Ítalski boltinn

Fréttamynd

Milan ræðir við Barcelona um Zlatan

Adriano Galliani, stjórnarformaður AC Milan, hefur staðfest að hann muni ræða við forráðamenn Barcelona með það í huga að kaupa Svíann Zlatan Ibrahimovic af félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus getur unnið titilinn

Alberto Aquilani er kominn til Juventus frá Liverpool en hann verður lánaður til ítalska liðsins í vetur. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur því augljóslega enga trú á leikmanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

Fótbolti
Fréttamynd

Adebayor vill spila fyrir Juventus

„Juventus er frábært félag sem ég hef svo sannarlega áhuga á að spila fyrir," segir Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, í viðtali við ítalskt dagblað í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Jovetic frá í hálft ár

Ítalska liðið Fiorentina hefur orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að miðjumaðurinn Stevan Jovetic leikur ekki næstu sex mánuði vegna slæmra meiðsla í hné.

Fótbolti
Fréttamynd

Staðfest að Insua fer ekki til Fiorentina

Argentínumaðurinn Emiliano Insua er ekki á leið til Fiorentina á Ítalíu. Það varð ljóst í dag þegar framkvæmdastjóri Fiorentina steig fram og sagði að ekki hefðu náðst samningar við leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Maicon ánægður hjá Inter

Brasilíski bakvörðurinn Maicon er ekki tilbúinn að skipta yfir til Real Madrid nema hann fái ansi há laun. Launakröfur hans kæta ekki forráðamenn spænska stórliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Adebayor í ítalska boltann?

Sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor gæti verið á leið í ítalska boltann en Juventus og AC Milan vilja fá hann í sínar raðir. Hann var sterklega orðaður við liðin fyrir ári síðan en ákvað að semja við Manchester City.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter ekki í vandræðum með City

Patrick Vieira, miðjumaður Manchester City, á yfir höfði sér leikbann og missir líklega af byrjun tímabilsins á Englandi. Hann fékk að líta rauða spjaldið þegar City steinlá 3-0 fyrir Ítalíu- og Evrópumeisturum Inter í nótt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real Madrid hefur enn áhuga á Maicon

Forráðamenn Real Madrid segjast enn hafa áhuga á að fá Brasilíumanninn Maicon í raðir félagsins frá Inter á Ítalíu. Maicon var þrefaldur meistari með Inter á síðasta tímabili og var svo valinn í lið mótsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Fótbolti