Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Aflétta rýmingu í Útkinn

Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óvissan það allra erfiðasta

Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru miklar hamfarir“

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hraunstraumurinn vellur út í sjó

Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið.

Erlent
Fréttamynd

Hlaupið náð há­marki sínu en á eftir að skila sér í byggð

Dregið hefur úr rennsli Skaft­ár við Sveins­tind og mælist það nú um 1.100 rúm­metrar á sekúndu miðað við há­marks­rennsli í gæt upp á um 1.500 rúm­metra á sekúndu. Hlaup­vatn á enn eftir að skila sér niður far­veg Skaft­ár og á­hrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum

Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum.

Innlent
Fréttamynd

Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir

Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt.

Erlent
Fréttamynd

Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum

Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni.

Erlent
Fréttamynd

Ída olli usla í Lúisíana

Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir í Lúisíana í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ída gekk þar yfir í gærkvöldi og í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum og leiddi til mikilla flóða, rafmagnsleysis og annarskonar tjóns.

Erlent
Fréttamynd

Flugu í auga Ídu

Veðurstofa Bandaríkjanna birti í gær myndband úr auga fellibyljarins Ídu. Flugmenn Veðurstofunnar og flughers Bandaríkjanna höfðu þá flogið í miðju fellibyljarins til að mæla styrk hans og annað.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar New Orleans án rafmagns

Íbúar borgarinnar New Orleans í Bandaríkjunum eru án rafmagns, eftir að fellibylurinn Ída gekk yfir Louisiana. Vindhraðinn Ídu var allt að 240 km/klst þegar fellibylurinn gekk á land og þeim sem ekki flúðu áður hefur verið ráðlagt að halda kyrru fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt

Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana

Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum.

Erlent
Fréttamynd

Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennes­see

Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir for­dæma­lausar rigningar í Hump­hrey-sýslu í miðju Tennes­see-fylki í Banda­ríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjar­skipta­möstur í gær. Í mörgum til­fellum hefur fólk því ekki náð sam­bandi við ást­vini sína til að at­huga hvort sé í lagi með þá.

Erlent
Fréttamynd

Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð

Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum.

Erlent
Fréttamynd

Mikil flóð eftir úrhelli í sænsku Dölunum

Skemmdir hafa orðið á vegum og brúm og flætt hefur inn í íbúðarhús í miklum flóðum í kjölfar úrhellisúrkomu í Gävleborg og Dölunum í austanverðri Svíþjóð. Íbúar á svæðinu eru varaðir við því að vera á ferðinni nema alger nauðsyn krefji.

Erlent