Vlahovic hetja Juventus í Derby della Mole Atli Arason skrifar 15. október 2022 18:15 Dusan Vlahovic, leikmaður Juventus, fagnar sigurmarki sínu gegn Torino. Getty Images Juventus vann 0-1 útisigur á nágrönnum sínum í Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðureign þessara liða er oftast nefnt Derby della Mole, þar sem bæði lið eru staðsett í Tórínó borg í norðvestur Ítalíu. Dusan Vlahovic, leikmaður Juventus skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu þegar hann stýrði knettinum í netið eftir hornspyrnu gestanna. Juventus lyftir sér upp fyrir Inter í 7. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum á meðan Torino er í 11. sæti með 11 stig. Bæði lið hafa leikið tíu leiki í deildinni á meðan flest öll lið deildarinnar hafa leikið níu. Ítalski boltinn Fótbolti
Juventus vann 0-1 útisigur á nágrönnum sínum í Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðureign þessara liða er oftast nefnt Derby della Mole, þar sem bæði lið eru staðsett í Tórínó borg í norðvestur Ítalíu. Dusan Vlahovic, leikmaður Juventus skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu þegar hann stýrði knettinum í netið eftir hornspyrnu gestanna. Juventus lyftir sér upp fyrir Inter í 7. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum á meðan Torino er í 11. sæti með 11 stig. Bæði lið hafa leikið tíu leiki í deildinni á meðan flest öll lið deildarinnar hafa leikið níu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti