Ástin á götunni

Fréttamynd

Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot

Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út

Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“

„Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Tekst Fram eða Kefla­vík að komast upp í efri hlutann?

Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Þór: Sárt að vera svona slakir á þessum tímapunkti

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði spilamennsku lærisveina sinna vera þá slökustu í sumar þegar liðið fékk 6-1 skell á móti FH í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Umhugsanarefni væri hversu slakt hugarfar leikmenn hefðu mætt með í farteskinu til leiks. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður Smári: Magnað afrek hjá Steven Lennon

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði mikilvægt fyrir leikmenn sína að svífa ekki upp til skýjanna þrátt fyrir frábæra frammistöðu og sannfærandi sigur FH-liðsins gegn Skagamönnum í fallbaráttuslag í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Búin að vera að njósna á Instagram“

Markmið Vals í Meistaradeildinni er að komast áfram í riðlakeppnina. Valur leikur fyrri leikinn gegn Slavia Praha í umspili Meistaradeildar Evrópu miðvikudaginn 21. September en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, leikmenn Vals, ræddu möguleikana og undirbúning fyrir leikinn mikilvæga í Bestu mörkunum með Helenu Ólafsdóttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Tinda­stóll upp í Bestu deildina

Tindastóll vann öruggan 5-0 útisigur á Augnabliki í Kópavogi í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir að Tindastóll er komið aftur upp í Bestu deild kvenna eftir aðeins ár í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marka­laust í Eyjum og Valur komið níu fingur á titilinn

ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í fótbolta. Jafnteflið þýðir að Valskonur, sem unnu stórsigur á KR, eru nú komnar með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlægðu Leikni

Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erfitt að gagn­rýna menn fyrir að klúðra víta­spyrnu

„Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum.

Íslenski boltinn