Verðlag

Fréttamynd

Númera­plötur hækka um 136 prósent

Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust.

Innlent
Fréttamynd

Staðan í þjóðar­bú­skapnum farin að minna á fyrri verð­bólgu­tíma

Almennur kaupmáttur gæti átt eftir að rýrna um allt að fimm prósent frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Staðan í efnahagsmálum nú væri farin að minna á stöðuna eins og hún var fyrir gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir rúmlega þrjátíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu

Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta verk­efnið: Verð­bólga

Óumflýjanlegar efna­hagsaðgerðir stjórn­valda um heim all­an á Covid-19 tím­an­um sem snéru að aukn­um umsvifum hins opinbera og rýmri pen­inga­stefnu hafa ýtt und­ir hækk­un á vöru og þjónustu. Þessu til viðbót­ar hef­ur innrás Rúss­lands í Úkraínu haft mik­il áhrif á verðbólgu á heimsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Spá því að verð­bólga aukist á­fram og stýri­vextir verði hækkaðir

Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá rúm­lega níu prósent verð­bólgu í júli

Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari

Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta á launaskriði hefur aukist, segir peningastefnunefnd Seðlabankans

Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, vildi hækka meginvexti bankans um 1,25 prósentur – úr 3,75 prósentum í 5 prósent – á vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar í síðasta mánuði. Niðurstaðan var hins vegar sú, sem allir nefndarmenn studdu, að vextir voru hækkaðir um 1 prósentu að tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Innherji
Fréttamynd

Bjartsýn á að komast í höfn

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir vandasama siglingu fram undan varðandi hagstjórnina enda hafi landsmenn ekki séð aðrar eins verðbólgutölur í langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum

Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent.

Neytendur
Fréttamynd

For­maður SGS kallar eftir hærri verð­bólgu

50, 60 eða 70 ára húsnæðislán, þau vona ég að líti dagsins ljós í framtíðinni í tengslum við aukið heilbrigði og hærri eftirlaunaaldur. En sá tími er ekki kominn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti því í gær að hann telji að bankakerfið og stjórnvöld ættu að gera fyrstu kaupendum kleift að taka slík lán til þess að lækka greiðslubyrðina fyrst um sinn og stytta lánin síðar þegar greiðslugeta eykst.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólga af mannavöldum

Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við.

Skoðun