Fótbolti Inter Ítalíumeistari eftir sigur á nágrönnum sínum í AC Milan Inter frá Mílanó varð í kvöld Ítalíumeistari í 20. skipti eftir 2-1 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum í AC Milan. Inter komst 2-0 yfir en AC Milan minnkaði muninn áður en það sauð upp úr undir lok leiks. Það kom ekki að sök og Inter orðið meistari þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir í deildinni. Fótbolti 22.4.2024 21:00 Glódís Perla og stöllur enn taplausar á toppnum Það fær einfaldlega ekkert Þýskalandsmeistara Bayern München stöðvað í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn liðsins þegar það vann Werder Bremen 3-0 í kvöld. Fótbolti 22.4.2024 19:31 Bologna styrkti stöðu sína í fjórða sæti Bologna vann heldur ósanngjarnan útisigur á Roma í ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu ef marka má tölfræði leiksins. Það er hins vegar ekki spurt að því, lokatölur 1-3 í Róm. Fótbolti 22.4.2024 18:35 Ólafur frá næstu vikurnar Ólafur Guðmundsson, varnarmaður FH, verður frá næstu vikurnar. Hann fór meiddur af velli í sigri liðsins á HK í 3. umferð Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Íslenski boltinn 22.4.2024 17:45 Uppgjör, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Breiðablik 4-1 | Meistararnir sýndu styrk sinn Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í Víkinni í kvöld. Íslenski boltinn 21.4.2024 18:31 „Sem fyrrum sóknarmaður er ég mjög sáttur með varnarleikinn“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Þór/KA í fyrsta leik Bestu deildar kvenna í dag. Fótbolti 21.4.2024 17:36 B-deildarliðið hársbreidd frá því að fara alla leið B-deildarliðið Coventry City var hársbreidd frá því að fella risann Manchester United í undanúrslitum FA bikarsins. Venjulegum leiktíma lauk með 3-3 jafntefli og framlenging dugði ekki til að skilja liðin að. United fór áfram eftir vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 21.4.2024 14:01 Liverpool jafnar efsta sætið að stigum Liverpool hefur átt í vandræðum að undanförnu. Hvernig gengur þeim er þeir heimsækja Fulham til Lundúna klukkan 15:30? Enski boltinn 21.4.2024 15:01 Uppgjörið: ÍA - Fylkir 5-1 | Risasigur gegn tíu Fylkismönnum ÍA vann 5-1 stórsigur gegn Fylki í 3. umferð Bestu deildar karla. Fylkismenn misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0. ÍA komst þá fimm mörkum yfir en Fylkismenn klóruðu aðeins í bakkann undir lokin. Íslenski boltinn 21.4.2024 16:16 Uppgjör og viðtöl: KA - Vestri 0-1 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Vestri er komið á blað í efstu deild eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri í dag en Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma. Íslenski boltinn 21.4.2024 13:15 Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. Íslenski boltinn 21.4.2024 13:09 Engin rúta í Víkina í kvöld: „Held að það hafi bara verið þetta eina skipti“ Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur og Breiðablik, eigast við í stórleik dagsins í Bestu deild karla klukkan 19:15. Heilmargt hefur gengið á í viðureignum liðanna síðustu ár og má búast við mikilli skemmtun. Íslenski boltinn 21.4.2024 11:45 „Sumir eru í golfi en ég er bara í þessu“ Ólafur Pétursson er einn af þessum mönnum á bakvið tjöldin sem tranar sér ekki fram við hvert tilefni. Hann hefur hins vegar átt sinn þinn þátt í velgengni Breiðabliks. Íslenski boltinn 21.4.2024 11:00 Hirti krúnuna með látum en þarf að verja hana með kjafti og klóm Fanney Inga Birkisdóttir kom, sá og sigraði Bestu deild kvenna í bókstaflegri merkingu á síðasta ári. Hvað gerist í markmannsmálum deildarinnar í ár? Íslenski boltinn 21.4.2024 08:01 „Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“ Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum. Íslenski boltinn 20.4.2024 12:21 Håland tæpur fyrir stórleikinn gegn Chelsea Erling