Fótbolti

Fréttamynd

Þjálfari Dana spenntur fyrir undra­barninu Fag­hir

Kasper Hjulmand. þjálfari danska A-landsliðsins í knattspyrnu, er mjög spenntur að sjá hinn 17 ára Wahid Faghir í treyju danska landsliðsins og vonast til að þessi ungi leikmaður ákveði að spila fyrir Dani um ókomna tíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Xabi Alon­so ekki til Þýska­lands eftir allt saman

Fyrir fjórum dögum var greint frá því að Xabi Alonso yrði nýr þjálfari Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni. Svo er aldeilis ekki en í dag skrifaði hann undir nýjan samning hjá Real Sociedad og mun halda áfram að þjálfa B-lið félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Danir með ó­væntan sigur á Frökkum

Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland óvænt 1-0 í riðli okkar Íslendinga á EM U-21 árs landsliða í knattspyrnu í kvöld. Portúgal vann sömuleiðis 1-0 sigur á Króatíu í D-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Eng­land skoraði fimm | Dramatík í Ung­verja­landi

England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra.

Fótbolti
Fréttamynd

„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael segist ekki vera meiddur

Mikael Neville Anderson var meðal varamanna íslenska U21 árs landsliðinu sem tapaði 4-1 gegn Rússlandi á EM nú rétt í þessu. Fyrir leik var talað um að Mikael væri meiddur á nára en það ku ekki eiga við rök að styðjast.

Fótbolti
Fréttamynd

Jökull lék allan leikinn í svekkjandi tapi

Markvörðurinn Jökull Andrésson gat ekki komið í veg fyrir 2-1 tap Exeter City gegn Oldham Athletic í ensku D-deildinni í kvöld. Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekk Blackpool er liðið vann 3-1 sigur á Peterborough United.

Enski boltinn