Reynsla mín af gervigreind í menntaskólakennslu Geir Finnsson skrifar 26. október 2023 07:01 Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda. Nemendamiðað kennslurými mætir gervigreind vel Sjálfur er ég enskukennari í Menntaskólanum á Ásbrú (MÁ) við Keili. Í þeim skóla er vendinám í fyrirrúmi en það snýst í stuttu máli um að kennslustundir séu helgaðar verkefnavinnu og að nám utan kennslustofunar snúist um upplýsingaöflun, t.a.m með stuttum myndböndum, lestri og svo framvegis. Með öðrum orðum stendur kennarinn ekki upp við töflu og færir nemendum upplýsingar. Nemendur sjá sjálfir um upplýsingaöflun og mæta síðan í tíma til að vinna undir handleiðslu kennara. Vendinám snýst þar að auki um að gera kennslustofur nemendamiðaðar og gagnvirkar, sem við í MÁ höfum innleitt alla leið. Það þýðir að ekkert kennaraborð er að finna fremst í skólastofum heldur eru stólar, hægindastólar, sófar og borð á víð og dreif um stofuna og kennarinn gengur á milli nemenda til að leiðbeina þeim. Það er einmitt þessu nýstárlega umhverfi að þakka að vel hefur tekist hjá mér að notfæra gervigreind í skólastarf MÁ. Gervigreind hvetur okkur til að breytast í rétta átt MÁ er glænýr og lítill skóli. Fyrir vikið er ég eini enskukennarinn þar, sem hefur veitt mér rými til að gera tilraunir með gervigreind frá því hún fór að láta verulega á sér kræla um síðastliðin áramót. Vissulega var það yfirþyrmandi til að byrja með að sjá forrit á borð við ChatGPT og QuillBot gera það að verkum að hefðbundin verkefni á borð við ritgerðir virkuðu einfaldlega ekki lengur í þeirri mynd sem við könnumst öll við - enda geta forritin ekki aðeins bætt texta nemenda á svipstundu, heldur einnig gert verkefnin ansi fagmannlega fyrir þau frá grunni. Aftur á móti er tilkoma þessara tækniframfara, að mínu mati, sú hvatning sem skólasamfélagið hefur þurft á að halda til þess að þróast í takt við nútímaþarfir og kröfur. Gagnrýnin hugsun nemenda er mikilvægari en nokkru sinni fyrr Lykilatriði í því að nota gervigreind í kennslu eru opnar og hreinskiptnar umræður við nemendur. Það má ekki gleymast að nám snýst um nemendur og sem skjólstæðingar okkar er eðlilegt að rödd þeirra heyrist þegar við ræðum breytingar á okkar kennsluháttum. Í enskuáföngum mínum legg ég upp úr því að nemendur skoði kennsluáætlun og áfangalýsingu gaumgæfilega og held ég með þeim stuttar vinnustofur um hvernig verkefni áfangans, ekki síst lokaverkefni, ættu að koma til með að líta út í ljósi tækniframfara á sviðum gervigreindar. Afraksturinn eru verkefni sem snúast meira um gagnrýna hugsun nemenda, þar sem þau meðal annars bera saman eigin afurð við gervigreind og ræða sérstaklega muninn. Þá snúast verkefni í meira mæli um að nemendur tjái eigin skoðun og lýsi reynslu sinni og nýti frekar gervigreind til að fá aðstoð - enda er hún kjörin til þess að leiðrétta málfar og stafsetningu, auk þess að hjálpa nemendum að mynda ramma utan um verkefnin sín, svo fáein dæmi verði nefnd. Með verkefnamiðuðu vendinámi og nemendamiðuðum kennslustofum hefur reynst mér vel að nota gervigreind í skólastarfinu. Þetta gerir það að verkum að ég, sem kennari næ að fylgjast betur með vinnu nemenda og þá fá þau sömuleiðis aukið rými til að gera sjálf tilraunir og læra, fyrir vikið, að beita þessum nýju verkfærum skynsamlega. Ég öðlast meiri tíma til að ræða opinskátt við nemendur og það útaf fyrir sig er gríðarlega verðmætt fyrir kennara á tímum sem þessum. Gervigreind er kærkominn aðstoðarmaður kennarans Þess ber að geta að gervigreindin nýtist ekki aðeins nemendum. Úr því að ég er eini enskukennari skólans míns þá er erfiðara að kasta hugmyndum á milli annarra enskukennara en þar kemur gervigreindin að góðum notum. Að mörgu leyti er eins og um gríðarlega vinnufúsan og gáfaðan aðstoðarmann sé að ræða; sem er til í að svara manni á svipstundu hvenær sem er