Viðskipti innlent

Gjald­þrot Jötunn véla upp á 1,7 milljarða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðstöðvar Jötunn véla voru á Selfossi.
Höfuðstöðvar Jötunn véla voru á Selfossi.

Gjaldþrot vinnuvélafyrirtækisins Jötunn véla á Selfossi sem varð gjaldþrota árið 2020 nam rúmum 1660 milljónum króna. Samþykktar kröfur námu 426 milljónum króna en ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Óskar Sigurðsson lögmaður var skiptaður skiptastjóri við gjaldþrotið í febrúar 2020. Í Lögbirtingablaðinu segir að sértökukröfur, veðkröfur og forgangskröfur hafi fengist greiddar að upphæð um 330 milljóna samanlagt.

Jötunn vélar sérhæfðu sig í sölu á vélum og búnaði tengdum landbúnaði, grænum svæðum og jarðvinnuverktökum en höfuðstöðvar þess voru á Selfossi. Að auki var fyrirtækið með útibú á Akureyri og Egilsstöðum.

Í tilkynningu í febrúar 2020 sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að samdráttur á vélamarkaðnum hér á landi hefði verið snarpur árið á undan og numið um þrjátíu prósentum. Það hefði komið illa við rekstur fyrirtækisins.

„Viðræður við banka og mögulega fjárfesta að undanförnu um endurskipulagningu fyrirtækisins hafa því miður ekki skilað árangri og því eigum við ekki annan kost en óska eftir gjaldþrotaskiptum.“

Fyrirtækið hefði undanfarin ár verið að vinna sig út úr skuldsetningu sem var afleiðing bankahrunsins á Íslandi árið 2008. Því hafi fyrirtækið ekki þolað verulegt tap af rekstrinum sem bættist við á árið 2019.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×