Fótbolti

Fréttamynd

Inter Ítalíu­meistari eftir sigur á ná­grönnum sínum í AC Milan

Inter frá Mílanó varð í kvöld Ítalíumeistari í 20. skipti eftir 2-1 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum í AC Milan. Inter komst 2-0 yfir en AC Milan minnkaði muninn áður en það sauð upp úr undir lok leiks. Það kom ekki að sök og Inter orðið meistari þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur frá næstu vikurnar

Ólafur Guðmundsson, varnarmaður FH, verður frá næstu vikurnar. Hann fór meiddur af velli í sigri liðsins á HK í 3. umferð Bestu deild karla í fótbolta á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“

Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Håland tæpur fyrir stór­leikinn gegn Chelsea

Erling Braut Håland er tæpur fyrir leik bikarmeistara Manchester City og Chelsea. Þetta staðfesti Pep Guardiola, þjálfari Man City, á blaðamannafundi fyrir leikinn sem fram fer síðar í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn
Fréttamynd

Garnacho búinn að biðjast af­sökunar

Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, hefur beðist afsökunar á að líka við færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem Erik ten Hag þjálfari liðsins var gagnrýndur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Albert komst ekki á blað gegn Lazio

Albert Guðmundsson spilaði allar 90 mínúturnar þegar Genoa tapaði 0-1 gegn Lazio á heimavelli sínum, Stadio Luigi Ferraris-vellinum. Eina mark leiksins skoraði Luis Alberto á 67. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þurfum á öllum að halda fyrir loka á­hlaup í deildinni“

„Fyrst af öllu vil ég hrósa Atalanta. Við vorum slakir í síðustu viku og þeir spiluðu vel. Atalanta átti skilið að fara áfram því við gerðum hlutina alltof erfiða fyrir okkur,“ sagði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Róm­verjar svífa um á bleiku skýi De Rossi

Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti