Gervigreind

Fréttamynd

Gervi­greind og lýð­ræði

Öflugustu möguleikar gervigreindarinnar eru líklegir til að gefa mannkyninu mest – eins og hingað til hefur verið með nýjungar upplýsingatækninnar. Sá sem þetta ritar hefur kynnst þremur meginbyltingum tölvutækninnar: fyrst tengsla-gagnagrunnunum á níunda áratugnum, síðan veftækninni á þeim tíunda og félagsmiðlum undir 2010.

Skoðun
Fréttamynd

Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll

Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira

Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

G-bletturinn í Njarðvík og hópkynlíf auki líkur á óléttu

Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti nýverið til leiks spjallmenni sem nýtir sér tækni frá gervigreindarlausninni ChatGPT. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri. Gervigreindin segir til að mynda að g-bletturinn sé staðsettur í Njarðvík og að hópkynlíf auki líkur á getnaði. 

Lífið
Fréttamynd

Þegar að lífið fölnar í saman­burði...

Skjátími er ekki eins og reykingar. Hann þarf ekki að vera slæmur ef hann er nýttur vel. Skjátíma getum við nýtt á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, tjá okkur, leysa vandamál og margt fleira. Raunin er hinsvegar sú að skjátímann okkar getum við líka notað til að drepa tímann með því að fletta gegnum, eða láta leiða okkur áfram, tímunum saman af heilalausu afþreyingarefni.

Skoðun
Fréttamynd

Gervigreindin bíður ekki eftir neinum

Gervigreind er komin til að vera og áhrif hennar á samfélagið, fyrirtæki og hagkerfi heimsins eru gríðarleg. Með gervigreind fylgir óvissa og hræðsla en bæði siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir fylgja.

Samstarf
Fréttamynd

Verðum að grípa inn í áður en gervigreindin tekur völdin

Guðfaðir gervigreindar sagði upp hjá Google til að geta varað óheft við tækninni. Lektor í tölvunarfræði segir fulla ástæðu til að staldra við í gervigreindarkapphlaupinu - og frumkvöðull kunnugur tæknigeiranum varar við því að tæknin hreinlega taki yfir, grípi stjórnvöld ekki í taumana.

Innlent
Fréttamynd

Til­gangur kennarans ekki að lesa rit­gerðir eftir gervi­greind

Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans.

Innlent
Fréttamynd

Embla og GPT-4 í eina sæng

Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani.

Innlent
Fréttamynd

Hamrar og BKP Invest bætast við hluthafahóp OZ

Sérhæfða ráðgjafar- og fjárfestingafélagið Hamrar Capital Partners og BKP Invest, fjárfestingafélag í eigu Bjarna Kristjáns Þorvarðarsonar og Ken Peterson, hafa bæst við hluthafahóp gervigreindarfyrirtækisins OZ. Fyrirtækið og lykilhluthafar þess hafa einnig gert samning við Hamra um ýmsa þjónustu sem miðar að því að auka virði OZ á næstu árum.

Innherji
Fréttamynd

Not­endur geta talað ís­lensku við gervi­greindina

Gestir og gangandi geta rabbað við gervigreindarforritið Emblu á íslensku á opnu húsi í Eddu, Húsi íslenskunnar, á sumardaginn fyrsta á morgun. Í viku frá og með morgundeginum geta notendur Emblu síðan spjallað ókeypis við gervigreindina GPT-4.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólinn glímir við gervi­greindina

Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri.

Innlent
Fréttamynd

Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél

Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Að greina gervi­greind

Mikið hefur verið rætt og ritað um háskólana á síðustu vikum og hefur hugvísindafólk minnt á stöðu þeirra sem sjálfstæðar stofnanir sem hafa það hlutverk að þróa nýja þekkingu í gegnum rannsóknarstarf. Má ætla að hér sé verið að bregðast við nýjum áherslum háskólaráðherra á STEAM greinarnar, þ.e. vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði, og tengingu þeirra við atvinnulífið.

Skoðun
Fréttamynd

Til hvers eru háskólar?

Nýlega hafa skapast umræður um stöðu íslenskra háskóla, gildi hugvísinda og áhrif gervigreindar á vísindi og fræði. Af þessu tilefni er við hæfi að velta upp grundvallarspurningu um tilgang háskóla: Til hvers erum við á litla Íslandi að halda úti þessum stofnunum, með ærnum tilkostnaði (þótt hann sé að vísu minni hérlendis en víðast hvar annars staðar)? Spurningin er sérstaklega brýn nú á öld internets og gervigreindar þegar hægt virðist vera að nálgast allar mögulegar upplýsingar á hvaða formi sem er.

Skoðun
Fréttamynd

Do not underestimate the potential disruption by Artificial Intelligence

Artificial intelligence may seem to be a new element straight out of sci-fi, but it has actually been around for quite some time, it is what makes all of our smart gadgets, from phones to watches, seem “intelligent”. As such it has been analysed in different contexts by scientists and academics like Nick Couldry, Shoshanna Zuboff, Martin Ford, Nick Bostrom and many others.

Skoðun
Fréttamynd

ChatGPT bannað á Ítalíu

Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gervigreind og hugvísindi

Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. 

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Fram­tíðin svarar á ís­lensku

„Framtíðin svarar á íslensku“ er yfirskrift kynningarfundar menningar- og viðskiptaráðuneytisins um íslenska máltækni og gervigreind sem hefst í Grósku klukkan 13 í dag. Fulltrúar OpenAI verða á fundinum og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan.

Innlent