Ítalski boltinn

Fréttamynd

Forseti Sampdoria er með Cassano-vírusinn

Ricardo Garrone, forseti Sampdoria, hefur engan áhuga á því að sættast við framherjann Antonio Cassano en Sampdoria sækir nú mál fyrir dómstólum svo það geti sagt upp samningnum við leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó

Zlatan Ibrahimovic er búinn að fá sérstakt heiðursbeltið í tækvondó en hann fékk það þó ekki fyrir að sparka ítrekað í liðsfélaga sína hjá AC Milan. Zlatan hefur verið með svarta beltið í tækvondó síðan að hann var 17 ára en fékk þessa viðurkenningu hjá ítölskum tækvondóklúbb í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder: Verðum að gleyma Mourinho

Stjarna Inter, Wesley Sneijder, segir að það sé kominn tími á að leikmenn félagsins gleymi José Mourinho og einbeiti sér að því að skila góðu starfi fyrir Rafa Benitez.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano hlýddi engum skipunum

Mál Antonio Cassano og Sampdoria er afar áhugavert. Félagið freistar þess nú að segja upp samningnum við leikmanninn og þarf að fara með málið fyrir dómstóla til þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Tímabilið líklega búið hjá Samuel

Líklegt er að Walter Samuel, leikmaður Inter, geti ekki spilað meira með liðinu á tímabilinu en talið er að hann hafi slitið krossband í leik Inter gegn Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma hafði betur gegn nágrönnunum í Lazio

Það var sannkallaður nágrannaslagur þegar Lazio og Roma mættust á Ólympíuleikvangnum í Róm í dag. Roma hafði betur gegn toppliði Lazio, 0-2, og voru það Marco Borriello og Mirko Vucinic sem skoruðu mörkin í síðari hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn hikstar Inter

Inter gerði í kvöld jafntefli við Brescia á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vann AC Milan og Totti fékk rautt í sigri Roma

Juventus vann 2-1 útisigur á AC Milan í ítölsku A-deildinni í kvöld og er nú aðeins tveimur situgm á eftir AC Milan í 4. sæti deildarinnar. Roma vann 2-0 sigur á Lecce í hinum leik dagsins en Francesco Totti, fyrirliði Roma, fékk að líta rauða spjaldið þrettán mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan á sérstakan sess í hjarta mínu

Einn eftirminnilegasti leikmaður AC Milan á síðari árum er Hollendingurinn með síðu lokkana, Ruud Gullit. Hann segir að AC Milan muni alltaf eiga sérstakan sess í hjarta sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri óttast ekki um starf sitt

Þó svo ítalskir fjölmiðlar keppist við að greina frá því að Claudio Ranieri verði rekinn frá Roma fyrr frekar en síðar heldur þjálfarinn því enn fram að hann sé öruggur í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Krasic fékk tveggja leikja bann fyrir leikaraskap

Serbneski leikmaðurinn Milos Krasic hjá Juventus var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að fiska víti á óheiðarlegan hátt í markalausu jafntefli á móti Bologna um helgina. Ítalska knattspyrnusambandið studdist við sjónvarpsupptökur af leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sampdoria nældi í jafntefli gegn Inter

Ítalíumeistarar Inter misstu af mikilvægum stigum á heimavelli í kvöld þegar Sampdoria kom í heimsókn á San Siro. Inter náði aðeins jafntefli í leiknum sem endaði 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder mun semja til ársins 2015

Ekkert varð af því að Hollendingurinn Wesley Sneijder skrifaði undir nýjan samning við Inter í vikunni líkt og búist var við. Nú er hermt að hann skrifi undir samninginn í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Ciro Ferrara þjálfar 21 árs landslið Ítala

Ciro Ferrara, fyrrum þjálfari Juventus, hefur tekið að sér þjálfun 21 árs landslið Ítala. Pierluigi Casiraghi var rekinn eftir að Ítölum mistókst að komast í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjóðið okkur 39 milljarða og þá getum við kannski talað saman

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hlær bara af fréttunum um að Evrópumeistarar Inter Milan ætli að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona eftir þrjú ár. Massimo Moratti, forseti Inter, tjáði sig á dögunum um framtíðarplan sitt að reyna að kaupa Messi frá spænsku meisturunum sumarið 2013.

Fótbolti