Sjónvarpskaupendum velkomið að fá mismuninn endurgreiddan Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 21:44 Óttar Örn Sigurbergsson er framkvæmdastjóri Elko. VÍsir/Vilhelm/Aðsend Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun. Ellý Hauksdóttir Hauth vakti athygli á því í fyrradag að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í Elko. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma var um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Vísir hafði samband við Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóra Elko, í gær til þess að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert í dag. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í gær. Þurfa að vera vel vakandi og bregðast hratt við Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Óttar Örn að líftími sjónvarpa í úrvali verslana sé yfirleitt um níu til tólf mánuðir og töluverðar verðlækkanir geti verið á þeim tíma, sérstaklega þegar nær dregur enda líftímans og það fari meðal annars eftir eftirspurn og framboði í Evrópu. „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir þróuninni og bregðast hratt við, og ef við erum mögulega of sein eins og í þessu tilviki þá eru viðskiptavinir okkar fljótir að láta vita af því. Þetta sjónvarp var lækkað á sunnudaginn síðasta eins og kemur fram í verðsögu tækisins á www.elko.is,“ segir hann. Hér má sjá verðþróun sjónvarpsins frá júlí síðasta árs.elko.is „Til þess er leikurinn gerður“ Í svari Óttar Arnar segir að Elko tryggi öryggi viðskiptavina sinna og því geti þeir sem keypt hafa sjónvarpið á hærra verðinu á síðustu þrjátíu dögum sótt verðvernd hjá fyrirtækinu og þannig fengið mismuninn endurgreiddan. Einnig sé í boði að skila tækinu, velja nýtt eða fá endurgreitt, þó að sjónvarpið hafi verið notað. „Þeim, sem keyptu það innan þrjátíu daga, er velkomið að koma og sækja verðvernd. Til þess er leikurinn gerður, til þess að tryggja öryggi neytenda fyrir einmitt svona verðlækkunum.“ sagði Óttar Örn í stuttu samtali við Vísi fyrr í kvöld. Verðlag Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Ellý Hauksdóttir Hauth vakti athygli á því í fyrradag að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í Elko. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma var um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Vísir hafði samband við Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóra Elko, í gær til þess að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert í dag. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í gær. Þurfa að vera vel vakandi og bregðast hratt við Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Óttar Örn að líftími sjónvarpa í úrvali verslana sé yfirleitt um níu til tólf mánuðir og töluverðar verðlækkanir geti verið á þeim tíma, sérstaklega þegar nær dregur enda líftímans og það fari meðal annars eftir eftirspurn og framboði í Evrópu. „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir þróuninni og bregðast hratt við, og ef við erum mögulega of sein eins og í þessu tilviki þá eru viðskiptavinir okkar fljótir að láta vita af því. Þetta sjónvarp var lækkað á sunnudaginn síðasta eins og kemur fram í verðsögu tækisins á www.elko.is,“ segir hann. Hér má sjá verðþróun sjónvarpsins frá júlí síðasta árs.elko.is „Til þess er leikurinn gerður“ Í svari Óttar Arnar segir að Elko tryggi öryggi viðskiptavina sinna og því geti þeir sem keypt hafa sjónvarpið á hærra verðinu á síðustu þrjátíu dögum sótt verðvernd hjá fyrirtækinu og þannig fengið mismuninn endurgreiddan. Einnig sé í boði að skila tækinu, velja nýtt eða fá endurgreitt, þó að sjónvarpið hafi verið notað. „Þeim, sem keyptu það innan þrjátíu daga, er velkomið að koma og sækja verðvernd. Til þess er leikurinn gerður, til þess að tryggja öryggi neytenda fyrir einmitt svona verðlækkunum.“ sagði Óttar Örn í stuttu samtali við Vísi fyrr í kvöld.
Verðlag Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira