England skoraði fimm | Dramatík í Ungverjalandi 25. mars 2021 21:45 Englendingar fagna marki Ollie Watkins í kvöld. EPA-EFE/Adrian Dennis England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. Gareth Southgate ákvað að gefa mörgum af sínum helstu mönnum frí í kvöld þar sem mótherji kvöldsins var í auðveldari kantinum. Conor Coady, Kalvin Phillips, Jesse Lingard og Dominic Calvert-Lewin voru til að mynda allir í byrjunarliðinu. Það var hins vegar James Ward-Prowse, leikmaður Southampton, sem kom Englendingum yfir á 14. mínútu eftir sendingu Ben Chilwell. Það var svo Calvert-Lewin sem tvöfaldaði forystuna á 21. mínútu en að þessu sinni var það hinn bakvörðurinn, Reece James, sem lagði upp markið. Raheem Sterling bætti svo við þriðja marki leiksins þegar rúmur hálftími var liðinn og staðan 3-0 í hálfleik. Calvert-Lewin skoraði annað mark sitt og fjórða mark Englands snemma í síðari hálfleik eftir sendingu frá Lingard. Ollie Watkins fagnaði svo sínum fyrsta landsleik með því að koma knettinum í netið þegar sjö mínútur lifðu leiks. 2002 - Ollie Watkins is the first Aston Villa player to score on his England debut since Darius Vassell in February 2002 against the Netherlands. Dream. pic.twitter.com/vVZWOS344Z— OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2021 Lokatölur 5-0 Englandi í vil og gat liðið vart óskað sér þægilegri leik til að hefja undankeppnina. Öllu meiri spenna var í leik Ungverjalands og Póllands. Roland Sallai kom Ungverjalandi óvænt 1-0 yfir strax á sjöttu mínútu og þannig var staðan allt fram á 53. mínútu leiksins. Ádám Szalai tvöfaldaði þá forystu heimamanna og Ungverjar í mjög góðum málum í leik sem gæti skipt sköpum þegar stigin verða talin í lok undankeppninnar. Pólska liðið er hins vegar ógnarsterkt og tókst að jafna metin með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Krzysztof Piątek minnkaði muninn þegar slétt klukkustund var liðin af leiknum og mínútur síðar jafnaði Kamil Jóźwiak metin. Báðir höfðu þeir komið inn af varamannabekk Póllands á 59. mínútu og þeir voru því ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Í bókstaflegri merkingu. Staðan því 2-2 þegar hálftími lifði leiks en það átti nóg eftir að gerast. Willi Orban kom Ungverjum yfir á nýjan leik á 78. mínútu og staðan orðin 3-2 í þessum skemmtilega leik. Einn besti framherji heims í dag hafði hins vegar ekki enn komist á blað en það gerði hann á 83. mínútu leiksins. Robert Lewandowski kom Póllandi til bjargar í kvöld.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Robert Lewanwoski jafnaði metin í 3-3 og þar við sat. Þá vann Albanía skyldusigur á Andorra þökk sé marki Ermir Lenjani undir lok fyrri hálfleiks. Fótbolti HM 2022 í Katar
England hóf undankeppni HM 2022 í Katar með 5-0 sigri á San Marínó í I-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins voru töluvert meira spennandi. Ungverjaland og Pólland gerði 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik og Albanía vann Andorra. Gareth Southgate ákvað að gefa mörgum af sínum helstu mönnum frí í kvöld þar sem mótherji kvöldsins var í auðveldari kantinum. Conor Coady, Kalvin Phillips, Jesse Lingard og Dominic Calvert-Lewin voru til að mynda allir í byrjunarliðinu. Það var hins vegar James Ward-Prowse, leikmaður Southampton, sem kom Englendingum yfir á 14. mínútu eftir sendingu Ben Chilwell. Það var svo Calvert-Lewin sem tvöfaldaði forystuna á 21. mínútu en að þessu sinni var það hinn bakvörðurinn, Reece James, sem lagði upp markið. Raheem Sterling bætti svo við þriðja marki leiksins þegar rúmur hálftími var liðinn og staðan 3-0 í hálfleik. Calvert-Lewin skoraði annað mark sitt og fjórða mark Englands snemma í síðari hálfleik eftir sendingu frá Lingard. Ollie Watkins fagnaði svo sínum fyrsta landsleik með því að koma knettinum í netið þegar sjö mínútur lifðu leiks. 2002 - Ollie Watkins is the first Aston Villa player to score on his England debut since Darius Vassell in February 2002 against the Netherlands. Dream. pic.twitter.com/vVZWOS344Z— OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2021 Lokatölur 5-0 Englandi í vil og gat liðið vart óskað sér þægilegri leik til að hefja undankeppnina. Öllu meiri spenna var í leik Ungverjalands og Póllands. Roland Sallai kom Ungverjalandi óvænt 1-0 yfir strax á sjöttu mínútu og þannig var staðan allt fram á 53. mínútu leiksins. Ádám Szalai tvöfaldaði þá forystu heimamanna og Ungverjar í mjög góðum málum í leik sem gæti skipt sköpum þegar stigin verða talin í lok undankeppninnar. Pólska liðið er hins vegar ógnarsterkt og tókst að jafna metin með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Krzysztof Piątek minnkaði muninn þegar slétt klukkustund var liðin af leiknum og mínútur síðar jafnaði Kamil Jóźwiak metin. Báðir höfðu þeir komið inn af varamannabekk Póllands á 59. mínútu og þeir voru því ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Í bókstaflegri merkingu. Staðan því 2-2 þegar hálftími lifði leiks en það átti nóg eftir að gerast. Willi Orban kom Ungverjum yfir á nýjan leik á 78. mínútu og staðan orðin 3-2 í þessum skemmtilega leik. Einn besti framherji heims í dag hafði hins vegar ekki enn komist á blað en það gerði hann á 83. mínútu leiksins. Robert Lewandowski kom Póllandi til bjargar í kvöld.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Robert Lewanwoski jafnaði metin í 3-3 og þar við sat. Þá vann Albanía skyldusigur á Andorra þökk sé marki Ermir Lenjani undir lok fyrri hálfleiks.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti