Arteta þakkaði myndbandsdómgæslunni eftir nauman sigur í Leeds Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 18:30 Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/ANDY RAIN Mikel Arteta þakkaði myndbandsdómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur sinna manna á Elland Road í dag. Arsenal vann eins nauman sigur og hægt verður þegar liðið lagði Leeds United fyrr í dag. Til að byrja með frestaðist leikurinn um 40 mínútur þar sem rafmagnsleysi olli því að tækjabúnaður dómarateymisins virkaði ekki. Þá fengu heimamenn í Leeds tvær vítaspyrnur, þá fyrri varði Aaron Ramsdale en sú síðari var dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur. „Ef þú ferð í MLS-deildina (í Bandaríkjunum) þá er þetta algengt,“ sagði Arteta um töfina sem varð á leiknum. „Þegar við förum þangað á undirbúningstímabilinu getur leik verið frestað um þrjá til fimm tíma vegna þrumuveðurs,“ bætti Spánverjinn við. „Við erum ekki vön þessu en þurfum að venjast þessu þar myndbandsdómgæslan (VAR) skiptir okkur miklu máli. Hefðum við spilað án hennar í dag hefði þetta verið allt annar leikur.“ „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það er engin tilviljun að við vinnum sigra eins og þessa, við sýndum karakter og mikinn vilja.“ Arsenal marði Bodø/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudag og hafði sá leikur áhrif á undirbúninginn fyrir leik dagsins í dag. Líkt og þá var Bukayo Saka hetjan. „Það voru margir leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar á fimmtudaginn [gegn Bodø/Glimt]. Við eyddum aðfaranótt föstudags í Noregi og komum svo hingað til Leeds og unnum báða leikina. Sigrarnir sýna hvert við erum komnir sem lið og mikið hrós til leikmannanna. Þú verður að geta unnið leiki, sama hvað,“ sagði Arteta að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Arsenal vann eins nauman sigur og hægt verður þegar liðið lagði Leeds United fyrr í dag. Til að byrja með frestaðist leikurinn um 40 mínútur þar sem rafmagnsleysi olli því að tækjabúnaður dómarateymisins virkaði ekki. Þá fengu heimamenn í Leeds tvær vítaspyrnur, þá fyrri varði Aaron Ramsdale en sú síðari var dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur. „Ef þú ferð í MLS-deildina (í Bandaríkjunum) þá er þetta algengt,“ sagði Arteta um töfina sem varð á leiknum. „Þegar við förum þangað á undirbúningstímabilinu getur leik verið frestað um þrjá til fimm tíma vegna þrumuveðurs,“ bætti Spánverjinn við. „Við erum ekki vön þessu en þurfum að venjast þessu þar myndbandsdómgæslan (VAR) skiptir okkur miklu máli. Hefðum við spilað án hennar í dag hefði þetta verið allt annar leikur.“ „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það er engin tilviljun að við vinnum sigra eins og þessa, við sýndum karakter og mikinn vilja.“ Arsenal marði Bodø/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudag og hafði sá leikur áhrif á undirbúninginn fyrir leik dagsins í dag. Líkt og þá var Bukayo Saka hetjan. „Það voru margir leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar á fimmtudaginn [gegn Bodø/Glimt]. Við eyddum aðfaranótt föstudags í Noregi og komum svo hingað til Leeds og unnum báða leikina. Sigrarnir sýna hvert við erum komnir sem lið og mikið hrós til leikmannanna. Þú verður að geta unnið leiki, sama hvað,“ sagði Arteta að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira