Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. september 2024 15:02 Dísa tók þátt í Ungfrú Ísland í ágúst síðastliðnum og mun taka þátt fyrir Íslands hönd í fegurðarsamkeppninni Miss CosmoWorld í Malasíu í nóvember. „Ég fæ mikið af spurningum hvernig ég held mér svona unglegri. Margir halda að það sé með bótox eða fylliefni, þar sem ég er með mjög slétta og fína húð,“ segir Dísa Dungal heilsu- og íþróttafræðingur. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland í ágúst síðastliðnum og hefur starfað sem fyrirsæti undanfarin ár. Dísa 31 árs gömul og segist aldrei hafa litið betur út þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Hún var stödd í trampolíngarði hér á landi þegar hún slasaðist og braut á sér hrygginn. Beinflísar stungust inn í mænuna og þrýstu á taugar, sem ollu dofa í vinstri fæti. Litlu munaði að hún hefði lamast. Síðastliðna mánuði hefur hún verið endurhæfingu og viðurkennir að það hafi verið erfitt að slaka á. Þrátt fyrir áskoranirnar segist hún staðráðin í að aðlaga sig að breyttum kringumstæðum og finna leiðir til að halda áfram að lifa lífinu sem hún elskar. Hér að neðan eru ráð sem Dísa notar til að viðhalda unglegu útliti með náttúrulegum aðferðum: Þrífa andlitið kvölds og morgna Með reglulegri húðumhirðu verður húðin fríkleg og ljómandi. Mikilvægt er að þrífa andlitið kvölds og morgna og nota góð krem sem gefa húðinni aukinn raka. Vatnsdrykkja Vatndrykkja er ómissandi fyrir heilbrigða húð, þar sem það hjálpar til við að halda henni raka, eykur teygjanleika og stuðlar að náttúrulegum ljóma. Vatn hjálpar einnig við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum, sem getur dregið úr bólum og öðrum óhreinindum. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Silkipúði – fyrir húð og hár Eitt af því sem hefur gjörbreytt húðinni minni er að sofa á silkipúða. Silkið er mun betra fyrir húðina en bómull og dregur ekki til sín raka, sem hjálpar til við að minnka fíngerðar línur og einnig til halda hárinu í betra ástandi. Ég fann strax mikinn mun eftir að ég skipti yfir í silkipúða og get ekki mælt nógu mikið með því. Sólarvörn - allan ársins hring Þegar kemur að húðumhirðu er sólarvörn mikilvægasta varan í mínum rútínum. Ég nota sólarvörn með SPF 50 allan ársins hring, jafnvel þegar það er skýjað. Sólarskemmdir eru oft ósýnilegar til að byrja með, en hafa langvarandi áhrif á húðina. Það er því betra að koma í veg fyrir skemmdirnar í stað þess að reyna að laga húðina eftir á. Sólarvörn er ekki bara fyrir sólardaga – hún er mikilvægasta vopnið gegn öldrun húðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Náttúruleg andlitsmeðferð Til að viðhalda húðinni fer ég reglulega í andlitsmeðferðir, þar sem ég nota bæði mesotherapy og Sunekos. Báðar meðferðirnar örva kollagenframleiðsluna á náttúrulegan hátt, sem hjálpar til við að halda húðinni unglegri og ljómandi. Meso sprautur veita dýrmæt vítamín og næringarefni, á meðan Sunekos bætir húðina með hyaluronsýru og amínósýrum. Forvarnir frekar en lagfæringar Oft gleymir fólk sér og reynir að laga húðina eftir að skemmdir hafa komið í ljós. Mikilvægt er að vinna grunnvinnuna með forvörnum. Það er miklu áhrifaríkara og auðveldara að viðhalda heilbrigðri húð með reglulegri umhirðu en að reyna að laga eitthvað eftir á. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Ungfrú Ísland Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Dísa 31 árs gömul og segist aldrei hafa litið betur út þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Hún var stödd í trampolíngarði hér á landi þegar hún slasaðist og braut á sér hrygginn. Beinflísar stungust inn í mænuna og þrýstu á taugar, sem ollu dofa í vinstri fæti. Litlu munaði að hún hefði lamast. Síðastliðna mánuði hefur hún verið endurhæfingu og viðurkennir að það hafi verið erfitt að slaka á. Þrátt fyrir áskoranirnar segist hún staðráðin í að aðlaga sig að breyttum kringumstæðum og finna leiðir til að halda áfram að lifa lífinu sem hún elskar. Hér að neðan eru ráð sem Dísa notar til að viðhalda unglegu útliti með náttúrulegum aðferðum: Þrífa andlitið kvölds og morgna Með reglulegri húðumhirðu verður húðin fríkleg og ljómandi. Mikilvægt er að þrífa andlitið kvölds og morgna og nota góð krem sem gefa húðinni aukinn raka. Vatnsdrykkja Vatndrykkja er ómissandi fyrir heilbrigða húð, þar sem það hjálpar til við að halda henni raka, eykur teygjanleika og stuðlar að náttúrulegum ljóma. Vatn hjálpar einnig við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum, sem getur dregið úr bólum og öðrum óhreinindum. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Silkipúði – fyrir húð og hár Eitt af því sem hefur gjörbreytt húðinni minni er að sofa á silkipúða. Silkið er mun betra fyrir húðina en bómull og dregur ekki til sín raka, sem hjálpar til við að minnka fíngerðar línur og einnig til halda hárinu í betra ástandi. Ég fann strax mikinn mun eftir að ég skipti yfir í silkipúða og get ekki mælt nógu mikið með því. Sólarvörn - allan ársins hring Þegar kemur að húðumhirðu er sólarvörn mikilvægasta varan í mínum rútínum. Ég nota sólarvörn með SPF 50 allan ársins hring, jafnvel þegar það er skýjað. Sólarskemmdir eru oft ósýnilegar til að byrja með, en hafa langvarandi áhrif á húðina. Það er því betra að koma í veg fyrir skemmdirnar í stað þess að reyna að laga húðina eftir á. Sólarvörn er ekki bara fyrir sólardaga – hún er mikilvægasta vopnið gegn öldrun húðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal) Náttúruleg andlitsmeðferð Til að viðhalda húðinni fer ég reglulega í andlitsmeðferðir, þar sem ég nota bæði mesotherapy og Sunekos. Báðar meðferðirnar örva kollagenframleiðsluna á náttúrulegan hátt, sem hjálpar til við að halda húðinni unglegri og ljómandi. Meso sprautur veita dýrmæt vítamín og næringarefni, á meðan Sunekos bætir húðina með hyaluronsýru og amínósýrum. Forvarnir frekar en lagfæringar Oft gleymir fólk sér og reynir að laga húðina eftir að skemmdir hafa komið í ljós. Mikilvægt er að vinna grunnvinnuna með forvörnum. Það er miklu áhrifaríkara og auðveldara að viðhalda heilbrigðri húð með reglulegri umhirðu en að reyna að laga eitthvað eftir á. View this post on Instagram A post shared by Paradísa (@disadungal)
Ungfrú Ísland Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira