Sjónvarpið lækkaði um hundrað þúsund eftir verðsamanburð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 18:01 Ellý gerði verðsamanburð og rak í rogastans þegar hún sá að rúmlega 170 þúsund króna munur var á verði milli verslana. ELKO hefur síðan lækkað verðið um hundrað þúsund krónur, niður í sambærilegt verð og Ormsson er með þegar tækið er ekki á tilboði. Vísir/Sara Það getur margborgað sig að gera verðsamanburð þegar leggja á í dýr tækjakaup, líkt og sannaði sig þegar Ellý Hauksdóttir Hauth keypti sér nýtt sjónvarp á dögunum. Við verðsamanburð tók hún eftir rúmlega 170 þúsund króna verðmun á sjónvarpi af sömu gerð og stærð milli Ormsson og ELKO. Síðan hefur sjónvarpið lækkað um hundrað þúsund krónur hjá ELKO. Ellý vakti fyrst máls á þessum mikla mun í Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar vakti hún athygli meðlima á því að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í ELKO. Verðmunur upp á 170.005 krónur. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma er um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Í samtali við Vísi segist Ellý einfaldlega hafa viljað láta fólk vita af þessum mun, og hvetja alla til að gera verðsamanburð þegar ráðist væri í dýr tækjakaup. Súrt að sitja uppi með muninn eftir á „Ég var að leita að sjónvarpi af þessari stærð. Við vorum með fleiri merki í huga, til dæmis var eitt Sony-sjónvarp sem var 30 þúsund krónum ódýrara í ELKO,“ segir Ellý. Þannig er ljóst að verðmunurinn getur gengið í báðar áttir milli verslana. Það var hins vegar þessi mikli munur á tækjunum sem vakti sérstaka athygli Ellýjar. Ellý hvetur alla til að gera verðsamanburð áður en ráðist er í kaup á dýrum tækjum.Aðsend „Maður hefur bara aldrei séð svona,“ segir Ellý, sem endaði á að skella sér á umrætt Samsung-sjónvarp frá Ormsson. Hún er búin að setja það upp og er hæstánægð með nýja gripinn. „Ég var bara fegin því að hafa ekki verið búin að kaupa í ELKO og sjá þetta síðan eftir á, það hefði verið ansi súrt.“ Ekki sýningargripur Í Facebook-hópnum þar sem Ellý vakti athygli á málinu spunnust umræður um hvað kynni að skýra þennan mikla verðmun. Einhverjir teldu að hjá Ormsson gæti verið um að ræða sýningartæki, sem hefði verið notað í versluninni, en Ellý segist hafa fengið það afhent nýtt úr kassanum. Eins hafi hún gengið úr skugga um að ekki væri um mismunandi gerðir að ræða. „Ég skoðaði örgjörvann og allt sem skiptir máli og þetta er allt það sama,“ segir hún. Samanburður geti skilað andvirði utanlandsferðar Ellý segir að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk geri verðsamanburð þegar það á þess kost. „Ég vil bara benda fólki á að það borgar sig. Það var nú það sem vakti fyrir mér með því að birta þetta, því maður gæti alveg eins skellt sér til útlanda fyrir mismuninn,“ segir hún að lokum. Hér má sjá verslun ELKO í Lindum. Framkvæmdastjórinn segir að málið verði kannað eftir helgi.Vísir/Vilhelm Kanna málið eftir helgi Fréttastofa náði tali af Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra ELKO, fyrr í dag. Þar sagðist hann vita af málinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert á morgun. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í dag. Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Ellý vakti fyrst máls á þessum mikla mun í Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar vakti hún athygli meðlima á því að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í ELKO. Verðmunur upp á 170.005 krónur. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma er um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Í samtali við Vísi segist Ellý einfaldlega hafa viljað láta fólk vita af þessum mun, og hvetja alla til að gera verðsamanburð þegar ráðist væri í dýr tækjakaup. Súrt að sitja uppi með muninn eftir á „Ég var að leita að sjónvarpi af þessari stærð. Við vorum með fleiri merki í huga, til dæmis var eitt Sony-sjónvarp sem var 30 þúsund krónum ódýrara í ELKO,“ segir Ellý. Þannig er ljóst að verðmunurinn getur gengið í báðar áttir milli verslana. Það var hins vegar þessi mikli munur á tækjunum sem vakti sérstaka athygli Ellýjar. Ellý hvetur alla til að gera verðsamanburð áður en ráðist er í kaup á dýrum tækjum.Aðsend „Maður hefur bara aldrei séð svona,“ segir Ellý, sem endaði á að skella sér á umrætt Samsung-sjónvarp frá Ormsson. Hún er búin að setja það upp og er hæstánægð með nýja gripinn. „Ég var bara fegin því að hafa ekki verið búin að kaupa í ELKO og sjá þetta síðan eftir á, það hefði verið ansi súrt.“ Ekki sýningargripur Í Facebook-hópnum þar sem Ellý vakti athygli á málinu spunnust umræður um hvað kynni að skýra þennan mikla verðmun. Einhverjir teldu að hjá Ormsson gæti verið um að ræða sýningartæki, sem hefði verið notað í versluninni, en Ellý segist hafa fengið það afhent nýtt úr kassanum. Eins hafi hún gengið úr skugga um að ekki væri um mismunandi gerðir að ræða. „Ég skoðaði örgjörvann og allt sem skiptir máli og þetta er allt það sama,“ segir hún. Samanburður geti skilað andvirði utanlandsferðar Ellý segir að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk geri verðsamanburð þegar það á þess kost. „Ég vil bara benda fólki á að það borgar sig. Það var nú það sem vakti fyrir mér með því að birta þetta, því maður gæti alveg eins skellt sér til útlanda fyrir mismuninn,“ segir hún að lokum. Hér má sjá verslun ELKO í Lindum. Framkvæmdastjórinn segir að málið verði kannað eftir helgi.Vísir/Vilhelm Kanna málið eftir helgi Fréttastofa náði tali af Óttari Erni Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra ELKO, fyrr í dag. Þar sagðist hann vita af málinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert á morgun. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í dag.
Verðlag Verslun Neytendur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira