Fótbolti

Fréttamynd

Lét húðflúra treyju liðsins á allan líkamann

Mauricio dos Anjos, stuðningsmaður brasilíska knattspyrnuliðsins Flamengo, er líklega mesti aðdáandi liðsins í heimalandinu og þó víðar væri leitað. Dos Anjos gekk svo langt að hann lét húðflúra treyju liðsins á allan líkaman.

Fótbolti
Fréttamynd

„Geggjað gaman að spila svona leiki“

Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum hæstánægð eftir 1-0 sigur Íslands gegn Nýja-Sjálandi í Bandaríkjunum í nótt, í fyrsta leik fótboltalandsliðsins á SheBelieves Cup.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það svíður alveg helvíti mikið“

Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur í íslenska fótboltann eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hann á að baki 19 A-landsleiki og var í mörg ár viðloðandi landsliðið en missti sæti sitt á ögurstundu sumarið 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur Robinho

Ítölsk yfirvöld hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur fyrrverandi knattspyrnumannsins Robinho. Þessi fyrrum leikmaður Real Madrid, AC Milan og Manchester City var árið 2017 dæmdur í níu ára fangelsi fyrir hópnauðgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Ari til sögufrægs félags

Viðar Ari Jónsson er genginn til liðs við Honvéd í Ungverjalandi frá norska liðinu Sandefjord. Hann kemur til Honvéd á frjálsri sölu og skrifaði undir eins og hálfs árs samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Grunur um að Benfica hafi mútað dómara

Portúgalska knattspyrnustórveldið Benfica liggur undir grun um að hafa mútað dómara með háum fjárhæðum til að hafa áhrif á úrslit leikja, samkvæmt portúgölskum miðlum. Félagið sver af sér sök.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil aftur í fótbolta eftir hjartastoppið

Þremur mánuðum eftir að hafa verið lífgaður við á knattspyrnuvellinum, þar sem hjarta hans stöðvaðist í hátt í fjórar mínútur, er Emil Pálsson farinn að geta æft fótbolta að nýju.

Fótbolti
Fréttamynd

Er eitt stig af karlrembu í lagi?

„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkjum íþróttafélögin í landinu

Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var.

Skoðun
Fréttamynd

Oli­ver á láni til ÍA

Oliver Stefánsson hefur samið um að leika með uppeldisfélagi sínu ÍA í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar. Hann kemur á láni frá sænska félaginu IFK Norrköping. ÍA greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hegðun í stúkunni fer versnandi | Neysla kókaíns vanda­­­mál

Öryggisverðir og lögregla hafa þurft að hafa mun meiri afskipti af stuðningsfólki enskra knattspyrnuliða á þessari leiktíð en á sama tíma fyrir tveimur árum. Það virðist sem fólk kunni einfaldlega ekki að haga sér eftir að hafa ekki mátt mæta á völlinn sökum kórónuveirunnar. Þá mætir nú fjöldi ungra karlmanna á knattspyrnuleiki eftir að hafa fengið sér vel í nös af kókaíni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sevilla heldur pressunni á Real Madríd

Sevilla vann 2-0 sigur á Elche í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Sevilla heldur pressunni á Real Madríd á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór á­fram í Hvíta-Rúss­landi

Miðjumaðurinn Willum Þór Þórsson verður í herbúðum BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi út þetta ár. Hann er loks orðinn góður af meiðslum sem hafa plagað hann undanfarið og ætlar sér stóra hluti á árinu.

Fótbolti