Fótbolti

Fréttamynd

Reynslu­boltarnir úr Pepsi Max deildinni

Eftir erfiða byrjun Íslands í undankeppni HM 2022 í fótbolta er ljóst að Ísland er með bakið upp við vegg innanvallar jafnt sem utan vegna þeirra ofbeldis- og kynferðisbrotamála sem hafa litið dagsins ljós á undanförnum dögum og vikum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári lét sér fátt um finnast um útspil Tólfunnar

Kári Árnason, aldursforseti fótboltalandsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði að einbeita sér að fullum krafti að landsleiknum við Rúmeníu á morgun, þó að allir verði varir við umræðuna um liðið síðustu daga. Hann hafði lítið að segja um útspil Tólfunnar sem ætlar að þegja fyrstu ellefu mínútur leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Klara Bjartmarz farin í leyfi

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar.

Sport
Fréttamynd

Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri

Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍBV nálgast sæti í efstu deild

ÍBV vann í dag mikilvægan 1-0 sigur þegar að liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Eyjamenn eru enn í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili, en Þórsarar eru ekki enn búnir að hrista falldrauginn af sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Samningi Arons í Póllandi rift

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson mun ekki leika meira fyrir pólska félagið Lech Poznan. Aron og félagið tóku sameiginlega ákvörðun um að rifta samningi hans sem gilda átti til áramóta.

Fótbolti
Fréttamynd

Franska ungstirnið á leið til Madrídar

Franski miðjumaðurinn Eduardo Camavinga er á leið til Real Madríd. Þetta staðfestir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano. Real ku greiða rúmlega 30 milljónir evra fyrir þennan 18 ára gamla miðvallarleikmann.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Alex á leið til Belgíu

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands og markvörður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til belgíska úrvalsdeildarliðsins OH Leuven á láni. Frá þessu er greint á vef The Athletic.

Fótbolti
Fréttamynd

Í­huga að rifta samningi Kol­beins

Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu.

Fótbolti