Braut Håland er tæpur fyrir leik bikarmeistara Manchester City og Chelsea. Þetta staðfesti Pep Guardiola, þjálfari Man City, á blaðamannafundi fyrir leikinn sem fram fer síðar í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn 20.4.2024 07:01 Garnacho búinn að biðjast afsökunar Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, hefur beðist afsökunar á að líka við færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem Erik ten Hag þjálfari liðsins var gagnrýndur. Enski boltinn 19.4.2024 23:45 Frá Englandsmeisturunum til meistaraliðs Bandaríkjanna Ann-Katrin Berger hefur ákveðið að ganga í raðir Gotham FC frá Englandsmeisturum Chelsea. Gotham fór alla leið í WNSL-deildinni í Bandaríkjunum á síðasta ári og er Berger því að fara úr einu meistaraliði í annað. Enski boltinn 19.4.2024 23:30 ÍA kynnir Rúnar Má til leiks Rúnar Már Sigurjónsson er genginn til liðs við ÍA í Bestu deild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld. Íslenski boltinn 19.4.2024 21:41 Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjörnumenn komnir á blað Stjarnan er komin á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Val. Gestirnir voru manni færri frá því í fyrri hálfleik og hafa nú spilað tvo leiki í röð án marks. Íslenski boltinn 19.4.2024 18:31 Martínez missir af fyrri undanúrslitaleiknum vegna leikbanns Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, missir af fyrri leik liðsins gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu eftir að fá sitt annað gula spjald í vítaspyrnukeppninni gegn Lille í 8-liða úrslitum. Fótbolti 19.4.2024 19:31 Albert komst ekki á blað gegn Lazio Albert Guðmundsson spilaði allar 90 mínúturnar þegar Genoa tapaði 0-1 gegn Lazio á heimavelli sínum, Stadio Luigi Ferraris-vellinum. Eina mark leiksins skoraði Luis Alberto á 67. mínútu. Fótbolti 19.4.2024 16:00 Íslandsmeistararnir sóttu bakvörð til Bandaríkjanna Íslandsmeistarar Vals hafa bætt við sig vinstri bakverði fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sú heitir Camryn Paige Hartmann og hefur undanfarin ár leikið í bandaríska háskólaboltanum. Íslenski boltinn 19.4.2024 18:10 Fékk ellefu leikja bann fyrir geislann úr heiðursstúkunni Nahuel Guzmán, markvörður fótboltaliðsins Tigres í Mexíkó, fékk þungan dóm frá mexíkanska knattspyrnusambandinu. Fótbolti 19.4.2024 08:31 Dagný ánægð að vera mætt aftur til æfinga Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir er mætt aftur til æfinga hjá liði sínu West Ham United í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa eignast sitt annað barn 7. febrúar á þessu ári. Enski boltinn 18.4.2024 23:31 „Þurfum á öllum að halda fyrir loka áhlaup í deildinni“ „Fyrst af öllu vil ég hrósa Atalanta. Við vorum slakir í síðustu viku og þeir spiluðu vel. Atalanta átti skilið að fara áfram því við gerðum hlutina alltof erfiða fyrir okkur,“ sagði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Fótbolti 18.4.2024 22:45 Þjálfari Hákon Arnars: „Áttum skilið að fara áfram“ Paulo Fonseca, þjálfari franska knattspyrnuliðsins Lille, sagði lið sitt ekki eiga skilið að hafa fallið úr leik gegn Aston Villa í Evrópudeildinni í kvöld. Villa fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 18.4.2024 22:45 Ósáttur með dómara leiksins: „Eins og að spila gegn fjórtán mönnum“ „Augljóslega svekktir, sýndum þeim of mikla virðingu í síðustu viku en sýndum þeim hvað við gátum í kvöld,“ sagði markaskorari West Ham United, Michail Antonio, um niðurstöðu kvöldsins en West Ham gerði 1-1 jafntefli við hið ósigrandi lið Bayer Leverkusen í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 18.4.2024 22:10 Rómverjar svífa um á bleiku skýi De Rossi Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 18.4.2024 22:01 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. Fótbolti 18.4.2024 18:31 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 334 ›
