Múlaþing

Fréttamynd

Sigurður Ingi frestar fundum

Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana.

Innlent
Fréttamynd

Öxnadalsheiðin á­fram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld

Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Salvador á Djúpa­vogi reyndist heita Buszek og búa í Sand­gerði

Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi.

Lífið
Fréttamynd

Jarð­göng sem gagnast

Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum.

Skoðun
Fréttamynd

Halda enn í vonina um loðnu­ver­tíð

Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er náttúru­verndin í öðru sæti?

Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir þrettán ára drengir lentu í snjó­flóði

Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lenti undir snjó­flóði í Stafdal

Tveir voru á skíðasvæði í Stafdal ofan Seyðisfjarðar þegar snjóflóð féll um fjögurleytið í dag. Annar lenti undir snjóflóðinu en félagi hans náði að koma honum til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Loðnan við Vest­firði ekki nægi­lega mikil

Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skyn­semin mun sigra

Fyrir skömmu óskaði Heimildin eftir viðbrögðum forstjóra norska sjókvíaeldisrisans Mowi við heimildarmyndinni Laxaþjóð - Salmon Nation, sem útivistarfyrirtækið Patagonia framleiddi og fjallar um sjókvíaeldi á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hugað að öryggi al­mennings í Gleðivík

Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa

Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halda í vonina um loðnu­ver­tíð í vetur

Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Saurmengað vatn á Seyðis­firði

Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu.

Innlent