Erum einfaldlega saman á báti Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:00 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Verðbólguvæntingar hafa einnig haldist háar og kostnaðarhækkanir haft meiri áhrif á verðbólgu en áður. Auk óvissu vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi benda þessir þættir til þess að mögulega þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Ekki ómöguleg staða Verðbólguskeiðið núverandi hófst með verðhækkunum sem tengdust framleiðsluhökti vegna heimsfaraldurs Covid og sóttvarnaráðstafana vegna hans. Einnig hafði áhrif hækkun orku-, gas- og hrávöruverðs vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem svo ágerðust vegna mikillar eftirspurnar eftir að efnahagsleg áhrif faraldursins runnu sitt skeið. Þrátt fyrir að ástæður þessarar stöðu sé hægt að greina og útskýra gerir það stöðuna ekki minna krefjandi en hún er blessunarlega ekki ómöguleg. Mismunandi hlutverk að sameiginlegu markmiði Til að vinna okkur út úr þessari stöðu hafa allir mismunandi hlutverki að gegna en með sameiginlegt markmið; að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ríkisfjármálin hafa þar helst það hlutverk að ýta ekki undir þenslu í hagkerfinu sem gerist best með temprun á vexti útgjalda, hagræðingu og sífelldri vinnu gegn sóun í ríkisrekstri. Þó þingmönnum finnist alla jafna alltof skemmtilegt að gefa opinbera fjármuni til hins ýmsa má það hreinlega ekki vera lenskan núna. Þingið verður einfaldlega að standa undir sínu hlutverki í þessu verkefni. Það jákvæða er að það á að vera hægt að leysa úr þessari stöðu ef við sameinumst um það. Það hefur hægt á verðhækkunum og forsendur standa til að verðbólga og vextir lækki á nýju ári ef okkur lánast að réttar ákvarðanir verði teknar í sameiningu. Heildarmyndin verði áttavitinn Það er engin ástæða til að gera lítið úr áhrifum vaxta og verðbólgu á fólk, fyrirtæki og heimilin í landinu en þar verður að horfa á heildarmyndina og ákveða aðgerðirnar út frá henni. Með það fyrir augum að laun hafa hækkað mikið og kaupmáttur launa hefur þrátt fyrir allt aukist er til að mynda augljóst að viðlíka launahækkanir núna munu gera erfiða stöðu miklu verri. Hér mun reyna á og hér má ekki missa sjónar af staðreyndum heildarmyndarinnar. Það er verkefnið sem við verðum að vinna saman, bera sömu ábyrgð og ganga saman í sömu átt. Hvort sem það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi eða aðilar vinnumarkaðsins.Við erum öll saman á þessum báti og ef við reynum að sigla hvert í sína átt er algjörlega fyrirsjáanlegt að brotsjórinn skelli jafnt á okkur öllum. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kjaramál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Verðbólguvæntingar hafa einnig haldist háar og kostnaðarhækkanir haft meiri áhrif á verðbólgu en áður. Auk óvissu vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi benda þessir þættir til þess að mögulega þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Ekki ómöguleg staða Verðbólguskeiðið núverandi hófst með verðhækkunum sem tengdust framleiðsluhökti vegna heimsfaraldurs Covid og sóttvarnaráðstafana vegna hans. Einnig hafði áhrif hækkun orku-, gas- og hrávöruverðs vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem svo ágerðust vegna mikillar eftirspurnar eftir að efnahagsleg áhrif faraldursins runnu sitt skeið. Þrátt fyrir að ástæður þessarar stöðu sé hægt að greina og útskýra gerir það stöðuna ekki minna krefjandi en hún er blessunarlega ekki ómöguleg. Mismunandi hlutverk að sameiginlegu markmiði Til að vinna okkur út úr þessari stöðu hafa allir mismunandi hlutverki að gegna en með sameiginlegt markmið; að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ríkisfjármálin hafa þar helst það hlutverk að ýta ekki undir þenslu í hagkerfinu sem gerist best með temprun á vexti útgjalda, hagræðingu og sífelldri vinnu gegn sóun í ríkisrekstri. Þó þingmönnum finnist alla jafna alltof skemmtilegt að gefa opinbera fjármuni til hins ýmsa má það hreinlega ekki vera lenskan núna. Þingið verður einfaldlega að standa undir sínu hlutverki í þessu verkefni. Það jákvæða er að það á að vera hægt að leysa úr þessari stöðu ef við sameinumst um það. Það hefur hægt á verðhækkunum og forsendur standa til að verðbólga og vextir lækki á nýju ári ef okkur lánast að réttar ákvarðanir verði teknar í sameiningu. Heildarmyndin verði áttavitinn Það er engin ástæða til að gera lítið úr áhrifum vaxta og verðbólgu á fólk, fyrirtæki og heimilin í landinu en þar verður að horfa á heildarmyndina og ákveða aðgerðirnar út frá henni. Með það fyrir augum að laun hafa hækkað mikið og kaupmáttur launa hefur þrátt fyrir allt aukist er til að mynda augljóst að viðlíka launahækkanir núna munu gera erfiða stöðu miklu verri. Hér mun reyna á og hér má ekki missa sjónar af staðreyndum heildarmyndarinnar. Það er verkefnið sem við verðum að vinna saman, bera sömu ábyrgð og ganga saman í sömu átt. Hvort sem það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi eða aðilar vinnumarkaðsins.Við erum öll saman á þessum báti og ef við reynum að sigla hvert í sína átt er algjörlega fyrirsjáanlegt að brotsjórinn skelli jafnt á okkur öllum. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar