Ástin á götunni

Fréttamynd

Perrin nýtur enn stuðnings

Alain Perrin, knattspyrnustjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, nýtur enn stuðnings stjórnarformannsins Milan Mandaric, þó hann hafi látið vísa sér af velli í tapinu gegn Bolton um helgina fyrir að storka dómara leiksins með kaldhæðnislegu látbragði.

Sport
Fréttamynd

Sögulegur leikur hjá Arsenal

Leikur Arsenal og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina var frekar tíðindalítill, enda skildu liðin jöfn 0-0. Það sem merkilegra er við þennan leik er þó sú staðreynd að þetta var aðeins í annað sinn sem Arsenal teflir ekki fram frönskum leikmanni byrjunarliði sínu í stjórnartíð Arsene Wenger.

Sport
Fréttamynd

Verða að spila skemmtilegan bolta

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að toppliði Chelsea beri skylda til að spila skemmtilega knattspyrnu, því það muni tryggja að áhorfendur haldi áfram að mæta á völlinn á Englandi. Þetta segir hann í ljósi fréttaflutings undanfarið um dræma ásókn á leiki á Englandi og ásakanir á hendur ensku liðanna um að þau spili of skipulagðan varnarleik.

Sport
Fréttamynd

Við getum unnið Chelsea

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur gefið út þá yfirlýsingu að Chelsea liðið sé ekki ósigrandi og ætlar liði sínu stóra hluti gegn Englandsmeisturunum á næstu viku, þegar Chelsea og Liverpool mætast tvisvar sinnum á nokkrum dögum.

Sport
Fréttamynd

Wenger styður Ferguson

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, fékk stuðning úr ólíklegri átt í gærkvöld, þegar erkióvinur hans í gegn um árin, Arsene Wenger hjá Arsenal, lýsti yfir vanþóknun sinni á þeim stuðningsmönnum Manchester sem létu fúkyrðum rigna yfir Ferguson eftir tapið gegn Blackburn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Tottenham ætlar sér sigur í kvöld

Chris Houghton, aðstoðarmaður Martin Jol hjá Tottenham, segir að liðið sé búið að gleyma óförunum gegn Grimsby í deildarbikarnum í síðustu viku og segir að nú sé kjörið tækifæri til að taka góðan sprett í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Adriano semur við Inter

Brasilíski framherjinn Adriano hefur framlengt samning sinn við Inter Milan á Ítalíu um tvö ár og verður því samningsbundinn félaginu til ársins 2010. Adriano nýtti sér með þessu framlengingarákvæði sem var í samningnum hans sem hann undirritaði í fyrra eftir að hann kom til Inter frá Parma.

Sport
Fréttamynd

Messi orðinn leikfær með Barcelona

Argentínska undrabarnið Lionel Messi hjá Barcelona er loksins orðinn leikfær með liðinu í deildarkeppninni, eftir að hann fékk spænskan ríkisborgararétt í dag. Hingað til hefur hann aðeins geta leikið með liðinu í Evrópukeppni, því félög á Spáni geta aðeins teflt fram þremur "útlendingum" í hópnum í deildarleikjum.

Sport
Fréttamynd

Wenger bjartsýnn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki hafa stórar áhyggjur þó nokkrir lykilmenn liðsins eigi við meiðsli að stríða fyrir leikinn gegn Ajax í Meistaradeildinni annað kvöld, en auk þess hefur liðinu ekki gengið vel á útivelli það sem af er tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Beckham áfram með landsliðinu

David Beckham gefur lítið út á þær vangaveltur sem hafa verið í gangi í breskum fjölmiðlum undanfarið, þar sem menn leiddu líkum að því að hann myndi hætta að leika með enska landsliðinu eins og kollegi hans hjá rugby landsliðinu, Jason Robinson.

Sport
Fréttamynd

Tottenham í fjórða sæti

Tottenham Hotspurs skaust í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Fulham 1-0 á heimavelli sínum White Hart Lane. Það var enski landsliðsmaðurinn Jermain Defoe sem skoraði sigurmark Tottenham strax í upphafi leiks.

Sport
Fréttamynd

Mourinho hræðist ekki Liverpool

Jose Mourinho segist ekki óttast að mæta Liverpool tvisvar á Anfield á innan við viku og segir að þó vissulega standi tapið í undanúrslitum meistaradeildarinnar í sínum mönnum, hafi Chelsea engu að síður unnið á Anfield í deildinni í fyrra og því sé ekkert því til fyrristöðu að endurtaka leikinn.

Sport
Fréttamynd

Ferguson segir tapið áfall

Sir Alex Ferguson segir að tap Manchester United gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í gær hafi verið sér gríðarlegt áfall, en bendir á að Blackburn hafi átt það skilið sem þeir hafi fengið út úr leiknum, því þeir hafi mætt á Old Trafford til að sigra.

Sport
Fréttamynd

Wenger vill stig fyrir mörk

Arsene Wenger hefur fundið lausnina á dræmri aðsókn á leiki í ensku knattspyrnunni og segir að umbuna ætti liðum sem spila sóknarknattspyrnu með því að gefa þeim stig fyrir að skora mörg mörk.

