Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Vendingar í pólitíkinni og á­hrif frestunar bankasölu á markaðinn

Varaformaður Samfylkingarinnar er hættur við að bjóða sig fram í oddvitasæti flokksins í Kraganum vegna „tímabundinna heilsufarsástæðna“. Formaður Framsóknar óttast ekki að detta út af þingi þrátt fyrir að hafa gefið eftir oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Við förum yfir nýjustu vendingar í pólitíkinni í hádegisfréttunum.

Innlent
Fréttamynd

For­seti fundar með for­mönnum

Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn í vanda stödd

Formaður Framsóknar telur óheppilegt að félagsmálaráðherra hafi haft samband við ríkislögreglustjóra að næturlagi, svo fresta mætti brottvísun fatlaðs drengs frá Palestínu. Formaður Vinstri grænna stendur hins vegar með samflokksmanni sínum og segir hann hafa gert það rétta í stöðunni. Hún viðurkennir þó að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Rætt verður við ráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­sam­starfi efnis­lega lokið?

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum.

Innlent
Fréttamynd

Hug­myndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hugmyndir Vinstri grænna um að gengið verði til kosninga í vor hafi ekki verið rætt milli formanna ríkisstjórnarflokkanna. Hann segir ríkisstjórnina eiga að halda áfram störfum þar til hún hefur lokið þeim verkefnum sem hún getur lokið. Rætt verður við Bjarna í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Stjónmálafræðingur segir kosningar nær en marga gruni

Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram.

Innlent
Fréttamynd

Vaxta­lækkun, nýr kjara­samningur og lokað á sjúkra­skrár

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Arion banka sem hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Rætt verður við formann Neytendasamtakanna, sem fagnar þessu, en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá.

Innlent