sólarhringsins. Hún getur búið til matskvarða, yfirfarið verkefnalýsingar og þess háttar en sömuleiðis getur hún m.a. lesið áfangalýsingu og kennsluáætlun og komið með fjölbreyttar hugmyndir sem og þarfa gagnrýni sem tryggir að kennslan uppfylli ekki aðeins kröfur yfirvalda heldur nútímalegar þarfir nemenda. Til að mynda er hreinlega hægt að spyrja gervigreindina hvernig hægt sé að breyta hverju verkefni fyrir sig þannig að það verði ekki úrelt á tímum gervigreindar. Eigum við að takmarka gervigreind eða notfæra okkur hana? Framfarir gervigreindar hafa reynst skólasamfélaginu krefjandi og mun hún brátt hafa veigamikil áhrif á fleiri námsgreinar en ensku. Ég er hins vegar sannfærður um að framtíðin sé björt því samkvæmt minni reynslu þá eru þessar nýlegu framfarir í gervigreind nákvæmlega sá hvati sem skólasamfélagið þarf á að halda til að nám á öllum skólastigum mæti nútímaþörfum nemenda okkar. Að mínu mati er ekki nóg að vera aðeins meðvituð um gervigreind og finna síðan leiðir til að koma í veg fyrir að nemendur svindli með henni - við ættum að vera opin fyrir veigameiri breytingum í skólastarfi, hvort sem er með aukinni áherslu á verkefnamiðað nám, á nemendamiðaðar skólastofur, aukin samskipti við nemendur og þar fram eftir götum. Það er engin ein leið sem virkar fyrir alla en af minni reynslu að marka þá er lykilatriði að höfuðáhersla verði lögð á gagnrýna hugsun nemenda til að takast á við þann nýja veruleika sem blasir við okkur. Höfundur er kennari í Menntaskólanum á Ásbrú Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Gervigreind Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Skólarnir Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. 18. október 2023 11:01 Hvernig gervigreind gæti eyðilagt íslenska skóla Það er algerlega ljóst að gervigreind mun hafa veruleg áhrif í skólum. Skárra væri það nú. Tækni, sem líkir nægilega vel eftir greind til að vera kennd við hana, hlýtur að vera viðfangsefni skóla með einhverjum hætti. 18. október 2023 09:30 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda. Nemendamiðað kennslurými mætir gervigreind vel Sjálfur er ég enskukennari í Menntaskólanum á Ásbrú (MÁ) við Keili. Í þeim skóla er vendinám í fyrirrúmi en það snýst í stuttu máli um að kennslustundir séu helgaðar verkefnavinnu og að nám utan kennslustofunar snúist um upplýsingaöflun, t.a.m með stuttum myndböndum, lestri og svo framvegis. Með öðrum orðum stendur kennarinn ekki upp við töflu og færir nemendum upplýsingar. Nemendur sjá sjálfir um upplýsingaöflun og mæta síðan í tíma til að vinna undir handleiðslu kennara. Vendinám snýst þar að auki um að gera kennslustofur nemendamiðaðar og gagnvirkar, sem við í MÁ höfum innleitt alla leið. Það þýðir að ekkert kennaraborð er að finna fremst í skólastofum heldur eru stólar, hægindastólar, sófar og borð á víð og dreif um stofuna og kennarinn gengur á milli nemenda til að leiðbeina þeim. Það er einmitt þessu nýstárlega umhverfi að þakka að vel hefur tekist hjá mér að notfæra gervigreind í skólastarf MÁ. Gervigreind hvetur okkur til að breytast í rétta átt MÁ er glænýr og lítill skóli. Fyrir vikið er ég eini enskukennarinn þar, sem hefur veitt mér rými til að gera tilraunir með gervigreind frá því hún fór að láta verulega á sér kræla um síðastliðin áramót. Vissulega var það yfirþyrmandi til að byrja með að sjá forrit á borð við ChatGPT og QuillBot gera það að verkum að hefðbundin verkefni á borð við ritgerðir virkuðu einfaldlega ekki lengur í þeirri mynd sem við könnumst öll við - enda geta forritin ekki aðeins bætt texta nemenda á svipstundu, heldur einnig gert verkefnin ansi fagmannlega fyrir þau frá grunni. Aftur á móti er tilkoma þessara tækniframfara, að mínu mati, sú hvatning sem skólasamfélagið hefur þurft á að halda til þess að þróast í takt við nútímaþarfir og kröfur. Gagnrýnin hugsun nemenda er