Uppskriftaforrit byggt á gervigreind býður upp á klórgas og annað misjafnt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:20 Notendur forritsins hafa nú verið varaðir við því að það sé ekki víst að uppskriftirnar séu hæfar til neyslu. Getty Nýtt uppskriftasmáforrit matvöruverslanakeðju á Nýja-Sjálandi sem byggir á gervigreind hefur stungið upp á heldur nýstárlegum uppskriftum við neytendur, til að mynda drykk sem er í raun klórgas og eitraðar samlokur. Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar. Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar.
Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira