Fótbolti

Fréttamynd

Der­by komið á blað og Mitro­vic skoraði þrennu

Fjöldi leikja fór fram í ensku B-deildinni í kvöld. Derby County vann sigur sem þýðir að liðið er komið með eitt stig en tólf stig voru dregin af félaginu nýverið vegna skuldastöðu þess. Þá skoraði Aleksandar Mitrović þrennu í sigri Fulham og Peterborough United hélt hreinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ronaldo hetja Manchester United gegn Villarreal

Cristiano Ronaldo reyndist hetja Manchester United þegar liðinu tókst loksins að vinna Villarreal er þau mættust í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 2-1 heimamönnum í vil þar sem sigurmarkið kom undir lok uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Atalanta og Zenit á sigur­braut

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atalanta vann Young Boys 1-0 á Ítalíu og Zenit St. Pétursborg vann 3-0 sigur á Malmö í Rússlandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Pep segir sína menn hafa gert allt nema skora

Manchester City tapaði 2-0 er liðið heimsótti París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Pep Guardiola, þjálfari Man City, sagði frammistöðuna hafa verið fína en liðið hafi einfaldlega ekki nýtt færin.

Fótbolti
Fréttamynd

Pablo Punyed vonast til að geta verið lengi í Víkinni

Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Messi verður líklega með PSG þegar liðið mætir City

Lionel Messi, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins Paris Saint-Germain og einn besti knattspyrnumaður heims, verður að öllum líkindum klár í slagin þegar að franska stórveldið mætir Englandsmeisturum Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Fótbolti