Sport
Fréttamynd

Maldini með met og sigur

Varnarmaðurinn ótrúlegi Paolo Maldini hjá AC Milan fagnaði tvöfalt þegar lið hans vann sigur á botnliði Treviso 2-0 í ítalska boltanum í dag. Maldini hefur nú leikið flesta leiki allra í sögu deildarinnar og bætti met Dino Zoff, sem spilaði 570 á ferlinum í ítölsku deildinni.

Sport
Fréttamynd

Pardew rólegur

Alan Pardew, knattspyrnustjór West Ham, ætlar ekki að láta góða byrjun liðs síns í ensku úrvalsdeildinni stíga sér til höfuðs, en liðið er í þriðja sæti eftir leiki gærdagsins.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur fyrsti sigur Sunderland

Nýliðar Sunderland unnu loksins sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, þegar þeir lögðu granna sína í Middlesbrough mjög óvænt á útivelli, 2-0.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli við Svía

Íslenska U-17 ára landsliðið í knattspyrnu karla gerði í morgun 2-2 jafntefli við Svía í undanriðli Evrópukeppninnar. Björn Þór Jónsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Gunnar heldur uppteknum hætti

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hélt uppteknum hætti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, þegar hann skoraði bæði mörk Halmstad í 2-0 sigri á Helsingborg nú síðdegis.

Sport
Fréttamynd

Jewell sló á létta strengi

Paul Jewell, stjóri Wigan, sló á létta strengi í viðtali eftir sigurinn á Everton í gær, en Wigan hefur byrjað leiktíðina betur en nokkur þorði að vona. Hann lét menn sína heyra það í hálfleik og uppskar enn einn óvæntan sigur á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Start lagði topplið Valerenga

Start vann nú áðan góðan sigur á Valerenga, 3-0 í toppslag norska fótboltans. Jóhannes Harðarson lék allan leikinn fyrir Start og Árni Gautur Arason stóð í marki Valerenga. Með sigrinum lyftir Start sér í toppsætið í deildinni á kostnað Valerenga á betri markatölu, en bæði lið hafa hlotið 44 stig eftir 22 leiki.

Sport
Fréttamynd

Real komið aftur í gírinn

Real Madrid sigraði nýliða Alaves 3-0 á útivelli í spænsku knattspyrnunni í dag, en þetta var annar sigur liðsins í deildinni á fjórum dögum. Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real og Guti eitt í blálokin.

Sport
Fréttamynd

Willum Þór var í skýjunum

Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var í skýjunum eftir sigurinn á Fram. Kópavogsbúinn geðþekki hefur nú unnið nánast allt sem hægt er að vinna í íslenskri knattspyrnu, allar deildirnar fjórar og nú bikarinn eftirsótta.

Sport
Fréttamynd

Leikjum lokið á Englandi

Leikjunum sex í ensku úrvalsdeildinni er lokið, en þar ber hæst að Manchester United tapaði á heimavelli fyrir Blackburn og Chelsea hélt sigurgöngu sinn áfram með sigri á Aston Villa á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Bikarúrslitin á Boltavaktinni

Bikarúrslitaleikur Fram og Vals á Laugardalsvelli hefst nú klukkan 14 og þeir sem ekki komast á völlinn geta fylgst vel með gangi mála á Boltavaktinni hér á íþróttasíðu Vísis.is.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Tékkum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Tékkum í undankeppni HM nú áðan. Þetta var fyrsta tap íslenska liðsins í riðlinum og mark tékkneska liðsins kom eftir átta mínútur.

Sport
Fréttamynd

Loksins tapaði Bayern

Þýsku meistararnir í Bayern Munchen töpuðu loks sínum fyrsta leik í Bundesligunni í dag þegar liðið sótti sprækt lið Hamburger heim og tapaði 2-0. Sigur HSV var síst of stór og aðeins góður leikur Oliver Kahn í marki heimamanna bjargaði meisturunum frá stærra tapi.

Sport
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar marki undir

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er undir 1-0 í hálfleik gegn Tékkum ytra, en mark þeirra kom eftir átta mínútna leik. Leikurinn er í undankeppni HM, en íslenska liðið var í efsta sæti riðils síns fyrir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Birmingham og Liverpool

Birmingham og Liverpool gerðu jafntefli 2-2 á St Andrews vellinum nú áðan í æsilegum leik í ensku úrvalsdeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ansi bragðdaufur og stefndi í enn einn markalausan leik hjá liðinu úr Bítlaborginni.

Sport
Fréttamynd

Það var kominn tími á þetta

„Þetta er alveg meiriháttar. Það var svo sannarlega kominn tími til að lyfta alvöru bikar. Ég er kominn með góða æfingu eftir að hafa unnið 1. deildina, Reykjavíkurmótið, Canella Cup, Íslandsmótið innan hús og ég veit ekki hvað," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Valsmanna.

Sport