Joe Biden

Fréttamynd

Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga ekki meiri í fjörutíu ár

Verðbólga í Bandaríkjunum er nú sjö prósentum meiri en hún var fyrir ári síðan og hefur hún ekki tekið jafn stórt stökk í fjörutíu ár eða frá árinu 1982. Verðlag vestanhafs hefur aukist mjög að undanförnu á sama tíma og yfirvöld landsins hafa dælt peningum inn í hagkerfið og lækkað vexti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir Trump halda hnífi að hálsi lýðræðisins

Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi forvera sinn í starfi, Donald Trump, harðlega í ræðu sem hann hélt í nótt. Ræðuna bar upp á ársafmæli árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington, þar sem fjöldi fólks ruddist inn og reyndi að koma í veg fyrir að kjör Bidens yrði staðfest.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir Trump ógn við lýðræðið

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin

Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hafa gripið til aðgerða sem taka mið af því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Viðleitnin byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden.

Erlent
Fréttamynd

Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu

Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens

Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Biden fær að skylda starfs­­fólk í bólu­­setningu

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna.

Erlent
Fréttamynd

„Ó­hugsandi harm­leikur“

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri.

Erlent
Fréttamynd

Biden segist reiður yfir sýknu Ritten­hou­se

Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð.

Erlent
Fréttamynd

Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi

Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúa­deildin sam­þykkti inn­viða­frum­varp Bidens

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp um meiriháttar innviðauppbyggingu og samgönguumbætur. Verður um 1.000 milljörðum varið í það verkefni á komandi áratug. Er þetta talinn áfangasigur fyrir Joe Biden forseta, en þetta er annað af tveimur lykilmálum forsetans, sem hefur lent í vandræðum með að sannfæra félaga sína í Demókrataflokknum.

Erlent
Fréttamynd

Árangur Repúblikana skekur Demó­krata­flokkinn

Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra.

Erlent