Enski boltinn

Dag­ný á­nægð að vera mætt aftur til æfinga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti, en hann kom í heiminn í febrúar.
Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti, en hann kom í heiminn í febrúar. Getty/George Tewkesbury

Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir er mætt aftur til æfinga hjá liði sínu West Ham United í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa eignast sitt annað barn 7. febrúar á þessu ári.

Dagný hefur ekki spilað með liðinu á yfirstandandi leiktíð og ef ekki væri fyrir ömurlegt gengi Bristol City væri liðið í harðri fallbaráttu. Sem stendur er West Ham í næstneðsta sæti með 13 stig, sjö stigum frá botnliði Bristol.

West Ham á fjóra leiki eftir af tímabilinu og stóra spurningin er hvort fyrirliðinn Dagný fái einhverjar mínútur. Hamrarnir birtu í dag myndband á samfélagsmiðlum af Dagný í ræktinni ásamt stuttu viðtali við íslensku landsliðskonuna.

„Það er gott að vera komin til baka. Mér líður, ég veit ekki alveg, ég hef verið fjarverandi í dágóða stund þó það hafi ekki verið svo langt. En já, það er gott að vera komin til baka.“

„Ég var mjög spennt að koma aftur og sjá allar stelpurnar. Ég hef verið í sambandi við þónokkrar af þeim á meðan ég var í burtu en það var mjög gaman að snúa aftur og hitta þær allar.“

„Ég byrjaði að gera ýmsar æfingar aðeins fjórum dögum eftir að ég átti son minn, bara léttar heimaæfingar. Svo byrjaði ég að fara í ræktina heima á Íslandi, byrjaði að skokka og svona. Nú þegar ég er snúin aftur fer ég vonandi að ná einhverjum snertingum á boltann,“ sagði Dagný að endingu.


Tengdar fréttir

„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“

Knatt­spyrnu­konan Dag­ný Brynjars­dóttir, leik­maður West Ham á Eng­landi, er byrjuð að leggja grunnin að endur­komu sinni inn á knatt­spyrnu­völlinn eftir barns­burð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. 

Móðir sem barðist gegn efa­semdaröddum

Í heimildar­­myndinni Ómars­­son, sem kom út í gær, er at­vinnu­­konunni í knatt­­spyrnu, Dag­nýju Brynjars­dóttur, fylgt eftir á með­­göngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæða­stigi kvennaknatt­spyrnunnar. Munurinn á upp­­lifun Dag­nýjar frá sínum tveimur með­­göngum er mikill. Efa­­semdar­­raddirnar eru nú á bak og burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×