Inter Ítalíumeistari eftir sigur á nágrönnum sínum í AC Milan Inter frá Mílanó varð í kvöld Ítalíumeistari í 20. skipti eftir 2-1 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum í AC Milan. Inter komst 2-0 yfir en AC Milan minnkaði muninn áður en það sauð upp úr undir lok leiks. Það kom ekki að sök og Inter orðið meistari þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir í deildinni. Fótbolti 22.4.2024 21:00
Glódís Perla og stöllur enn taplausar á toppnum Það fær einfaldlega ekkert Þýskalandsmeistara Bayern München stöðvað í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn liðsins þegar það vann Werder Bremen 3-0 í kvöld. Fótbolti 22.4.2024 19:31
Bologna styrkti stöðu sína í fjórða sæti Bologna vann heldur ósanngjarnan útisigur á Roma í ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu ef marka má tölfræði leiksins. Það er hins vegar ekki spurt að því, lokatölur 1-3 í Róm. Fótbolti 22.4.2024 18:35
Ólafur frá næstu vikurnar Ólafur Guðmundsson, varnarmaður FH, verður frá næstu vikurnar. Hann fór meiddur af velli í sigri liðsins á HK í 3. umferð Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Íslenski boltinn 22.4.2024 17:45
Uppgjör, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Breiðablik 4-1 | Meistararnir sýndu styrk sinn Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í Víkinni í kvöld. Íslenski boltinn 21.4.2024 18:31
„Sem fyrrum sóknarmaður er ég mjög sáttur með varnarleikinn“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Þór/KA í fyrsta leik Bestu deildar kvenna í dag. Fótbolti 21.4.2024 17:36
B-deildarliðið hársbreidd frá því að fara alla leið B-deildarliðið Coventry City var hársbreidd frá því að fella risann Manchester United í undanúrslitum FA bikarsins. Venjulegum leiktíma lauk með 3-3 jafntefli og framlenging dugði ekki til að skilja liðin að. United fór áfram eftir vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 21.4.2024 14:01
Liverpool jafnar efsta sætið að stigum Liverpool hefur átt í vandræðum að undanförnu. Hvernig gengur þeim er þeir heimsækja Fulham til Lundúna klukkan 15:30? Enski boltinn 21.4.2024 15:01
Uppgjörið: ÍA - Fylkir 5-1 | Risasigur gegn tíu Fylkismönnum ÍA vann 5-1 stórsigur gegn Fylki í 3. umferð Bestu deildar karla. Fylkismenn misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0. ÍA komst þá fimm mörkum yfir en Fylkismenn klóruðu aðeins í bakkann undir lokin. Íslenski boltinn 21.4.2024 16:16
Uppgjör og viðtöl: KA - Vestri 0-1 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Vestri er komið á blað í efstu deild eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri í dag en Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma. Íslenski boltinn 21.4.2024 13:15
Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. Íslenski boltinn 21.4.2024 13:09
Engin rúta í Víkina í kvöld: „Held að það hafi bara verið þetta eina skipti“ Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur og Breiðablik, eigast við í stórleik dagsins í Bestu deild karla klukkan 19:15. Heilmargt hefur gengið á í viðureignum liðanna síðustu ár og má búast við mikilli skemmtun. Íslenski boltinn 21.4.2024 11:45
„Sumir eru í golfi en ég er bara í þessu“ Ólafur Pétursson er einn af þessum mönnum á bakvið tjöldin sem tranar sér ekki fram við hvert tilefni. Hann hefur hins vegar átt sinn þinn þátt í velgengni Breiðabliks. Íslenski boltinn 21.4.2024 11:00
Hirti krúnuna með látum en þarf að verja hana með kjafti og klóm Fanney Inga Birkisdóttir kom, sá og sigraði Bestu deild kvenna í bókstaflegri merkingu á síðasta ári. Hvað gerist í markmannsmálum deildarinnar í ár? Íslenski boltinn 21.4.2024 08:01
„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“ Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum. Íslenski boltinn 20.4.2024 12:21
