Ítalski boltinn

Fréttamynd

Del Piero íhugar að fara í mál við Facebook

Ítalski knattspyrnumaðurinn Alessandro Del Piero hjá Juventus er sagður íhuga að fara í mál við samskiptavefinn vinsæla Facebook eftir að síða með nasistaáróðri í hans nafni var stofnuð á netinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham: Þetta snýst ekki um peninga

David Beckham hefur gefið það upp að hann sé tilbúinn að horfa á eftir háum peningaupphæðum gegn því að fá að upplifa drauminn að spila áfram með AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Amauri: Spila bara fyrir Brasilíu

Sóknarmaðurinn Amauri hjá Juventus hefur gefið það út að hann muni ekki klæðast ítalska landsliðsbúningnum og bíður eftir því að fá tækifæri með landsliði Brasilíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Victoria til í að flytja til Mílanó

David Beckham hefur ekki farið leynt með þá ósk sína að hann vill vera til frambúðar hjá AC Milan. Fréttir bárust af því að Victoria, eiginkona hans, væri þó ekki til í að yfirgefa Los Angeles en þær fréttir virðast ekki réttar.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham í Evrópuhóp Milan

Orðrómurinn um að David Beckham muni ganga varanlega í raðir AC Milan varð enn háværari í mörgun þegar spurðist út að enski landsliðsmaðurinn hefði verið tekinn inn í hóp Milan fyrir lokasprettinn í Evrópukeppni félagsliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Capello horfir á Beckham á miðvikudag

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun verða viðstaddur leik AC Milan og Genoa á morgun. Hann ætlar að fylgjast með David Beckham en England leikur vináttulandsleik við Spán þann 11. febrúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Brasilía ekki með pláss fyrir Amauri

Carlos Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið leikmannahóp sinn sem mætir Ítalíu þann 10. febrúar í vináttulandsleik. Hann ákvað að velja ekki sóknarmanninn Amauri hjá Juventus í hópinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan skoðar að kaupa Beckham

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu er lögmaður AC Milan að skoða möguleika á því að félagið kaupi David Beckham alfarið frá LA Galaxy. Beckham er hjá Milan á lánssamningi til 8. mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter á toppinn á ný - Mourinho rekinn upp í stúku

Inter Milan náði þriggja stiga forystu á ný í ítölsku A-deildinni í kvöld þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á Sampdoria með marki Adriano í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Jose Mourinho þjálfari var sendur upp í stúku af dómaranum fyrir kjaftbrúk.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham skoraði fyrir Milan

David Beckham skoraði sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í dag þegar liðið vann 4-1 sigur á Bologna í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus upp að hlið Inter á toppnum

Gamla stórveldið Juventus skaust upp að hlið Inter á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Fiorentina. Inter á leik til góða á morgun og hefur betra markahlutfall.

Fótbolti
Fréttamynd

Hann er enginn Kaka - en hann er góður

Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, segir að enski landsliðsmaðurinn David Beckham hafi komið sér þægilega á óvart síðan hann gekk í raðir liðsins sem lánsmaður fyrir áramót.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter sló út Roma

Tveir leikir fóru fram í fjórðungsúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld þar sem Inter sló út Roma með 2-1 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka lét hjartað ráða för

Brasilíumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að hjartað hafi ráðið för þegar hann ákvað í gærkvöld að ganga ekki í raðir Manchester City fyrir hæsta kauverð sögunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan átti kvöldið

Árið 2008 í ítalska boltanum var gert upp við hátíðlega athöfn í kvöld. Þá voru nokkurskonar óskarsverðlaun ítalska boltans veitt í galaboði sem sýnt var í beinni útsendingu í ítalska sjónvarpinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho hefur ekki áhuga á Jenas

Jose Mourinho, þjálfari Ítalíumeistara Inter, segir þær sögusagnir að hann hafi áhuga á Jermaine Jenas úr lausu lofti gripnar. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ákvað í kjöfar sögusagnana að gefa það út að Jenas væri ekki til sölu.

Fótbolti