefur verið sárlega saknað í sóknarleik liðsins og mun koma eins og vítamínsprauta inn í liðið. Inter hóf tímabilið illa en er nú eitt heitasta lið landsins og flestir spá því blásvörtum sigri í einvíginu. Nicolo Barella á miðjunni hjá Inter hefur verið fremstur meðal jafningja og reynst afar drjúgur með markaskorun sinni. Aðra sögu er að segja af Romelo Lukaku sem heldur áfram að meiðast og virðist ekki komast í neitt leikform. Með sigri getur Inter haldið í við toppliðiðn, en með tapi eru stigin upp til Napoli á toppnum orðin ansi mörg. Bestu varnarliðin mætast í toppslag Sjálfur toppslagurinn um helgina fer þó hvorki fram í Tórínó né Rómarborg, heldur við rætur Alpanna í Bergamo. Þar taka heimamenn í Atalanta á móti Napoli. Fyrsta sætið gegn öðru sætinu. Fimm stig skilja liðin að, og með sigri getur Napoli búið sér til þægilegt átta stiga forskot áður en HM hléið hefst síðar í mánuðinum. Napoli hefur heillað alla Evrópu með spilamennsku sinni og skemmtilegum sóknarleik og þótt liðið hafi lent á Liverpool veggnum í síðasta leiknum í riðlakeppni Evrópu, þá eru þeir talsvert sigurstranglegri. Victor Osimhen skoraði þrennu í 4-0 sigri Napoli á Sassuolo um síðustu helgi.getty/Cesare Purini Þá hafa þeir endurheimt mikilvæga menn úr meiðslum, á borð við Andre Zambo Anguissa og Victor Osimhen. Eina spurningamerkið er Leo Östigard sem þarf að leysa miðvarðarstöðuna í fjarveru Amirs Rrahmanis en Norðmaðurinn hefur ekki verið sérlega sannfærandi í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Atalanta er liðið sem hefur heillað Evrópu undanfarin ár með sóknarbolta og hárri pressu en liðið í ár er af allt annarri tegund. Liðið skorar fá mörk en fær á sig ennþá færri. Þetta eru tvö af þremur bestu varnarliðum deildarinnar sem mætast á laugardaginn. B-deildin er áfram Íslendingadeildin Mínútuuppskeran hjá Íslendingum í A deildinni var aftur dræm um síðustu helgi. Mikael Egill Ellertsson sat sem fastast á bekknum í 1-2 tapi Spezia gegn Fiorentina. Þá kom Þórir Jóhann Helgason heldur ekki við sögu hjá Lecce sem átti erfiðan heimaleik fyrir höndum gegn Juventus. Gamla daman hafði að lokum betur 0-1 með marki frá hinum unga Nicolo Fagioli. B-deildin er hins vegar okkar deild. Albert Guðmundsson kom inná síðustu tíu mínúturnar með Genoa í 1-1 jafntefli gegn Brescia. Hjörtur Hermannsson er orðinn byrjunarliðsmaður hjá Pisa og lokaði vörninni í 0-0 jafntefli Pisa gegn Benevento. Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa mæta Reggina í næsta leik sínum.getty/Matteo Ciambelli Þjálfari Íslendingaliðsins Venezia var svo látinn taka poka sinn eftir 0-2 tap gegn Ascoli. Sá þjálfari var lítið fyrir að spila okkar mönnum og vonandi tekur við stjórnartaumunum einhver sem er hrifnari af íslensku leikmönnunum. Sérstaklega Hilmir Rafn Mikaelsson ætti skilið fleiri mínútur eftir flotta frammistöðu með aðalliðinu í bikarnum og helling af mörkum í unglingaliðinu. Bjarki Steinn Bjarkason, sem nú er staddur með íslenska landsliðinu í Abu Dhabi hefur lítinn spiltíma fengið á tímabilinu og hefur verið orðaður í burtu frá félaginu. En við þjálfaraskiptin gæti opnast tækifæri fyrir hann að vinna sig inn í liðið.
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira