Hernaður

Fréttamynd

Birtu mynd­band af göngum undir al-Shifa sjúkra­húsinu

Ísraelar birtu um helgina myndefni frá al-Shifa sjúkrahúsinu sem á að sýna að Hamas-liðar voru þar og að finna megi göng undir sjúkrahúsinu. Meðal annars sýnir myndefnið Hamas-liða flytja gísla til sjúkrahússins þann 7. október.

Erlent
Fréttamynd

Her­menn sagðir gefast upp í massavís

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir miklum áhyggjum af sífellt umfangsmeiri átökum í Búrma, eða Mjanmar. Að minnsta kosti tvær milljónir hafa þurft að flýja átökin í landinu þar sem uppreisnarhópum hefur vegnað vel gegn sveitum herforingjastjórnar Búrma.

Erlent
Fréttamynd

Segja í­búum á suður­hluta Gasa nú að flýja

Ísraelar hafa varpað dreifimiðum á Gasaströndina þar sem íbúar eru beðnir um að flýja frá hlutum svæðisins. Þykir það til marks um að forsvarsmenn ísraelska hersins ætli að útvíkka hernaðinn á jörðu niðri en hundruð þúsunda Palestínumanna hafa flúið frá norðurhluta Gasastrandarinnar til suðurhlutans.

Erlent
Fréttamynd

Hafa náð fót­festu á austur­bakka Dnipro

Úkraínskir landgönguliðar vinna nú hörðum höndum að því að stækka fótfestu þeirra á austurbakka Dnipro-ár í Kherson-héraði. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu en Úkraínumenn vilja koma bryndrekum yfir ánna.

Erlent
Fréttamynd

Íranskir her­menn féllu lík­lega í á­rásum Banda­ríkja­manna

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar.

Erlent
Fréttamynd

Ísraels­menn komnir inn á al Shifa-sjúkrahúsið

Ísraelsher segist standa í hernaðaraðgerð gegn Hamas innan al Shifa-sjúkrahússvæðisins. Um sé að ræða hnitmiðaða aðgerð á afmörkuðu svæði. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segir herinn við leit í kjallara sjúkrahúsbyggingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir flýja um­kringd sjúkra­hús

Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar.

Erlent
Fréttamynd

Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert bendir til að blaða­menn á Gasa hafi vitað af á­rásunum

Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 

Erlent
Fréttamynd

Á­fram á­rásir á Banda­ríkja­menn í Írak og Sýr­landi

Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Segja Ísraela hafa sam­þykkt tíma­bundin hlé

Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða.

Erlent
Fréttamynd

Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir Ísrael munu taka yfir öryggis­gæslu á Gasa í ein­hvern tíma

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn.

Erlent