Innlent

Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Aurskriður á borð við þær sem féllu í Seyðisfirði geta valdið mannskaða og miklu tjóni.
Aurskriður á borð við þær sem féllu í Seyðisfirði geta valdið mannskaða og miklu tjóni. Vísir/Egill

Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að umrætt minnisblað hafi verið unnið fyrir starfshóp á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem var meðal annars skipaður til að gera stöðumat á vöktun og rannsóknum á náttúruvá í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember síðastliðnum.

Vísindamennirnir segja nauðsynlegt að gera svipað átak í skriðumálum og gert var í snjóflóðamálum eftir 1995.

Þéttbýlisstaðirnir ellefu eru Ísafjörður, Suðureyri, Bíldudalur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Neskaupstaður, Eskifjörður og Fáskrúðsfjörður.

Þá er bent á að hætta gæti verið á ferðum við marga af vinsælustu ferðamannastöðum landsins.

Umfjöllun Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×