mikilvægari en nokkru sinni fyrr Lykilatriði í því að nota gervigreind í kennslu eru opnar og hreinskiptnar umræður við nemendur. Það má ekki gleymast að nám snýst um nemendur og sem skjólstæðingar okkar er eðlilegt að rödd þeirra heyrist þegar við ræðum breytingar á okkar kennsluháttum. Í enskuáföngum mínum legg ég upp úr því að nemendur skoði kennsluáætlun og áfangalýsingu gaumgæfilega og held ég með þeim stuttar vinnustofur um hvernig verkefni áfangans, ekki síst lokaverkefni, ættu að koma til með að líta út í ljósi tækniframfara á sviðum gervigreindar. Afraksturinn eru verkefni sem snúast meira um gagnrýna hugsun nemenda, þar sem þau meðal annars bera saman eigin afurð við gervigreind og ræða sérstaklega muninn. Þá snúast verkefni í meira mæli um að nemendur tjái eigin skoðun og lýsi reynslu sinni og nýti frekar gervigreind til að fá aðstoð - enda er hún kjörin til þess að leiðrétta málfar og stafsetningu, auk þess að hjálpa nemendum að mynda ramma utan um verkefnin sín, svo fáein dæmi verði nefnd. Með verkefnamiðuðu vendinámi og nemendamiðuðum kennslustofum hefur reynst mér vel að nota gervigreind í skólastarfinu. Þetta gerir það að verkum að ég, sem kennari næ að fylgjast betur með vinnu nemenda og þá fá þau sömuleiðis aukið rými til að gera sjálf tilraunir og læra, fyrir vikið, að beita þessum nýju verkfærum skynsamlega. Ég öðlast meiri tíma til að ræða opinskátt við nemendur og það útaf fyrir sig er gríðarlega verðmætt fyrir kennara á tímum sem þessum. Gervigreind er kærkominn aðstoðarmaður kennarans Þess ber að geta að gervigreindin nýtist ekki aðeins nemendum. Úr því að ég er eini enskukennari skólans míns þá er erfiðara að kasta hugmyndum á milli annarra enskukennara en þar kemur gervigreindin að góðum notum. Að mörgu leyti er eins og um gríðarlega vinnufúsan og gáfaðan aðstoðarmann sé að ræða; sem er til í að svara manni á svipstundu hvenær sem er sólarhringsins. Hún getur búið til matskvarða, yfirfarið verkefnalýsingar og þess háttar en sömuleiðis getur hún m.a. lesið áfangalýsingu og kennsluáætlun og komið með fjölbreyttar hugmyndir sem og þarfa gagnrýni sem tryggir að kennslan uppfylli ekki aðeins kröfur yfirvalda heldur nútímalegar þarfir nemenda. Til að mynda er hreinlega hægt að spyrja gervigreindina hvernig hægt sé að breyta hverju verkefni fyrir sig þannig að það verði ekki úrelt á tímum gervigreindar. Eigum við að takmarka gervigreind eða notfæra okkur hana? Framfarir gervigreindar hafa reynst skólasamfélaginu krefjandi og mun hún brátt hafa veigamikil áhrif á fleiri námsgreinar en ensku. Ég er hins vegar sannfærður um að framtíðin sé björt því samkvæmt minni reynslu þá eru þessar nýlegu framfarir í gervigreind nákvæmlega sá hvati sem skólasamfélagið þarf á að halda til að nám á öllum skólastigum mæti nútímaþörfum nemenda okkar. Að mínu mati er ekki nóg að vera aðeins meðvituð um gervigreind og finna síðan leiðir til að koma í veg fyrir að nemendur svindli með henni - við ættum að vera opin fyrir veigameiri breytingum í skólastarfi, hvort sem er með aukinni áherslu á verkefnamiðað nám, á nemendamiðaðar skólastofur, aukin samskipti við nemendur og þar fram eftir götum. Það er engin ein leið sem virkar fyrir alla en af minni reynslu að marka þá er lykilatriði að höfuðáhersla verði lögð á gagnrýna hugsun nemenda til að takast á við þann nýja veruleika sem blasir við okkur. Höfundur er kennari í Menntaskólanum á Ásbrú
Skólarnir Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. 18. október 2023 11:01
Hvernig gervigreind gæti eyðilagt íslenska skóla Það er algerlega ljóst að gervigreind mun hafa veruleg áhrif í skólum. Skárra væri það nú. Tækni, sem líkir nægilega vel eftir greind til að vera kennd við hana, hlýtur að vera viðfangsefni skóla með einhverjum hætti. 18. október 2023 09:30
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar