Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ferrara fær stuðningsyfirlýsingu frá forsetanum

Ciro Ferrara, þjálfari Juventus, situr í ákaflega heitu sæti og margir telja að hann sé búinn að vera í kjölfar tapsins gegn Bari í gærkvöldi. Það tap kom á hæla niðurlægjandi taps gegn FC Bayern í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferrara gæti misst starfið um helgina

Það er afar heitt undir Ciro Ferrara, þjálfara Juventus. Juve féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni með skömm og talið er að forráðamenn Juve séu þegar farnir að leita að eftirmanni Ferrara.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter sagt vera á eftir Toni

Ítalski framherjinn Luca Toni mun væntanlega yfirgefa herbúðir FC Bayern í janúar og líklegur áfangastaður er talinn vera Ítalía.

Fótbolti
Fréttamynd

Gattuso líklega á förum í janúar

Harðjaxlinn Gennaro Gattuso íhugar það alvarlega þessa dagana að hafa vistaskipti í janúar. Tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá AC Milan í vetur og því íhugar Gattuso að fara annað.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho strunsaði í burtu eftir tap Inter á móti Juventus

Jose Mourinho, þjálfari Inter, gaf ekki kost á neinum viðtölum eftir 1-2 tap Inter Milan á móti Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Samkvæmt heimildum SkySport þá strunsaði Mourinho burtu skömmu eftir leik, fór framhjá blaðamönnunum og beint upp í liðsrútuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Myndi finna nýtt starf á viku ef ég yrði rekinn

Knattspyrnustjórinn málglaði José Mourinho hjá Inter er ekki smeykur yfir sögusögnum þess efnis að starf hans hangi á bláþræði. Inter er með sjö stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar en hefur ekki þótt vera sannfærandi í Meistaradeildinni og tapaði illa gegn Barcelona á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Knattspyrnusamband Ítalíu aðvarar stuðningsmenn Juventus

Giancarlo Abete, forseti knattspyrnusambands Ítalíu, hótar hörðum viðlögum í viðtölum við ítalska fjölmiðla í dag ef að stuðningsmenn Juventus haldi sig ekki á mottunni þegar Inter kemur í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í Tórínó um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter vann Fiorentina

Inter jók forystu sína á toppi í tölsku úrvalsdeildarinnar í dag í átta stig eftir 1-0 sigur á Fiorentina.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti: Ég hef enn mikla trú á Mourinho

Forsetinn Massimo Moratti hjá Inter hefur stigið fram og líst því yfir að knattspyrnustjórinn José Mourinho hafi enn allt hans traust þrátt fyrir 2-0 tap liðsins gegn Barcelona á Nývangi á þriðjudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamsik undir smásjánni hjá Manchester United

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph hafa njósnarar á vegum Englandsmeistara Manchester United verið tíðir gestir á leikjum ítalska félagsins Napoli undanfarið til þess að fylgjast með miðjumanninum sókndjarfa Marek Hamsik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho fær að fara út á lífið á fimmtudögum

Spænska blaðið Sport segist vera búið að finna eina aðalástæðuna fyrir bættri spilamennsku Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan. Það hefur verið allt annað að sjá til Ronaldinho á síðustu vikum sem hefur fengið frjálsara hlutverk undir stjórn landa sína Leonardo.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus endurheimti annað sætið á Ítalíu

Juventus vann 1-0 sigur gegn Udinese í lokaleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni en Fabio Grosso skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn. Juventus endurheimti þar með annað sæti deildarinnar sem AC Milan komst tímabundið í fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalski boltinn: AC Milan komið upp í annað sæti

AC Milan vann 4-3 sigur gegn Cagliari á San Siro-leikvanginum í dag en staðan var 3-2 í hálfleik. Clarence Seedorf, Marco Boriello, Alexander Pato og Ronaldinho skoraði fyrir AC Milan í leiknum en Alessandro Matri, Andrea Lazzari og Nene skoruðu mörk gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter styrkti stöðu sína á toppnum á Ítalíu

Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 1-3 útisigur gegn Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. Diego Milito kom Inter yfir með marki á 23. mínútu en Marcelo Zlayeta jafnaði leikinn fyrir heimamenn mínútu síðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Dzeko vill fara til Milan

Sóknarmaðurinn Edin Dzeko segir að hann vilji ganga í raðir AC Milan þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi þar sem hann leikur með Wolfsburg.

Fótbolti