Spænski boltinn

Fréttamynd

Zlatan fetaði í fótspor Eiðs Smára

Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð fyrsti nýi leikmaðurinn í þrjú ár hjá Barcelona sem skoraði í sínum fyrsta deildarleik með félaginu. Sá sem gerði það síðast var Eiður Smári Guðjohnsen.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan skoraði fyrir Barca

Zlatan Ibrahimovic skoraði í sínum fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni með Barcelona er liðið vann 3-0 sigur á Sporting Gijon í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Eiðs Smára skýrist á morgun

Það mun ekki skýrast fyrr en á morgun hver framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen verður. Lokadagur félagaskiptagluggans er á morgun og þá kemur í ljós hvort Eiður fari frá Barcelona eða verði áfram í herbúðum félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico Madrid segir Heitinga ekki vera á förum

Forráðamenn spænska félagsins Atletico Madrid hafa tekið fyrir það að varnarmaðurinn Johnny Heitinga sé á förum frá félaginu en spænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Everton væri búið að leggja fram kauptilboð í landsliðsmanninn hollenska.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben á leið til Bayern

Bayern München og Real Madrid hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Hollendingnum Arjen Robben, leikmanni Real. Það er talið vera um 22 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Real gefst upp á Ribery

Framkvæmdastjóri Real Madrid, Jorge Valdano, hefur gefið það út að Real Madrid sé endanlega hætt við að reyna að fá Franck Ribery til félagsins.

Fótbolti