Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 13:08 Þorkell sagði að hann minnti að hundurinn væri af Schnauzer gerð, en var ekki viss. Hundurinn hefði allavegana ekki verið stór. Getty Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54