Håland tæpur fyrir stórleikinn gegn Chelsea Erling Braut Håland er tæpur fyrir leik bikarmeistara Manchester City og Chelsea. Þetta staðfesti Pep Guardiola, þjálfari Man City, á blaðamannafundi fyrir leikinn sem fram fer síðar í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn 20.4.2024 07:01
Garnacho búinn að biðjast afsökunar Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, hefur beðist afsökunar á að líka við færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem Erik ten Hag þjálfari liðsins var gagnrýndur. Enski boltinn 19.4.2024 23:45
Frá Englandsmeisturunum til meistaraliðs Bandaríkjanna Ann-Katrin Berger hefur ákveðið að ganga í raðir Gotham FC frá Englandsmeisturum Chelsea. Gotham fór alla leið í WNSL-deildinni í Bandaríkjunum á síðasta ári og er Berger því að fara úr einu meistaraliði í annað. Enski boltinn 19.4.2024 23:30
ÍA kynnir Rúnar Má til leiks Rúnar Már Sigurjónsson er genginn til liðs við ÍA í Bestu deild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld. Íslenski boltinn 19.4.2024 21:41
Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjörnumenn komnir á blað Stjarnan er komin á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Val. Gestirnir voru manni færri frá því í fyrri hálfleik og hafa nú spilað tvo leiki í röð án marks. Íslenski boltinn 19.4.2024 18:31
Martínez missir af fyrri undanúrslitaleiknum vegna leikbanns Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, missir af fyrri leik liðsins gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu eftir að fá sitt annað gula spjald í vítaspyrnukeppninni gegn Lille í 8-liða úrslitum. Fótbolti 19.4.2024 19:31
Albert komst ekki á blað gegn Lazio Albert Guðmundsson spilaði allar 90 mínúturnar þegar Genoa tapaði 0-1 gegn Lazio á heimavelli sínum, Stadio Luigi Ferraris-vellinum. Eina mark leiksins skoraði Luis Alberto á 67. mínútu. Fótbolti 19.4.2024 16:00
Íslandsmeistararnir sóttu bakvörð til Bandaríkjanna Íslandsmeistarar Vals hafa bætt við sig vinstri bakverði fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sú heitir Camryn Paige Hartmann og hefur undanfarin ár leikið í bandaríska háskólaboltanum. Íslenski boltinn 19.4.2024 18:10
Fékk ellefu leikja bann fyrir geislann úr heiðursstúkunni Nahuel Guzmán, markvörður fótboltaliðsins Tigres í Mexíkó, fékk þungan dóm frá mexíkanska knattspyrnusambandinu. Fótbolti 19.4.2024 08:31
Dagný ánægð að vera mætt aftur til æfinga Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir er mætt aftur til æfinga hjá liði sínu West Ham United í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa eignast sitt annað barn 7. febrúar á þessu ári. Enski boltinn 18.4.2024 23:31
„Þurfum á öllum að halda fyrir loka áhlaup í deildinni“ „Fyrst af öllu vil ég hrósa Atalanta. Við vorum slakir í síðustu viku og þeir spiluðu vel. Atalanta átti skilið að fara áfram því við gerðum hlutina alltof erfiða fyrir okkur,“ sagði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Fótbolti 18.4.2024 22:45
Þjálfari Hákon Arnars: „Áttum skilið að fara áfram“ Paulo Fonseca, þjálfari franska knattspyrnuliðsins Lille, sagði lið sitt ekki eiga skilið að hafa fallið úr leik gegn Aston Villa í Evrópudeildinni í kvöld. Villa fór áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 18.4.2024 22:45
Ósáttur með dómara leiksins: „Eins og að spila gegn fjórtán mönnum“ „Augljóslega svekktir, sýndum þeim of mikla virðingu í síðustu viku en sýndum þeim hvað við gátum í kvöld,“ sagði markaskorari West Ham United, Michail Antonio, um niðurstöðu kvöldsins en West Ham gerði 1-1 jafntefli við hið ósigrandi lið Bayer Leverkusen í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 18.4.2024 22:10
Rómverjar svífa um á bleiku skýi De Rossi Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 18.4.2024 22:01
Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. Fótbolti 18.4.2024 18:31