Fótbolti

Fréttamynd

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“

ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. 

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester-liðin skoruðu fjögur

Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta er nú lokið. Manchester United og City unnu sína leiki bæði 4-0. Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea 3-1 útisigur á Everton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Svava Rós nálgast norska meistara­titilinn | Berg­lind Rós drap titil­vonir Kristian­stad

Svava Rós Guðmundsdóttir nældi sér í gult spjald þegar Brann vann öruggan 3-0 sigur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Sigurinn þýðir að Brann er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Þá skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir í 3-2 sigri Örebro á Kristianstad, segja má að tapaði hafi endanlega gert út um vonir Kristianstad að verða sænskur meistari.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og fé­lagar halda í við topp­liðin

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana.

Fótbolti
Fréttamynd

Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Hvað er í gangi hjá KR?

Sumarið hjá meistaraflokkum KR í knattspyrnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Mikið gekk á hjá kvennaliði félagsins sem endaði í neðsta sæti Bestu deildar og leikur því í Lengjudeildinni að ári. Hjá körlunum hefur einnig mikið gengið á en liðið getur þó endað í fjórða sæti þrátt fyrir að lykilmenn hafi misst mikið úr vegna meiðsla. Framkoma félagsins í garð Kjartans Henry Finnbogasonar hefur hins vegar vakið upp hörð viðbrögð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kanté missir að öllum líkindum af HM

Það virðast litlar sem engar líkur á því að N‘Golo Kanté geta hjálpað Frakklandi að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu þegar HM fer fram í Katar undir lok þessa árs. Talið er að miðjumaðurinn öflugi verði frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla aftan í læri.

Enski boltinn
Fréttamynd

Er með tvo af eig­endum liðsins í leik­manna­hópnum

Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Ton­ey sá um Brig­hton

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hamrén hafði betur gegn Frey

Erik Hamrén hafði betur gegn Frey Alexanderssyni er lið þeirra, Álaborg og Lyngby, mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Álaborg vann 2-0 sigur sem þýðir að liðið er nú níu stigum á undan Lyngby sem situr á botni deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefnir allt í að Rosengård verji titilinn

Guðrún Arnarsdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Rosengård á Eskilstuna United í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Rosengård er hársbreidd frá að verja titil sinn en Íslendingalið Kristianstad heldur í vonina um að Guðrún og stöllur hennar renni á bananahýði áður en tímabilinu lýkur.

Fótbolti
Fréttamynd

Norðanvindurinn í Genóa og stór heimsmeistari í lítilli tjörn

Ég man þá tíð þegar maður spilaði fótbolta sem barn, áhyggjulaus á túninu með félögunum. Reglan var þannig að ef annað liðið var að vinna stórt, þurfti einn leikmaður úr liðinu sem var að vinna yfir í liðið sem var að tapa. Skrefin voru þung þar sem maður þrammaði yfir á hinn vallarhelminginn þar sem maður þurfti að reyna að byggja upp sjálfstraust nýju liðsfélaganna sem maður var nýbúinn að niðurlægja.

Fótbolti