Verðlag

Fréttamynd

„Við í Framsókn erum sultuslök“

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn

Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi.

Neytendur
Fréttamynd

Spá 50 punkta vaxta­hækkun vegna stöðunnar á vinnu­markaði

Þrátt fyrir það að árstaktur verðbólgunnar hafi lækkað þrjá mánuði í röð er líklegasta niðurstaðan á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að nefndin hækki vexti um 50 punkta. Þetta er mat skuldabréfamiðlunar Arion banka sem bendir á að Seðlabankinn geti ekki horfti fram hjá því að vinnumarkaðurinn er enn á „yfirsnúningi“.

Innherji
Fréttamynd

Minni bjór­glös og buddan tæmist hraðar

Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­bólgan komin niður í 7,6 prósent

Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð.

Neytendur
Fréttamynd

Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Við höfum ekkert að fela“

Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela.

Neytendur
Fréttamynd

Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt

Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Allir tapa á verð­bólgunni

Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað?

Skoðun
Fréttamynd

Ís í brauð­formi búinn að rjúfa þúsund króna múrinn

Stór ís í brauð­formi með súkku­laði­dýfu og lakkrískurli hefur rofið þúsund króna múrinn víða í ís­búðum á höfuð­borgar­svæðinu á meðan stór bragða­refur kostar sum staðar meira en tvö þúsund krónur. Vísir gerði ó­form­lega verð­könnun meðal nokkurra ís­búða en þar er skammt stórra högga á milli, ísinn hefur hækkað í verði eins og flestar vörur landsins.

Neytendur
Fréttamynd

Vinnu­skóla­börnin fá engar verð­bætur

Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Hvert er verð­bólgan að fara?

Stóra efnahagsmálið þessa dagana er verðbólgan. Ársverðbólgan í maí var 9,5% sem þýðir að eitthvað sem þú keyptir í maí í fyrra á 100 kr. kostar í dag 109.5 kr. Þetta virðist vera mjög einfalt en þegar nánar er skoðað er hægt að fara ansi langt ofan í kanínuholuna í þessum verðbólgufræðum.

Skoðun
Fréttamynd

Beyoncé kennt um aukna verð­bólgu

Verðbólga mældist 9,7 prósent í maí í Svíþjóð, sem er töluvert meira en spáð hafði verið. Verðhækkun hótelgistingar og veitinga leiddi verðlagshækkanir og koma stjórstjörnunnar Beyoncé gæti skýrt hækkunina.

Lífið
Fréttamynd

Al­var­leg staða ríki á fá­keppnis­markaði

Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni.

Neytendur
Fréttamynd

Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum

Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa

Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar.

Neytendur
Fréttamynd

Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út.

Innlent
Fréttamynd

Heimilin hugi að breytingu lánasamninga

Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd auki hús­næð­is­vand­ann með breytt­u skatt­kerf­i

Stjórnvöld munu auka á húsnæðisvanda landsmanna með því að lækka endurgreiðsluhlutall vegna vinnu iðnaðarmanna um tæplega helming, að mati Samtaka iðnaðarins. Aðgerðin muni leiða til meiri kostnaðar við byggingu íbúða sem dragi úr framboði. „Samdráttur í framboði mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íbúðaverð til hækkunar. Það eru þau áhrif sem við þessar aðstæður munu koma fram í aukinni verðbólgu og hærri vöxtum,“ segja samtökin.

Innherji